Spennandi tímar.

spennandi tímar.... já ég get nú ekki sagt annað en að lífið sé spennandi núna hjá mér.

Það er alveg hreint klikkað mikið að gera hjá minni og jú hún er dugleg að koma sér í allskyns nefndir og aukadjobb!!!!

Námið gengur vel, það sem af er þessari önn hafa einkanir fyrir verkefni verið mjög svo ánægjulegar Wink sú lægsta 8,5 og sú hæðsta 9.....já ég er ánægð með mig. Hugurinn hefur verið á fullu við lokaverkefnispælingar.... ákv mynd kominn þar en ekki alveg fullmótuð, hef verið að kanna eitt og annað sem mér þykir ákaflega spennandi!

Vettvangsstaður er kominn, mín flytur búferlum norður í land, nánar tiltekið Eyjafjarðasveitina og verður í vettvangsnámi á meðferðarheimilinu Laugarlandi....mjög spennó.... og já líka dálítið kvíðvænlegt....það er að segja að skilja bóndan og börnin eftir hér fyrir sunnan en hann hefur fullvissað mig um að hann ráði við að ala upp börnin og reka heimilið í 8.vikur ...heheheh... ég trúi því svo sem að við þroskumst öll við þetta.

Það hefur aðeins flogið í gegnum huga minn : hvar verður Ragnar þá!! en svo átta ég mig og sé að það er ekki mitt, heldur mín meðvirka hugsun....unginn minn er orðin fullorðin og verður að fá að bera ábyrgð á sér....líka þegar hanna kemur úr öruggi Götusmiðjunar. Það er jú þá sem reynir á minn mann, þar eru gömlu félagarnir og gamla lífið. Jafnaframt eru AA-félagar og nýtt líf. Það er hans að velja leið, mitt að styðja hann á réttan hátt.

Í dag er ég að njóta þess hversu náin við erum og hvað við getum sýnt hvort öðru það, já líka sagt það. Við segjum hiklaust og í fullri einlægni við hvort annað ég elska þig.... einu sinni gátum við það ekki.... Vá hvað ég er lánsöm og hef mikið að njóta og þakka.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðja á Laugarland.Ég sá mynd og viðtal við flotta strákinn þinn.Til hamingju með að hann og þið eigið flott líf.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:42

2 identicon

okei Laugaland, hlakka til að fylgjast með því:)

knús, kveðja og til lukku með frábærar einkunnir og bara lífið!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:43

3 identicon

Skilaðu kveðju á Laugarland frá okkur mæðgum.  En skil svo vel hvað þú ert að tala um með að geta tjáð í orðum hvað maður elskar ungann sinn mikið. Ég á daglega yndisleg samtöl við prinsessuna....sem er BARA að standa sig eins og hetja .....maður fyllist miklu stolti...

Skilaðu kveðju frá mér til Ragnar þegar þú heyrir í honum næst....ég verð að verða mér úti um Götusmiðjublaðið en það er ekki að berast hingað í eyjuna :o(

Kærleikskveðja  Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja og mikið ertu dugleg. Ég hef líka mikið að þakka fyrir...og er lánsöm þrátt fyrir allt.

Fer í kirkjuna mína og rækta samband við aðra sem eru á svipaðri línu...spjalla við þig bráðum á msn.

Treystu kallinum fyrir þessu og njóttu þín í botn

Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Gaman að heyra, ég bið að heilsa á Laugarland :-) og finnst bara frábært hjá þér að fara norður - þú átt það svo sannarlega skilið að breyta aðeins um umhverfi og hugsa um þig og námið :-)   Gangi þér súpervel

knús og kram

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

takk stelpur mínar fyrir þetta

Kristín Snorradóttir, 7.11.2008 kl. 06:54

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já skrítið hvað þessi 3 litlu orð geta verið þung á vörum manns og langt frá hjartanu þegar mikið reynir á. Hef verið þar í þeim sporum  - allt of oft. Vonandi er þeim kafla lokið hjá mér líka.

Frábært að þú sért að fara norður að vinna að þínum hugðarefnum. Sterk og stolt... Öfunda þig meira að segja pínu. Það er svo fallegt fyrir norðan.

Knús og kossar inn í helgina

Linda Lea Bogadóttir, 15.11.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband