Færsluflokkur: Bloggar

Páskalok.

Jæja þá er ein enn ofáts törnin búin! Veit ekki alveg hvað þetta er með mig og hátíðar... mætti halda að ég sylti á milli þeirra því trúið mér ég borða eins og ég hafi aldrei fengið mat og muni aldrei aftur fá mat Blush endalaust mörg matarboð yfirstaðinn sem er bara skemmtilegt því þeim fylgir góður félagskapur ..... eini gallinn er að ég verð afvelta á eftir!

Fór austur í gær að heimsækja hann Ragnar minn. Renndi ein þar sem bóndinn var að vinna og hinir ungarnir uppteknir við súkkulaðiát.... Að venju var afskaplega vel tekið á móti mér, enda er ég búin að hitta þau nokkur á hverjum sunnudegi í margar vikur. Upplifði óróleika í mínum manni en náði aðeins að ræða við hann og minna hann á að leita til ráðgjafa síns með alla hluti, vona að hann geri það. Hann fékk páskaegg og auðvitað var hann bara korter með það! svo mikill er hraðinn í mínum.

Fékk að upplifa yndislega stund....eiginlega eina af yndislegustu stundum lífs míns og stund sem mun ylja mér um ókomna tíð. Ung ljóshærð falleg dama kom og tók utan um mig og hrósaði mér fyrir viðtalið í vikunni. Við tókum spjalll og áttum náið og gott spjall þar sem hún sagði mér hversu mikils virði mamma hennar er henni og að hana langaði að verða eins og mamma sín Wink ég þekki mömmu hennar og er alveg sammála henni mamma hennar er manneskja sem ég met mikils og tek undir orð dóttur hennar: það er ekki leiðum að líkjast að líkjast henni mömmu.

Önnur krúsa kom og bað mig að kasta kveðju á mömmu sína Smile svo var önnur sem vildi endilega að ég upplýsti mömmu sína um Foreldrahús... sem og ég gerði.

Þannig að heimsóknin var mjög svo eftirmynnileg og í kærleiksanda.

Ég skilaði kveðju til hans Ragnars míns frá þér Gyða og mynnti hann á batastigan og að þú kæmir við þegar þú værir á flakki....hann brosti blítt og þótti greinilega gott að fá þessa kveðju. Um þig sagði hann: Hún Gyða er alveg heavy flott kona Smile 

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


Skálmöld og þakklæti.

Æ það ríkir hálfgerð skálmöld í kringum mig....

Allt of margir fíklar virkir sem ég þekki og alltof margir aðstandendur sem eru í átökum vegna þess. Mér þykir óskaplega vænt um þetta fólk og tekur sárt að vita af þeim í þessari stöðu. Ég þekki jú þessa stöðu af eigin raun. Það er ekkert eins sárt eins og horfa á eftir barninu sínu í heim fíknar. En til er lausn sem hjálpar manni að verða fær um að takast á við þá stöðu.

Nú mitt í þessari skálmöld allri þar sem ég fæ fregnir af þessum og hinum í neyslu eða að þessi eða hinn sé fallinn og að mæður/feður þessa eða hins séu örvæntingarfull. Þá verð ég svo innilega vör við þá blessun sem ég bý við. Ég hef dvalið með hugan við þakklætið, ég er svo þakklát fyrir svo margt. Sonur minn er í öruggu skjóli, vissulega eru misgóðir dagar hjá honum og ýmsar áhyggjur sem læðast að manni vegna þess en hann er á lífi og er edrú í dag. Fyrir það er ég þakklát.

Ég á tvö önnur börn sem eru glöð og frjáls, milli mín og þeirra eru góð bönd. Ég nýt þess að eiga með þeim gæðastundir ein tegund gæðastundar er að liggja saman upp í hjónarúmi og spjalla um heima og geima. fyrir það er ég þakklát.

Ég er þakklát fyrir að eiga að konur sem ég get leitað til með mitt hvenær sem er. Þakklát fyrir sporin 12 og prógrammið mitt. Þakklát fyrir að til er prógramm bæði fyrir fíklana og aðstandendur þeirra. Því þar liggur lausnin fyrir báða aðila.

Það sem ég er líka þakklát fyrir er sú reynsla sem ég hef hlotið í þessu lífi því án hennar væri ég ekki ég og vitið þið mig langar ekki að vera einhver önnurCool

Eigið góðan dag.... allt sem við eigum er þessi dagur og það er nægileg ástæða til að njóta hans.

Kærleikskveðja.Kristín


Stormur!

Kláraði heimildaskrá ritgerðarinnar í dag og keyrði svo með gripin upp í skóla og skilaði henni af mér.....þvílík lukka að vera búin að því Wink Kom við í Kringlunni á heimleiðinni til að versla eitt stykki fermingargjöf.....heimasætan er að fara í veislu á morgun....þvílík mannamergð í henni Kringlunni....úff

Svo kom ég heim í rólegheitar fasi og viti menn að á skall þvílíkur stormur....undarlegur dagur! Ég fékk símtal frá einni ungri vinkonu minn, sem er nú reyndar vinkona hans Ragnars míns en með okkur hefur tekist góð vinátta.... hún vildi vita hvort ég væri heima og ætti kaffi ég hélt það nú og hlakkaði mikið til að fá hana í kaffi. Ég var rétt búin að leggja á þá var bankað og fyrir utan stóð önnur vinkona mín og bað um kaffi Wink sú var dregin inn og kaffið fékk hún og varla hafði hún setið lengi þegar símin hringdi og það var önnur vinkona mín LoL svo stuttu seiina kom unga vinkonan og hin vinkonan fór....nei viti menn þá hringdi Ragnar og á meðan ég spjallaði við Ragnar hringdi önnur vinkona í gsm síman Grin eiginlega gékk þetta svona þar til ég setti síman minn á silens og fór á fund..... meðan ég var á fundi var hringt tvisvar og tvö sms biðuLoLWhistling

Þetta hljómar náttúrulega eins og ég sé geðveikt vinsæl...hahahaha....en svona er þetta nú ekki altaf og fyndið hvernig allt í einu verður svona stormur hjá manni.

Ragnar minn hringdi eins og ég sagði.... ekki alveg nógu góðum staðWoundering en ég held nú samt ekki að hann sé að fara úr meðferðinni...hann á bara í basli með sjálfan sig blessaður. Ég bara vona hans vegna að hann nái tökum á sér.

Það er ekki lítið mál að breyta sínum lífstíl og þess vegna ekki óeðlilegt að hann sé í basli með sjálfan sig. Hann er búin að lifa í óheiðarleika og harðneskjuheimi það lengi að það tekur hann langan tíma að átta sig á að lögmálið í lífinu er annað. Hann þarf bara að fá að heyja þá barráttu.

Ég er svo llánsöm að vera partur af félagsskap sem heldur mér við mitt efni og hjálpar mér að vera bara í mínum nafla og láta annarra nafla í friði Smile 

Ég bið að heilsa þér Hildur Wink þetta blogg er fyrir þig...stórt knús

Kærleikskveðja.Kristín


Tók sig upp gömul sköpunarþörf!

Búinn með ritgerðina Smile kláraði hana á föstudaginn kl 17.45 Wizard slökkti á tölvunni og brunaði niðrí Álafossbúðina og keypti mér garn, verðlaunaði mig svo með því að sitja fyrir framan imban og prjóna og barasta ekki hugsa neitt....EKKERT....

Já þið sem mig þekkið ég sagði PRJÓNA LoL veit að það hefur ekki verið mín sterkasta hlið en ég er uppfull af trú á mig og full af sköpunarþörf. Keypti mér þetta líka fína blað með uppskriftum í en eitthvað er nú sköpunarkrafturinn að taka völdin því mín bara prjónar og prjónar eftir mynd í hausnum á sér...... hehehe....það verður eitthvað spennandi úr því bíðið bara!

Hef nú bara ekki efngið mig til að kveikja á þessu apparati vegna velgju, nema rétt um stund þegar ég sá frétt um að Mummi væri að lýsa eftir heilbrigðisráðherra Grin styð Mumma heilshugar og lofa svo sannarlega að láta hann vita ef ég sé kauða.

Pínu þungt yfir mér eftir að heimsækja Ragnar minn í dag.... hann var yndislegur en ég fann að það var þreyta í honum og stutt í  pirringFrown en það er eins og það er koma góðir dagar og svo aðrir sem eru erfiðiðari..... Ég veit alla vega fyrir víst að hann vill ekki fara aftur á götuna í það helvíti....svo ég bið bara fyrir honum og vona að hann fái betri dag á morgun og að hann verði orðin hressari næsta sunnudag.

Smá hér til ofurskutlunnar.....Vorið er komiðWink

Kærleikskveðja.Kristín


Ekki vanþörf á !

Ég get heilshugar tekið undir þetta. Þar sem ég hef staðið í þessari baráttu í nokkur ár með mínum syni og svo oft hugsað um hversu mikið úrræðaleysi er í samfélaginu okkar.

Ragnar minn hefur verið í þeim sporum að klára meðferð en það er ekkert sem tekur við til að styðja hann...jú vissulega fhefur hann alltaf átt okkur hér heima að þegar hann hefur tekið sig til og risið upp en það er bara ekki það sem hann hefur þurft.

Aðhaldið sem er fólgið í því að fara á áfangaheimili þar sem fólk er til að leiða mann er allt annað en að vera kominn heim. Oft er það þannig að þegar komið er heim í skjólið þar þá dettur fíkillin í gamla mynnstrið og heima fyrir verður hálfgerður vígvöllur!!! Foreldrar að reyna að halda reglur og unglingurinn/fíkillin að reyna fá sínar reglur í gegn svo oftar er þetta bara barátta þar til annað hvor eða báðir gefast upp.

Styð líka að sett verði upp neyðarathvarf, reyndar tel ég mikla þörf á því eins og ,,velferðarkerfið,, okkar er gallað og vísar þessum einstaklingum út á guð og gaddinn án þess að blikkna oft á tíðum.

Fór að heimsækja Ragnar í dag...fannst hann þreyttur....áttum samt góðar stundir en það er ekki laust við að mömmuhjartanu sé pínu óróttErrm 

Kærleikskveðja.Kristín


mbl.is Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritgerðarbrask.....

Úfff... mig er farið að verkja af löngun í páskafrí Sick gjörsamlega kominn með æluna á ritgerðarvinnu.....en þetta er allt á lokahnikknum Whistling og framundan er spennandi vettvangsnám.

Alveg harð ákveðin í því að liggja í leti og borða helling af súkkulaði í páskafríinu....lesa allt annað en fræðilegt efni og skrifa eingöngu eitthvað sem kemur beint frá hjartanu Smile

Ragnar hringdi í gær og við áttum langt og gott samtal. Hann var dálítið þreyttur hafði sofið eitthvað illa nóttina áður en var vel stemmdur og kom mömmu sinni skemmtilega á óvart nokkrum sinnum í samtalinu.

Jæja....bara stutt hérna .....ritgerðarsmíðin bíður víst!

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


Hetjur!

Kominn á ágætt skrið með blessaða ritgerðina.... heilar 14.blaðsíður og trúi því að hún klárist fyrir mánudaginn næstkomandi Smile Mér áskotnaðist hugleiðsludiskur sem kunn gera mann agalega rólegan og yfirvegaðan ekki nóg með það heldur mun tæknin við tónlistina á honum gera mig súper brain.....svo þetta verður flott ritverkGrin Annars allt gott.

Kær vinkona mín átti stórafmæli í gær. Þetta er kona sem ég met mikils og hef lært mikið af hún hefur sýnt mér það að kraftaverk gerast..... hún er eitt af þessum kraftaverkum. Ég ætla ekki að segja hennar sögu en hún er ein af þeim sem hefur lifað tveimur lífum. Lífi undirheimanna og lífi frjáls undan þeim. Þessi kona hefur gefið mér meira en hana grunar og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að verða þess aðnjótandi að eignast hana sem sannan vin.

Ragnar minn hefur líka fengið að njóta þeirrar blessunar að eiga hana að. Hann hringdi í mig á áðan því honum vantaði númerið hennar til að hringja til hennar til að kasta á hana afmæliskveðju. Ég veit að hann er henni þakklátur fyrir svo margt.

Ég þekki nokkrar svona hetjur sem hafa lifað tveimur lífum en eiga í dag að baki mörg ár án fíknar. Fyrir mig er það óendanlega dýrmætt.... ekki bara mig heldur svo marga aðra.

Á meðan það er líf er von.......vonin er sterkt afl.

Kærleikskveðja.Kristín


Vanmáttur..

Ég held að guð sé að sýna mér vanmátt minn þessa dagana..

Fórum austur hjónin að heimsækja Ragnar og með í för var vinkona hans sem á 6.mánuði að baki edrú svo falleg stelpa sem hefur allt til að bera. Það var gott að hafa hana með og ég vona svo innilega að hennar edrúmennska vari um ókomna tíð.

Við sátum öll samn og drukkum kaffi, þau spjölluðu og skiptust á fréttum um hina og þessa í vinahópnum. Þessi er edrú, hinn er fallinn, þessi var barin af því hann skuldaði pening og svo framvegis....svona gekk dælan á milli þeirra þar sem þau tóku stöðuna á hinum og þessum sem höfðu einhverntíma átt með þeim samleið annað hvort í undirheimunum eða í einhverri meðferðinni. Ragnar minn spurði svo frétta af einum og vinkonan varð sorgmædd á svip.... þagnaði um stund og svaraði svo með trega...hann er dáinn, hann dó í janúar af of stórum skammti af conta! Ragnari brá við þessar fréttir og hún fór að segja honum frá hvernig hann þessi sem Ragnar spurði um hefði verið búin að ákveða að hætta einn ákveðin dag en daginn áður en sá dagur rann upp var skammturinn of stór.

Ég sat hlustaði og tók þátt í umræðunni en gat ekki annað en orðið pínu döpur innra með mér vegna þess ljótleika sem þeirra daglega líf hefur uppá að bjóða. Ég fann hvernig vanmáttur minn sagði til sín og hvernig löngun mín til að breyta þessum ljóleika kom upp.... ég varð enn einu sinni döpur yfir því að þessi ljótleiki er til og einhvern vegin finnst manni þegar maður hefur staðið í baráttunni sjálfur að samfélagið vilji horfa í hina áttina og láta sem ekkert sé Frown

Mér var hugsað til fallegu stúlkunar sem ég hitti um dagin.... hvar skyldi hún vera í dag......og hvar eru öll hin götubörnin sem ég þekki eða kannast við......því hvert og eitt þeirra hefur skilið eftir sig spor í sálu minni. Spor sem eru falleg og hafa sýnt mér mennsku þeirra en ekki bara fíkilinn sem yfirtekur þau.

Ég er óendanlega lánsöm að fá að njóta þess að Ragnar minn er á góðum stað í dag..... ég nýt hverrar mínútu í samskiptum við hann og bið að ég fái að njóta þess um ókomna tíð.

Kærleikskveðja.Kristín


Götubarnið snart mig!

Sjæs... ég er dugleg að finna mér eitt og annað til dundurs nú þegar ég á að sitja sveitt og skrifa þessa líka fræðilegu ritgerð um vinnubrögð þroskaþjálfa. Reyndar sit ég sveitt yfir helv... ritgerðinni... snúin and.... Ritstíflan brast um stund og blaðsíðum fjölgaði Smile kominn með heilar 12 og þá aðeins eftir 13.....OMG.... eins gott að ritsmíðar andinn komi yfir mig og rúlli þessu upp á no time. Verð að játa vonleysið bankar uppá annað slagið þegar hausinn fer í straff og neitar bara alveg hreint að ná í alla þessa visku og klessa henni á blað.

Annars bara allt gott Smile Ragnar minn aftur í góðum gír, heyrði í honum á miðvikudag og það var jákvæður tónn í honum þannig að nú hlakkar mig til að fara í heimsóknina á morgun. Fór í dag og keypti lítilræði handa honum sem ég ætla að færa honum á morgun Wink skemmtilegt að vera aftur að fá löngun til að gefa honum eitthvað.

Ég nefnilega ákvað það að hætta að gefa honum gjafir sem hann gæti selt og þannig fjármagnað neyslu sína. Þessa ákvörðun tók ég fyrir um það bil tveimur árum síðan og hef algerlega staðið við það.... jólagjafir og afmælisgjafir hafa verið vel valdar með það í huga að ekki væri smuga að koma þeim í verð. Hann hefur nokkrum sinnum fengið AA-bókina í afmælis gjöf og mér hefur þótt ágæt huggun í því að ef hann tapar henni er alltaf möguleiki á að hún lendi í höndunum á einhverjum sem getur nýtt sér hana. LoL

Ég hitti eitt af götubörnum Reykjavíkur í vikunni. Yndisleg ljóshærð og falleg stúlka sem var að fara á fund. Hún brosti til mín óörugg í fyrstu....ég lái henni það ekki þar sem hún var ein af þeim sem ég vísaði frá spítalanum þegar Ragnar var á gjörgæslu....en þegar ég brosti á móti kom hún og faðmaði mig og leit upplitsdjörf í augun á mér og sagðist hafa verið edrú í tuttugu og tvo daga og væri að bíða eftir Krísuvík en byggji sem stendur á konukoti. Ég faðmaði hana að mér og sagði henni að hún væri flott edrú og ég vonaði svo sannarlega að nú væri hún tilbúinn til að gera það sem til þyrfti og óskaði henni alls hins besta.. Mér þótti ákaflega vænt um að hún skyldi koma til mín. Það snart mig á einhvern undarlegan hátt að hitta hana, ég veit ekki alveg hvað það var en ég hef hugsað til hennar og beðið fyrir henni og vonast til að hitta hana aftur edrú....Ég held að það sé af því mér finnst líf hvers og eins svo heilagt og svo sorglegt að oft sér fólk ekki að fíklar eru fólk.... vissulega lifa þeir skelfilegu lífi og skilja eftir sig rústir en inní sérhverjum fíkli er manneskja sem svo fáir sjá.

Kærleikskveðja.Kristín


Leikur : )

Ég tók þátt í leik sem mín kæra Díana er með á sinni blogsíðu. Þessi leikur felur í sér það að hún svara nokkrum spurningum sem hún tengir við mig og ég á að birta það á minni bloggsíðu. Hér kemur það Blush

1. I´ll respond with something random I like about you.
Þú ert svo sönn:) og svo hefur þú svo hlý augu.
2.
I´ll tell you what song/movie reminds me of you.
Villti folinn - teiknimyndin
3.
I´ll pick a flavor of Jello to wrestle with you in.
Ég ætti líklega mestan séns ef við værum í sítrónujello;)
4.
I´ll say something that only makes sense to me and you.
Vilji Guðs er alltaf besti staðurinn fyrir þig og þína;)
5.
I´ll tell you my first/dearest memory of you.
Símtalið okkar örlagadaginn mikla. Það er ekki mín fyrsta minning um þig en hún er ein sú kærasta:)
6.
I´ll tell you what animal you remind me of.
Hest - Kraftur, styrkur, karakter, frelsi...
7.
I´ll ask you something that I´ve always wondered about you.
Hef alltaf spurt þig um það sem ég hef viljað... hmmm... Hvað metur þú mest í fari fólks?

Það sem ég met mest í fari fólks er heiðarleiki, fordómaleysi og kærleikur.

Takk Diana fyrir þetta.

Þá vitið þið það Smile 

Hér með set ég sama leikin í gang...Það virkar þannig að þið kommentið um að þið viljið taka þátt og ég svara þessum spurningum um ykkur á móti, svo bara copy paste á ykkar blogg Smile

Kærleikskveðja. Kristín

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband