Hetjur.

Mín loksins kominn í langþráð jólafrí Smile aðeins eitt örlítið skólatengt dæmi eftir á mánudag en það er bara smá fundur varðandi leiðsagnarkennara fyrir lokaverkefnið.

Nú er bara að gíra sig niður og fara að njóta aðventunar og svo jólanna. Ég hlakka alveg endalaust mikið til jólanna núna enda verður allt mitt lið í lagi og allir saman.

Mér varð einmitt hugsað til þess í gær hversu breyttar aðstæður eru á þessum bæ.... á sama tíma í fyrra grét ég söltum tárum í piparkökudeigið og vissi ekki hvort hann sonur minn yrði yfirleitt meðal vor næstu daga eða ekki. En ég átti góða að sem minntu mig reglulega á að á meðan það væri líf væri von.... ég er svo þakklát fyrir það.

Svo sannarlega er von á meðan það er líf ogtil eru margar hetjur sem hafa náð að losa sig úr klóm fíknarinnar. Ég er svo lánsöm að þekkja nokkrar svona hetjur sem eru mér ávalt áminning um að ekkert er ógerlegt. Takk hetjurnar mínar fyrir það Wink 

Kærleikskveðja. Kristín

 


Eitt og annað.

Það líður að því að þessi önn sé búin.... Þá skellur á hið langþráða jólafrí og svo bara lokaönninn eftir. Þessi önn er búin að vera æði strembin en lærdómsrík og skemmtileg. Ég er að vinna verkefni sem lítur að meðferðarmálum hérlendis og það er mjög svo skemmtilegt og áhugavert. Það felur í sér að fara í vettvangsheimsóknir á meðferðarheimili....skemmtilegt að vera þeim megin við borðið...hehhehe... ég hef nú komið inn á flest þessi heimili sem móðir og átt við þá fagaðila sem þar starfa en nú er nýr vinkill, ég kem sem nemi í leit af vitneskju. Dálítið fyndið....

Annars er allt gott að frétta af öllum hér og mín að upplifa sanna tilhlökkun fyrir jólunum í fyrsta sinn í langan tíma..... allir mínir heilir og á góðum stað... finnst það yndislegt. Engar hugsanir um auðan stól við matarborðið þetta árið eða hugsanir um hvort Ragnar verður yfirleitt meðal vor.

Svo hef ég tekið að mér að leggja hönd á plóg varðandi sölu á englum fyrir Vímulausa æsku, foreldrahús, þannig endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að styrkja þá góðu vinnu sem þar er ..... starfið þar er ómetanlegt, það þekki ég á eigin skinni.

Kærleikskveðja. Kristín


Örþreytt kreppublogg : )

sjæss....Mín er á síðustu metrunum það styttist óðfluga í jólafrí...Jibbý... þreyta farinn að gera verulega vart við sig!! Verkefnastaflinn minnkar örlítið á hverjum degi svo ég er bara sátt, þrátt fyrir kveinið Smile 

Lífið er ljúft.... Ég hef fengið ótal verkefni í hendurnar undanfarið, svona í lífinu og tilverunni, umfram skólaverkefni.... Sum hafa verið æði erfið, önnur léttari en ég hef tæklað þau öll vel og ég veit hverju ég á það að þakka Wink Mín er svo heppin að hafa fundið sína leið.

Allir fjölskyldu meðlimir blómstra og við eigum nóg að borða, þrátt fyrir að allt hafi hækkað og skuldirnar vaxið svo um munar!!!

Ég er bara þakklát fyrir þá stöðu sem ég er í.

Kærleikskveðja.Kristín


Niðurtalning hafinn....

Niðurtalning er hafin....beðið eftir langþráðu jólafríi.... það skellur á þann 5.des Smile

Ekki það að þrátt fyrir álagið þessa önn hefur hún verið mjög skemmtileg...jú líka lærdómsrík...allt gengur þetta nú út á það að auka við þekkingu sína.

Allt mitt lið er í góðum gír og ég er ákaflega þakklát.... ungarnir mínir þrír eru öll að gera flotta hluti hvert á sínu sviði. Snúðurinn minn litli er allur í geimvísindum þessa daga...hér eru ræddar reikistjörnur og geimvísindi!! Verð að játa hann er mun fróðari en móðirinn þar. Heimasætan er að brillera í skólanum....hækkar og hækkar einkunnirnar sínar...lætur ekki lesblinduna trufla sig þennan vetur enda harð ákveðin í að fara í áframhaldandi nám....já hér verður framhaldsskólanemi næsta vetur. Frumburðurinn heldur áfram að vaxa í sínu. Geislar af hamingju þessi elska jú svo er hann að hætta að reykja líka....bara flottur.

Ég er svona að spá í að fara að henda upp einhverjum jólaljósum....meina láta bóndan henda þeim upp!!! Held bara að það sé gott fyrir sálina að njóta ljósanna.... ekki síst vegna þess hversu svart samfélagið hefur veriðBandit

Munum að njóta þess sem skiptir okkur verulegu máli...fjölskyldan okkar og innri vellíðan,

Kærleiksknús á línuna. Kv. Kristín


Spennandi tímar.

spennandi tímar.... já ég get nú ekki sagt annað en að lífið sé spennandi núna hjá mér.

Það er alveg hreint klikkað mikið að gera hjá minni og jú hún er dugleg að koma sér í allskyns nefndir og aukadjobb!!!!

Námið gengur vel, það sem af er þessari önn hafa einkanir fyrir verkefni verið mjög svo ánægjulegar Wink sú lægsta 8,5 og sú hæðsta 9.....já ég er ánægð með mig. Hugurinn hefur verið á fullu við lokaverkefnispælingar.... ákv mynd kominn þar en ekki alveg fullmótuð, hef verið að kanna eitt og annað sem mér þykir ákaflega spennandi!

Vettvangsstaður er kominn, mín flytur búferlum norður í land, nánar tiltekið Eyjafjarðasveitina og verður í vettvangsnámi á meðferðarheimilinu Laugarlandi....mjög spennó.... og já líka dálítið kvíðvænlegt....það er að segja að skilja bóndan og börnin eftir hér fyrir sunnan en hann hefur fullvissað mig um að hann ráði við að ala upp börnin og reka heimilið í 8.vikur ...heheheh... ég trúi því svo sem að við þroskumst öll við þetta.

Það hefur aðeins flogið í gegnum huga minn : hvar verður Ragnar þá!! en svo átta ég mig og sé að það er ekki mitt, heldur mín meðvirka hugsun....unginn minn er orðin fullorðin og verður að fá að bera ábyrgð á sér....líka þegar hanna kemur úr öruggi Götusmiðjunar. Það er jú þá sem reynir á minn mann, þar eru gömlu félagarnir og gamla lífið. Jafnaframt eru AA-félagar og nýtt líf. Það er hans að velja leið, mitt að styðja hann á réttan hátt.

Í dag er ég að njóta þess hversu náin við erum og hvað við getum sýnt hvort öðru það, já líka sagt það. Við segjum hiklaust og í fullri einlægni við hvort annað ég elska þig.... einu sinni gátum við það ekki.... Vá hvað ég er lánsöm og hef mikið að njóta og þakka.

Kærleikskveðja. Kristín


Fékk góðlegar skammir.

Úps.... fékk góðlátlegar skammir frá góðri vinkonu um að ég væri orðin glataður bloggari. Svo nú á að reyna að endurvekja síðuna og fara að skrifa aftur um allt og ekkert.

Fjölskyldan er aðallega að njóta friðarins sem hefur einkennt heimilið eftir að fíkillinn fór og fékk aðstoð við að breyta sínum lífstíl.... Allir slakir og fínir og það sem skiptir mestu máli er að allir geta verið eðlilegir í samskiptum.

 Ragnari gengur vel og mín ætlar að brenna í kaffi á sunnudaginn, hef nú verið frekar löt að fara í heimsókn undanfarið en veit svo sem að það kemur ekki að sök.... kærastan fer og skiljanlega er hún meira spennó en mamma...heheheh... en þessi elska hringdi til að tékka hvort ég færi ekki að láta sjá mig og hún líka tengdadóttirinn er líka búin að spyrja hvort ég ætli ekki að fara að kíkja. Svo mín ætlar á sunnudaginn og hafa eitthvað með kaffinu með!

Brjálað að gera í skólanum....púff... verkefnin eru endalaus og aðeins farið að örla á þreytu hjá minni en sígur á seinni hlutan..... jólafrí 5 des : )

Annars er ég bara sátt þrátt fyrir erfiða tíma í samfélaginu!

Kærleikskveðja. Kristín

PS. njóttu Kolla mín...knús


Lokaárið og allt á fullu.

Iss ég er orðin lélegur bloggari.....nei nei það er bara brjálað að gera...úfff.

Lokaárið í náminu og undirbúningur fyrir BA-ritgerðina mína kominn á fullt í hausnum á mér. Ég er að skoða mjög spennandi hluti varðandi meðferðarform og er bara alveg heilluð. Hlakkar til að takast meira á við það í vetur.

Það er orðið ljóst hvert ég fer í vettvangsnám...... mín fer norður í Eyjafjarðasveit og hlakkar mikið til.

Allt gott að frétta af mínu gengi... Ragnar bara flottur þessi elska. Það var viðtal við hann í blaði götusmiðjunar svo nú er hann orðin heimsfrægur á Íslandi  Smile Hinir ungarnir gera það gott heimasætan er að breytast í íþróttaálfinn hún er svo dugleg að fara í ræktina..... spurning hvort mamma hennar ætti ekki að taka hana til fyrirmyndar!!!!

Hundar, köttur og fuglar lifa í fullri sátt...Svo lífið hér er bara skemmtilegt.

Kærleikskveðja. Kristín


Smá fréttir.

Jæja þá er annar stór dagur liðin....heimasætan átti afmæli á sunnudaginn varð 15 ára Smile Þann daginn var skroppið í sveitina og nýja barnið hennar sótt.... kisi litli er kominn.

Það var dálítið spaugilegt að koma heim með kettlinginn. Hundarnir urðu svakalega forvitnir fyrst en svo varð stóri veiðihundurinn hræddur við kisu og litla Íslenska tíkinn alveg brjáluð út í þetta fyrirbæri....hahahaha... en núna er allt að róast og að komast sátt á samveruna.

Ragnar er búin að vera með einhverja flensulufsu svona líkt og aðrir landsmenn. En er á sínum stað og heldur áfram sinni vinnu þar.

Skólin hjá mér kominn á fullt og ég kvarta ekki yfir því að hafa ekki næg verkefni...púfff... en þetta er lokaárið og mjög spennandi ár. Margt spennandi að gerast í náminu Smile

Við mæðgur tókum okkur svona stelputíma í gær...Skruppum í Smáralindina og fengum okkur að borða saman áður en við fórum í bíó. Svo loksins er ég búin að sjá mamma mia myndina. Hún var bara dásamleg, held ég hafi sjaldan hlegið eins innilega um dagana og er enn að hlægja. Við vorum svo upprifnar af stemmingu eftir myndina að við skunduðum beint og versluðum diskin með músikinni svo við gætum nú tjúttað í bílnum á heimleiðinni. Þarna vorum við mæðgur tvær í bílnum með músikina á fullu og sungum hástöfum og dilluðum okkur á leiðinni heim. Komum syngjandi inn og héldum áfram í gærkvöldi. Feðgarnir sem voru heima vissu ekki hvað hafði komið fyrir okkur Whistling 

Njótum lífsins til fulls.

Kærleikskveðja.Kristín

 


Stóri dagurinn.

Til hamingju með daginn elsku Ragnar minn....

Dagurinn er búin að vera yndislegur, við hjónin fórum á ról að finna gjöf og keyptum handa honum flakkara Smile En ég hafði líka ákveðið að nýta mér tillögu Lindu að gjöf. Ég keypti lítið box með myndum af litlum hjörtum og fyllti það af ást og hvatningu með litlum bleikum miðum sem sögðu ég elska þig og haldu áfram að njóta þess að klifra batastigan. Það var yndislegt að gefa honum boxið....það kom honum reyndar ekki alveg á óvart því hann njósnar um mig hér LoL Þannig að hann hefur lesið allar ykkar kveðjur....Ragnar minn þakkaðu fólkinu, þú kannt alveg að kommenta.

Með okkur höfðum við súkkulaðitertu og partýdót...hehehe...smá stemmingu takk.... og nokkrar umfram gjafir sem glöddu hann.

Í kvöld var svo toppurinn af deginu sá að fá að vera með mínum félögum sem eru mín andlega fjölskylda og deila með þeim minni gleði. Fá fullt fullt af kærleika og faðmlögum!

Lífið gerist ekki fallegra.

Njótið andartaksins það er aðeins það sem við eigum.

Kærleikskveðja. Kristín


Styttist í afmæli....

Ég hef nú ekki verið að standa mig hér á bloggin en geri nú heiðarlega tilraun til að bæta úr því. Hjá okkur er allt í sóma allir á góðum stað og ég þakklát fyrir það. Þetta er sá árstími sem börnin mín og maður eiga afmæli og eldast þau öll um eitt ár yfir nótt.

Ragnar minn á afmæli næsta miðvikudag og mín er á soldið skondnum stað varðandi það. Mig hlakkar óskaplega til Smile það er eitthvað sem er nýtt fyrir mér. Síðastliðin ár hefur afmælisdagurinn hans einkennst af einhverju öðru en tilhlökkun.

Ég tók þá akvörðun fyrir alla vegana þremur árum að gefa honum ekki neitt í afmælisgjöf sem hann gæti selt fyrir dópi. Ég hafði svo oft horft eftir hlutum sem ég hafði gefið honum verða að dópi og ég vildi ekki taka þátt í að hjálpa honum að ná í það. Svo það varð úr að mín ákvað að besta gjöfin sem hann sonur minn fengi væri AA-bókin og kross eða men með bæn.

Þegar hann varð 18 ára var hann inn á Vogi, ég fékk leyfi til að koma og færa honum gjöf. Ég fór og hitti hann og færði honum kross um hálsin, hann tók við honum en þótti þetta nú ekki vera stórkostleg gjöf Smile 

Þegar hann varð 19 ára fékk hann AA-bókina, hvar hún lenti veit ég ekki en í einhverntíma var hann með hana í bakpokanum sem hann bar á milli grena. Ég huggaði mig við það að ef hún lenti í dópgreni væri smuga að einhver gæti nýtt sér hana.

Fyrir ári síðan varð hann tvítugur þá var hann staddur inn á Hlaðgerðarkoti eftir hart og erfitt ár, hann var í því ástandi að ég reiknaði ekkert frekar með því að hann yrði á lífi á afmælisdaginn svo ég valdi að kaupa ekki gjöf fyrr en dagurinn rynni upp og í ljós kæmi hvort ég gæti fært honum hana.  Dagurinn rann upp og hann var enn á lífi. Ég fór og keypti AA-bókina og men með æðruleysisbæninni því það var það eina sem hann þurfti á að halda. Þegar ég kom með gjöfina til hans var hann ansi illa áttaður blessaður en tók menið og setti það um hálsin og las ljóð frá Baldvini sem var sett í AA-bókina. Þessi gjöf sagði honum að við elskuðuum hann og hann meðtók það greinilega.

Nú verður hann 21 árs og er á góðum stað Smile Mig langar að gefa honum eitthvað sem gleður hann og mig hlakkar til að eiga með honum afmæli þar sem hann er skýr í kollinum.

Dásamleg tilfinning. Ég er svo þakklát fyrir stöðuna sem er í dag. Hann er að standa sig vel fyrir austan, er að þroskast og takast á við þau verkefni sem koma upp.

Sjáum það fallega í lífi okkar.

Kærleikskveðja. Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband