Eitt og annað.

Það líður að því að þessi önn sé búin.... Þá skellur á hið langþráða jólafrí og svo bara lokaönninn eftir. Þessi önn er búin að vera æði strembin en lærdómsrík og skemmtileg. Ég er að vinna verkefni sem lítur að meðferðarmálum hérlendis og það er mjög svo skemmtilegt og áhugavert. Það felur í sér að fara í vettvangsheimsóknir á meðferðarheimili....skemmtilegt að vera þeim megin við borðið...hehhehe... ég hef nú komið inn á flest þessi heimili sem móðir og átt við þá fagaðila sem þar starfa en nú er nýr vinkill, ég kem sem nemi í leit af vitneskju. Dálítið fyndið....

Annars er allt gott að frétta af öllum hér og mín að upplifa sanna tilhlökkun fyrir jólunum í fyrsta sinn í langan tíma..... allir mínir heilir og á góðum stað... finnst það yndislegt. Engar hugsanir um auðan stól við matarborðið þetta árið eða hugsanir um hvort Ragnar verður yfirleitt meðal vor.

Svo hef ég tekið að mér að leggja hönd á plóg varðandi sölu á englum fyrir Vímulausa æsku, foreldrahús, þannig endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að styrkja þá góðu vinnu sem þar er ..... starfið þar er ómetanlegt, það þekki ég á eigin skinni.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Kristín, gott að heyra að allt gengur svona vel, hugsa oft til ykkar. Kærleikskveðja Guðný.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:37

2 identicon

Kveðja austur til þeirra sem ég þekki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:07

3 identicon

Jóla, jóla, jóla, tek að mér að vera skröggur frændi í bili!

knús og kveðja,

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:14

4 identicon

Sæl Kristín og gaman að sjá að það koma enn inn færslur hjá þér..... :o)

Frétti af þér í jólainnkaupum og að þið hefðuð hisst þú og skotta mín ....gaman að því.

En ég er til í að eignast svona engil spurning hvort ég leggi inn á þig og þú sendir mér hann ??

En í leit af vitneskju .....já ætli þú vitir ekki nánast allt sem vita þarf í þessum málefnum geri nú ráð fyrir því !!!

Kær kveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Stína mín gott að heyra að allt gangi vel.

Kveðja,

Guðbjörg Elín

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh já ég hlakka líka til jólanna... Þau verða góð hérna megin líka.

Yndislegt að vita af ykkur svona sælum og glöðum.


Linda Lea Bogadóttir, 9.12.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband