Niðurtalning hafinn....

Niðurtalning er hafin....beðið eftir langþráðu jólafríi.... það skellur á þann 5.des Smile

Ekki það að þrátt fyrir álagið þessa önn hefur hún verið mjög skemmtileg...jú líka lærdómsrík...allt gengur þetta nú út á það að auka við þekkingu sína.

Allt mitt lið er í góðum gír og ég er ákaflega þakklát.... ungarnir mínir þrír eru öll að gera flotta hluti hvert á sínu sviði. Snúðurinn minn litli er allur í geimvísindum þessa daga...hér eru ræddar reikistjörnur og geimvísindi!! Verð að játa hann er mun fróðari en móðirinn þar. Heimasætan er að brillera í skólanum....hækkar og hækkar einkunnirnar sínar...lætur ekki lesblinduna trufla sig þennan vetur enda harð ákveðin í að fara í áframhaldandi nám....já hér verður framhaldsskólanemi næsta vetur. Frumburðurinn heldur áfram að vaxa í sínu. Geislar af hamingju þessi elska jú svo er hann að hætta að reykja líka....bara flottur.

Ég er svona að spá í að fara að henda upp einhverjum jólaljósum....meina láta bóndan henda þeim upp!!! Held bara að það sé gott fyrir sálina að njóta ljósanna.... ekki síst vegna þess hversu svart samfélagið hefur veriðBandit

Munum að njóta þess sem skiptir okkur verulegu máli...fjölskyldan okkar og innri vellíðan,

Kærleiksknús á línuna. Kv. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meinarðu að þú þurfir að segja Baldvin að henta upp jólaskrautinnu. Mér hefur hingað til fundist hann æstur í að skreyta.

Ágúst (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Nei ég þarf ekkert að segja honum það.... bara ýta mjúklega við honum... það þekkja þeir sem þekkja okkur....hann er kreisí í jólastússinu.... ekki gleyma að hann hér um bil kveikti í kofanum í fyrra...hehehehe

Kristín Snorradóttir, 17.11.2008 kl. 08:36

3 identicon

Mikið vildi ég að minn væri svona áhugasamur um jólaljósin

Knús á þig

Kidda (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:59

4 identicon

Baldvin á hvert heimili,

knús og kveðjur

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:28

5 identicon

Þegar þú ferð austur næst viltu þá knúsa Benna fyrir mig?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:38

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það má minn maður eiga að hann ereinstakur þegar kemur að jólaskreytingum...enda fengið verðleun fyrir....svo er nú annað verk sem hann á alfarið hér....pönnukökubakstur... þar segir mín nei og dettur ekki í hug að taka þátt!!!!!

Kasta ríflegu knúsi á Benna þegar ég brenni í sveitina Birna mín.

Kristín Snorradóttir, 17.11.2008 kl. 20:24

7 identicon

Kærleiksknús sömuleiðis:) já þú mátt svo sannarlega vera stolt af kraftaverkunum þínum, baráttufólk

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:17

8 identicon

Vildi kvitta fyrir komu minni hingað.... Mér finnst svo æðislegt hvað ykkur líður öllum vel og gengur vel.. Þú ert yndisleg... knús frá mér

Hildur (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:09

9 identicon

Hæ Stína mín, gott að vita að vel gengur. það verður gaman að renna hjá og líta á jólaljósin, gerði það í firra og það var ekkert smá flott hjá ykkur. Knús á ykkur öll. Risaknús og kveðja til Ragnars, hann er svo frábær

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband