Styttist í afmæli....

Ég hef nú ekki verið að standa mig hér á bloggin en geri nú heiðarlega tilraun til að bæta úr því. Hjá okkur er allt í sóma allir á góðum stað og ég þakklát fyrir það. Þetta er sá árstími sem börnin mín og maður eiga afmæli og eldast þau öll um eitt ár yfir nótt.

Ragnar minn á afmæli næsta miðvikudag og mín er á soldið skondnum stað varðandi það. Mig hlakkar óskaplega til Smile það er eitthvað sem er nýtt fyrir mér. Síðastliðin ár hefur afmælisdagurinn hans einkennst af einhverju öðru en tilhlökkun.

Ég tók þá akvörðun fyrir alla vegana þremur árum að gefa honum ekki neitt í afmælisgjöf sem hann gæti selt fyrir dópi. Ég hafði svo oft horft eftir hlutum sem ég hafði gefið honum verða að dópi og ég vildi ekki taka þátt í að hjálpa honum að ná í það. Svo það varð úr að mín ákvað að besta gjöfin sem hann sonur minn fengi væri AA-bókin og kross eða men með bæn.

Þegar hann varð 18 ára var hann inn á Vogi, ég fékk leyfi til að koma og færa honum gjöf. Ég fór og hitti hann og færði honum kross um hálsin, hann tók við honum en þótti þetta nú ekki vera stórkostleg gjöf Smile 

Þegar hann varð 19 ára fékk hann AA-bókina, hvar hún lenti veit ég ekki en í einhverntíma var hann með hana í bakpokanum sem hann bar á milli grena. Ég huggaði mig við það að ef hún lenti í dópgreni væri smuga að einhver gæti nýtt sér hana.

Fyrir ári síðan varð hann tvítugur þá var hann staddur inn á Hlaðgerðarkoti eftir hart og erfitt ár, hann var í því ástandi að ég reiknaði ekkert frekar með því að hann yrði á lífi á afmælisdaginn svo ég valdi að kaupa ekki gjöf fyrr en dagurinn rynni upp og í ljós kæmi hvort ég gæti fært honum hana.  Dagurinn rann upp og hann var enn á lífi. Ég fór og keypti AA-bókina og men með æðruleysisbæninni því það var það eina sem hann þurfti á að halda. Þegar ég kom með gjöfina til hans var hann ansi illa áttaður blessaður en tók menið og setti það um hálsin og las ljóð frá Baldvini sem var sett í AA-bókina. Þessi gjöf sagði honum að við elskuðuum hann og hann meðtók það greinilega.

Nú verður hann 21 árs og er á góðum stað Smile Mig langar að gefa honum eitthvað sem gleður hann og mig hlakkar til að eiga með honum afmæli þar sem hann er skýr í kollinum.

Dásamleg tilfinning. Ég er svo þakklát fyrir stöðuna sem er í dag. Hann er að standa sig vel fyrir austan, er að þroskast og takast á við þau verkefni sem koma upp.

Sjáum það fallega í lífi okkar.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

yndisleg færsla, falleg skrif um fallega móður og fallega sonin.. guð blessi ykkur

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:31

2 identicon

Falleg færsla Kristín. Gangi ykkur áfram vel. kærleikskveðja Guðný.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Skrítin tilfinning þegar einn lítill hnútur leysist upp innra með manni - áhyggjur færast úr eini í aðra sem er af allt örðum toga  - Rúm hefur skapast fyrir nýja jákvæða hugsun - afmælisgjöf !
Það getur verið vandasamt að finna réttu gjöfina  - en ég hef fulla trú á því að þú finnir það fallegasta og besta til að gefa honum á afmælisdaginn -

Ef þú ert í vandræðum getur þú alltaf gefið honum box fullt af ást, kossum, kærleik og hamingju - merkt honum.

Nóttu helgarinnar fallega kona

Linda Lea Bogadóttir, 19.9.2008 kl. 16:03

4 identicon

Yndislegt hvað honum gengur vel. Bið mikið vel að heilsa honum. Ég bið þess að góður Guð haldi áfram að vaka yfir honum og umvefja hann. Kær kveðja Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

innilega til hamingju með Ragnar þetta er svo flott fanney mín er í mjög góðum málum eins og þú veist hún sagði mér að hún hefði hitt þig og þú knúsað hana takk fyrir það það gefur svo mikið

eigðu frábæran afmælisdag með Ragnari 

knús á þig

Anita Björk Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Binnan

Sæl Kristín!

Þú skilar kannski eins og einni afmæliskveðju og einu knúsi á drenginn þinn frá Binnu vinkonu hans í Bandaríkjunum! :)

Gott að vita að allt gengur vel og að honum líði vel fyrir austan!

KNús á þig og þína.

Binnan, 20.9.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Linda... brilliant hugmynd ætla að nýta hana.

Binnan... kyssi hann fast frá þér.

Kristín Snorradóttir, 20.9.2008 kl. 13:55

8 identicon

Til hamingju öll með þennan unga mann.Góð lesning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:41

9 identicon

Ég bið þig að skila hjartans afmæliskveðjum til hans Ragnars frá mér, ég hugsa oft til hans og sendi honum hlýjar hugsanir og góðar óskir.

Allt gengur vel á mínum slóðum !

Bestu kveðjur Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 20:54

10 identicon

Yndislegt :-) Til hamingju með soninn Kristín mín, eigið þið góðan dag saman, ÖLL.

Hlýja

"Mamma" 

"Mamma" (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:41

11 identicon

hæhæ, mig langaði að biðja þig Kristín að skila kossi og knúsi til Ragnars Más! ég hugsa mikið til hans og veit það að hann getur verið edrú! ... ég gat þetta ;) hhee...

bið að heilsa og láttu þér líða vel elsku Kristín;D

þín vinkona Þóra Björg

Þóra Björg (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:24

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

yndisleg færslaog innilega til hamingju með hann Ragnar, hann er heppinn að eiga þá mömmu sem hann á

Innilegar afmæliskveðjur til hans frá konu á skaganum sem hann þekkir ekki baun, en hugsar oft til hans og sendir honum fallegt ljós rétt eins og mömmu hans og fjölskyldunni.

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.9.2008 kl. 14:12

13 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ RAGNAR MÁ :)

OG GÓÐA SKEMMTUN Í AFMÆLISVEISLUNNI Í DAG :)

KALLAST ÞETTA EKKI AÐ VERA KOMINN Á GIFTINGAALDURINN ?

NÚ MÁ MAÐUR GIFTA SIG,ÁN ÞESS AÐ FÁ LEYFI ;)

ER BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA DAGINN ?    ;)

SAMGLEÐST YKKUR KÆRA FJÖLSKYLDA,MEÐ GLEÐITÁRUM OG GÆSAHÚÐ ..

ER EKKI LÍFIÐ DÁSAMLEGT?

GUÐ ER GÓÐUR !

KÆRLEIKSKVEÐJUR

GUÐRÚN

Gudrun Harðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 00:03

14 identicon

Til hamingju með daginn. Vona að þið njótið hans vel

MogM (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 12:34

15 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Innilega til hamingju með soninn njótið dagsins.

Guðrún Hauksdóttir, 24.9.2008 kl. 14:02

16 identicon

Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku Ragnar Már.....og til hamingju með allt það góða sem þú ert búinn að vera að gera staðið þig eins og hetja.

Kristín og allir hinir njótið dagsins sem er án efa svolítið öðruvísi en afmælisdagar síðustu ára.

Kærleikskveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband