Færsluflokkur: Bloggar

Fegurð vorsins.

Vá ég er búin að eiga flottan dag í dag. vaknaði á þessum fallega degi og sá fegurð vorsins í birtunni....eilítið háfleyg en þannig er það bara Cool Átti yndislega stund í sólinni á kaffihúsi með einni sem ég met óendanlega mikið og fékk svo loksins að hitta eina sem mig hefur lengi hlakkað til að sjá live....... Sirrý takk fyrir yndislega stund og fallega gjöf Smile heimsótti svo vini mína á Skálatúni fékk mörg hlý og góð faðmlög....endurnærandi að eiga dag fullan af kærleiksríku og fallegu fólki.

Ragnar minn hringdi í gær....það var gott hljóð í honum og hann sagði mömmu sinni stór tíðindi, nú er stefnan tekin á meiri ábyrgð í meðferðinni og það tel ég vera stórt og gott skref. Minn maður þarf að læra ábyrgð og það tækifæri sem honum er gefið hjá þeim í Götusmiðjunni til þess að læra að taka ábyrgð er ómetanlegt skref fyrir hann til þroska.

Njótið vorsins það er svo fallegt.

Kærleikskveðja. Kristín


Dóttirinn og sonurinn...

Dagurinn byrjaði á því að skutlast með dótturina út á læknavakt! Mín með undarleg útbrot í andliti og kláða í þeim. Komum á læknavaktina og á móti okkur tók ónefndur læknir.... sem við höfum nú ekki góða reynslu af.... og reyndist heimsóknin til hans í dag ákaflega tilgangslaus, þar sem hann sagði bara einhver flott orð á læknamáli en vissi ekkert hvað var í gangi með dömuna....Svo stefnt er á að komast til alvöru læknis á morgun.

brenndi austur fyrir fjall að heimsækja Ragnar minn. Við áttum góðan dag saman Smile Hann tró mömmu sína í þythokkí á nýja þythokkíborðinu....að sjálfsögðu vann hann og honum til mikillar gleði tókst kellunni að skora sjálfsmark og það tvisvar. Að loknum leik í þythokkí tók við einn billjard og þar rúllaði hann lellunni upp aftur....að því loknu var keppt í fótbolta með nýja fótboltaspilinu og ekki batnaði leikaðferð móðurinnar svo hann hafði sigurinn vísan rétt einu sinniBlush spurning að ég fari að æfa þetta allt saman....hummm

En undir lok heimsóknar tókum við í gamaldags spilastokk...spiluðum kasínu og mamman rúllaði syninum upp Cool 

Það var bjart og gott yfir honum syni mínum í dag og það þótti mér gott. Ég sagði við hann að það væri yndislegt að upplifa þessa ró aftur. Við ræddum heima og geima og kvöddumst svo brosandi og sátt.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja. Kristín


Eilítið um mörk.

Eitt af því sem ég hef lært er að setja fíklinum mínum mörk! Það var ekki auðvelt og sennilega eitt af því sem tók mig lengstan tíma að ná árangri í. Fyrst um sinn gat ég sett honum mörk í nokkra daga svo smá lengdist það....ég náði því að setja honum mörk þegar hann var í neyslu. Lengstan tíma tók það mig að læra að setja honum mörk á meðan hann var í meðferð. En að lkum lærði ég það......og ég þarf að vanda mig alla dag við að hleypa honum ekki yfir mín mörk.

Ragnar er ekki sá auðveldasti þegar kemur að því að setja mörk. ó nei hann reynir og reynir og beitir öllum tiltækum ráðum. Svo ég veit að það er mjög erfitt að halda mörk gagnvart honum en með staðfastri vinnu og leiðsögn hefur mér tekist það Smile 

Hann hefur oft talað um það hvernig hann hafi tekið stjórnina þegar hann er í meðferð. Fengið ráðgjafana sína til að sitja og standa eins og honum hentar.... fengið svigrúm frá reglum með því að setja upp hvolpaaugu....hringt alveg endalaust og svo framvegis.

Ég er svo ánægð með reglurnar á Brúarholti. Ekkert nammi, einn símatími í viku... Ég tel að það hjálpi mínum manni að hafa reglur því í hvert sinn sem hann kemst upp með að sveigja reglur þá magnast upp í honum óheiðarleikinn og óheiðarleikinn er einmitt það sem gerir mínum manni svo erfitt fyrir með að ná árangri!

Þannig að ég hvet alla sem eru í samskiptum við fíkla að halda mörkin og þannig sýna fíklinum þann kærleika sem hann þarf á að halda.

Ragnar minn var að hringja og það var ágætt hljóð í honum. Hann hlakkar til að sjá mömmu sína á morgun Smile en honum vantaði líka númerið hjá Fanney vinkonu sinni svo hann gæti hringt í hana og óskað henni til hamingju með daginn í dag.

Hafið það gott kæru vinir.

Kærleikskveðja.Kristín


Mannleg og bara mannleg!

Bara kominn föstudagur....Vá hvað þessi vika hefur liðið hratt!

Það er búið að vera mikið að gera hjá minni....hummm... eiginlega bara búin að vera eins og formúlubíll á þeytingi alla vikuna. En það er líka búið að vera gaman, vettvangsnámið er frábært og mjög margt þar sem heillar mig. Eins og ég hef löngum sagt og margir undra sig á UNGLINGAR ERU FRÁBÆRT FÓLK....

Ég sem hélt að ég yrði á einhverju afslöppunarróli á meðan á vettvangi stæði..hehehe... nei aldeilis ekki. Ragnar minn er á sínum stað blessaður ég fer að heimsækja hann á sunnudaginn og vona svo sannarlega að hann verði þokkalega hress. Ég var bara dauðþreytt eftir okkar síðasta samtal...... þá var dálítið af mínum gamla félaga fíklinum alsráðandi og það er bara þannig að þegar stemmingin er þannig tekur á að eiga samskipti.

Ég hef svo sem lært mikið og stend mig vel í samskiptum við minn mann en ég er víst mannleg og verð þess vegna þreytt Wink Smá útskýring með þessu síðasta: ég hef nefnilega ekki alltaf gert mér grein fyrir því að ég er mannleg....hehehe...hér í eina tíð, endur fyrir löngu var ekkert ég endurtek EKKERT sem var mér ómugulegt að ráða við. Í þá daga var hnefinn svo saman krepptur öllum stundum og reiði, sársauki og ótti voru helstu vinir mínirAngry

Whistling vá hvað´ég er fegin að vera búin að kveðja þá konu... en að sama skapi er ég henni þakklát þar sem hún er mér stöðug áminning um að halda áfram í áttina að enn betri konu.

Jæja gott fólk...góða helgi, endilega njótið hennar.

Kærleikskveðja.Kristín


Vægari rúlletta!

Það er vindasamt á suðurlandi....Ragnar minn hringdi og var frekar þungur í skapi og óróleikinn sagði til sín. Það er greinilegt að nú er tími innri átaka hjá mínum manni. Hann er orðin þreyttur og leiður á tilbreytingarleysinu...segir hann...nú svo er ómugulegt að fá ekki músik....og mann er nú hér um bil búin með 15. vikur....sem er náttúrulega heil eilífð Woundering og svo var eitt og annað ekki alveg að virka eins og hann vildi.....

Mamman þótti heldur leiðinleg þegar hún benti á að eftir langa og stranga dópgöngu þá einfaldlega þyrfti maður langa og stranga meðferð! Ekki varð ég neitt mikið skemmtilegri þegar ég talaði um að þetta væri nú allt í hans höndum og hans væri að þyggja stuðning og leiðsögn.

Ég hef stundum líkt því við rússneska rúlletu að vera móðir fíkils þegar fíkillin er úti á götu. Þá veit maður aldrei hvað kemur næst, hvort hann lifir eða deyr og svo framvegis... Það má svo sem segja að þegar hann er í meðferð er þetta vægari rúlletta... maður veit aldrei hvernig hann er stemdur. Eftir svona símtal er ég alltaf þreytt.... finn hvernig orkan við að halda mér við minn nafla og láta hann um sinn tekur frá mér alla orku... en ég er að standa með mér og styðja hann á þann hátt sem honum er fyrir bestu. Hann veit og er ávalt mynntur á það að hann er elskaður og betra líf í boði. Hann þarf bara rétt eins og aðrir að hafa fyrir því að skapa sér það.

Njótið lífsins.

Kærleikskveðja.Kristín


Hraðferð.

Helginn búinn! Vá þessi svakalegi hraði sem hefur einkennt síðustu daga... en samt hefur innan hraðans fundist stund og stund til að lygna aftur augum og hlaða batteríin Smile

Var í flutningum á Laugardag já það var frábært að fá að taka þátt í að flytja Foreldrahús í nýtt og bjart húsnæði. Ég hef verið svo lánsöm að fá svo mikið frá þeim sem þar starfa af lífi og sál að fyrir mig er heiður að fá að taka til hendinni og flytja innanstokksmuni. Svo til hamingju allir foreldrar, fíklar og aðstandendur nær og fjær með vaxandi starfsemi þar!

Eftir flutningana á Laugardag var mál að sækja sér indíána og skella sér í bað eftir þaim hundakúnstum sem fylgja góðu indíánabaði, átti svo notó letikvöld með mínum yngsta þar sem heimasætan var í afmæli, en hún kom heim kl.22 og tók þá þátt í því að vera sófadýr með okkur hinum.

Sunnudaginn brenndum við austur og kíktum á gripin okkar þar. Hann var öllu léttari og heimsóknin var mjög góð. Spjölluðum mikið og hann og systir hans tóku sig til og fífluðust slatta hvort í öðru...bara notó það...

Eftir heimsóknina renndum við heim og allir skelltu sér í sitt fínasta púss og í fermingu fór hersinginn. Þar var alveg svakalega góður matur svo allir komu heim að fermingu lokinni pakksaddir kl 21.30

Svo var farið á fullt span í dag út af heimilinu 8 í morgun og heim var ég kominn 12. tímum seinna...

Svo nú er bara að lygna aftur augunum og hlusta á kyrrðina og láta sig hlakka til næsta dags.

Hafið það gott.

Kærleikskveðja. Kristín


Mamma ég vildi bara láta þig vita!

Ragnar hringdi aftur.... spurði mömmu sína hvað hún segði gott? mamman svaraði allt gott vinur, en þú?  R:Ég segi allt gott. M:Gott að heyra það er betri stemming í þér í dag en í gær. R:Já ráðgjafinn minn hringdi í gær og ég átti hevy gott samtal við hana, hún sagði bara allt sem ég þurfti að heyra, hún er besti ráðgjafi í heimi. M:Gott vinur mikið er ég ánægð að heyra í þér.....R:Já ég vildi bara hringja og láta þig vita að ég segði allt gott, kemurðu ekki pottþétt á sunnudaginn?.... M:jú það geri ég, Takk fyrir að hringja og leyfa mér að heyra að þú ert á betri stað.

Tárinn trilluðu niður kinnar mínar að símtali loknu... gleðitár. Drengurinn minn sem hefur dansað svo lengi við dauðan er sáttur í dag og líður vel. Svo þakklát almættinu fyrir að svara bænum mínum.

Kærleikskveðja.Kristín


Mamma má ég koma heim?

Innsæi mitt er ekki svo vitlaust, þó ég eigi stundum erfitt með að hlusta á það!

Símtalið kom á áðan....mamma má ég ekki bara koma heim? Ragnar minn farinn að hugsa út fyrir staðinn......nei elskan það er ekki tímabært. Mamman stendur með sér.....en hvað var ég lengi á geðdeildinni? Ragnar að reikna...... í viku vinur...mamma að bíða eftir hvaða bragð er í gangi núna! sko ég er búin að vera edrú í 14.vikur af hverju má ég ekki koma heim, þú ert búin að segja að þú hafir trú á mér núna.....Ragnar að ýta á tilfinningatakka.....ég hef trú á þér vinur en mitt innsæi segir mér að það sé ekki tímabært að þú ljúkir meðferð og ég vill ekki taka þig heim til þess eins að þurfa að gera það sem mér þykir erfiðast og sárast í lífinu. Að vísa þér út á götu og vita ekki hvort þú lifir á morgun eða bara næsta klukkutíman....En ef ég bara fer á samkomur og fundi alveg geðveikt?....Ragnar aðeins að tékka þetta út, mamma vill heyra þetta......Nei vinur þú þarft fyrst að gefast alveg upp í meðferðinni og leifa ráðgjöfunum að leiða þig. Þannig öðlastu styrk til að vera í bænum og stunda fundi. En ráðgjafinn minn hefur ekki verið á staðnum í heila öld....Ragnar hækkaði rómin lítilega. Ég veit að hún hefur verið veik en hún er örugglega til í að eiga við þig símaviðtal, ég skal biðja hana um það ef þú vilt. Já ok.

Símtalið gekk eitthvað lengra.... sendi ráðgjafanum hans sms og fékk frá henni til baka að hún myndi hringja....þakkaði henni fyrir og fékk sent knús til baka frá henni.

Fann svo bara hvernig tárin streymdu og sorgin lagðist yfir mig, óttin við að senn kæmi að rússnesku rúllettunni sem ég þekki svo vel.....bað guð um æðruleysi....fann þakklætið koma inn. þakklæti yfir því frábæra fólki sem hefur leitt mig þessa leið. Þakklæti fyrir manninn minn og börnin tvö sem heima eru. Þakklæti fyrir þann styrk sem ég bý yfir, að geta staðið á mínu og sagt nei en á sama tíma látið hann Ragnar vita að ég elska hann.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


Veit ekki alveg.

Ragnar minn var að hringja. Veit ekki alveg Woundering hann sagði allt það rétta um að vera í meðferðinni og að sér liði ágætlega, hann væri að komast á betri stað með sjálfan sig. Mér fannst hann bara svo þreyttur eitthvað!  Kanski bara viðkvæmt mömmuhjarta Sideways 

Hann hafði heyrt í henni Þóru vinkonu sinni og látið hana hafa númerið mitt því hana langaði svo með í heimsókn.....ég var góð....sagði já alveg velkomið ef hún er í góðum málum en hún verður að sannfæra mig um það.......Tortryggninn alltaf til staðar, enda það eitt af því sem maður lærir þegar maður umgengst fíkla....þeir ljúga, stela og svíkja þessar elskur ef þeir eru ekki í bata. Það er bara staðreynd!

En hann vildi ólmur fá staðfestingu á því að við kæmum á sunnudag í heimsókn svo hann ætlar greinilega að vera á staðnum Smile

Kærleikskveðja. Kristín


Verkefni til sjálfsþroska.

Mikill lærdómur framundan hjá mér....ekki svona skólabóka jú líka en andlegur lærdómur Smile Mér var úthlutað því verkefni að skoða mig...hummm... það er að segja bjargvættinn í mér! Þar sem ég er kona sem á nokkuð marga superman/women búninga og hættir mjög svo til að klæðast þeim í tíma og ótíma þá er ég þess fullviss að mér er ekkert nema hollt að skoða þetta og ekki spurning að ég læri mikið um mig og læri líka hvar mörkin mín eiga að vera. Gagnvart mér sjálfri og öðrumWhistling Verð nú samt að viðurkenna að ég varð pínu ringluð og hausin rauk af stað þegar mér var úthlutað þessu verkefni...heheheh

Nú annað verkefni fékk ég í dag....fyrsti dagur á vettvangi og verkefnið mitt þar verður einmitt að vera innan skymsamlegra marka......svo snilldin ein hvernig þetta leiðist allt saman Halo Ég verð að passa mig að ætla ekki að sigra heiminn og bjarga blessuðum unglingnum með mikilmennsku brjálæði mínu og trú á eigin ósigrandi getu. Mér finnst þetta allt ákaflega spennandi og hlakka til að takast á við þessi verkefni. ´

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband