Smá fréttir.

Jæja þá er annar stór dagur liðin....heimasætan átti afmæli á sunnudaginn varð 15 ára Smile Þann daginn var skroppið í sveitina og nýja barnið hennar sótt.... kisi litli er kominn.

Það var dálítið spaugilegt að koma heim með kettlinginn. Hundarnir urðu svakalega forvitnir fyrst en svo varð stóri veiðihundurinn hræddur við kisu og litla Íslenska tíkinn alveg brjáluð út í þetta fyrirbæri....hahahaha... en núna er allt að róast og að komast sátt á samveruna.

Ragnar er búin að vera með einhverja flensulufsu svona líkt og aðrir landsmenn. En er á sínum stað og heldur áfram sinni vinnu þar.

Skólin hjá mér kominn á fullt og ég kvarta ekki yfir því að hafa ekki næg verkefni...púfff... en þetta er lokaárið og mjög spennandi ár. Margt spennandi að gerast í náminu Smile

Við mæðgur tókum okkur svona stelputíma í gær...Skruppum í Smáralindina og fengum okkur að borða saman áður en við fórum í bíó. Svo loksins er ég búin að sjá mamma mia myndina. Hún var bara dásamleg, held ég hafi sjaldan hlegið eins innilega um dagana og er enn að hlægja. Við vorum svo upprifnar af stemmingu eftir myndina að við skunduðum beint og versluðum diskin með músikinni svo við gætum nú tjúttað í bílnum á heimleiðinni. Þarna vorum við mæðgur tvær í bílnum með músikina á fullu og sungum hástöfum og dilluðum okkur á leiðinni heim. Komum syngjandi inn og héldum áfram í gærkvöldi. Feðgarnir sem voru heima vissu ekki hvað hafði komið fyrir okkur Whistling 

Njótum lífsins til fulls.

Kærleikskveðja.Kristín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he... það var greinilega mikið stuð á ykkur
ég þar einmitt að fjárfesta í Mamamia disknum.

Til hamingju með alla sem eru búnir að eiga afmæli. 

kv.Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:31

2 identicon

Mamma mia er yndisleg mynd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Til lukku með dótturina :)

Guðrún Hauksdóttir, 1.10.2008 kl. 15:05

4 identicon

Neita að sjá þessa mynd!

Ofurskutlukveðja og knús

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:59

5 identicon

Mamma Mia er frábær mynd og ég fer alltaf að brosa þegar ég hugsa um hana 

Hér er líka búið að syngja mikið með lögunum, annað er bara ekki hægt

Kærleikskveðja til þín og þinna

MogM (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til lukku með dóttluna þína

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.10.2008 kl. 21:15

7 identicon

Knús og afmæliskveðja

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband