Færsluflokkur: Bloggar
Get nú ekki sagt annað en að ég hafi aðeins verið stressuð og utangátta í gærmorgun. Hugsaði reglulega til þeirra sem sátu á fundi og tóku ákvörðun um framhaldið hjá Ragnari. Jú ég beið líka eftir að síminn hringdi og ég fengi fréttir.
Þegar við komum austur til að sækja hann í dagsleyfið voru engar fréttir komnar! klukkan þá 13.30 úff... en við vorum rétt farinn af stað á vit ævintýranna þegar síminn hringdi, það var ráðgjafinn hans Ragnars með þær fréttir að hann væri ekkert að fara frá götusmiðjunni Svo afplánun var samþykkt þar, mín var mjög glöð. Þannig að hann fær uppbyggilega betrun og tækifæri til að skapa sér gott líf. Nú er það hans að nýta sér þetta og virkilega nota tíman til að vinna í sínum málum.
Við göntuðumst aðeins með það að það væru ekki margar mömmur sem væru svona sælar þegar barnið þeirra hæfi afplánun. okkur fannst við vera vel blessuð og ekki spurning í okkar huga um að það er guð. Nú væri hann leiddur á rétta braut og náu væri bara að leggja allt sitt í það og ganga í átt að ljósinu.
áttum yndislegan dag saman, ákváðum að skella okkur saman til höfuðborgarinnar þar sem rokið var brjálað á suðurlandi. Brenndum í keiluhöllina það átti að taka á því þar, sjá hvort fjölskyldan væri nú ekki bara tilvonandi atvinnulið í keilu. Þegar þangað kom tók hjartað í mér kipp! Fyrsta sem mætti okkur fyrir utan keiluhöllina voru menntaskælingar í búningum með bjór í hönd að fagna lokum..... ekki akkúrat það sem ég hafði hugsað fyrir fíkillinn minn... En í ljós koma að það var allt upppantað fram á kvöld svo við snérum frá. Skruppum í Kringluna aðeins að viðra okkur innandyra. Þar sá ég hvað mínum manni þótti erfitt að slappa af, hann var á varðbergi og það reyndi greinilega á hann. Mömmuna líka því allt í einu áttaði ég mig á því að ég var stöðugt með augun á honum, örlítið mikil meðvirkni þar...hehe Deleruðum svo aðeins, fengum okkur ís og enduðum daginn á að borða góðan mat.
Yndislegur dagur. Austur var hann kominn aftur um kl.20.00 og þá var hann sjálfur dauðþreyttur eftir áreiti dagsins.
Mín fór skælbrosandi á fund að loknum góðum degi.
En nú er að súa sér að námsefnaskrifum, eigið góðan dag.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 1.5.2008 | 10:39 (breytt kl. 10:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Væntanlegt er lokasvar frá fangelsismálastofnun í fyrramálið.
Þá kemur í ljós hvort leyfi fæst til að Ragnar fái að afplána dóminn í meðferð hjá götusmiðjunni. Ég er bjartsýn og trúi ekki öðru en að það fáist. Get ekki séð að það sé þjóðfélaginu í hag að setja unga menn sem eru að vinna í sínum málum í fangelsi til forherðingar!
Veit svo sem að allt snýst um peninga en sé ekki hvernig hægt er að meta peninga ofar mannslífi.
Þannig að á morgun er stór dagur framundan..... Við ætlum eins og kom fram í síðustu færslu að eiga saman samverustund fjölskyldan og gera eitthvað skemmtilegt, fá okkur svo gott í gogginn.
Mín búin að sitja við og skrifa eins og berserkur, hamra lyklaborðið þannig að á því sér. Vænlegur skammtur af stressi og vonleysi segir til sín reglulega.... merkilegt hvernig síðustu vikurnar fyrir skil verða alltaf hálf klikkaðar!
Lifið heil og sæl...
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 29.4.2008 | 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Undanfarnir dagar hafa einkennst af þokkalegum skammti af stressi, of mikilli frestunaráráttu sem á nú sök á þessu stessi en með barráttu og þrautseigju hefur mér tekist að snúa blaðinu við og framkvæma........sitja við tölvuna og skrifa,skrifa og skrifa. Mín þarf að skrifa heil ósköp fyrir 8.maí í tengslum við vettvangsnámið, svo nú segi ég frestunaráráttunni stríð á hendur það er að segja eftir að ég hef klárað þetta blog
Brenndi austur í fallegu veðri og heimsótti soninn. Hann tók vel á móti mér blessaður og við áttum góðar stundir saman yfir allt of mörgum kaffibollum. Ég fæ gleðihroll þegar ég hugsa um hversu náin samtöl okkar eru orðin. Í dag sagði ég honum frá því hvernig mér leið og hvað við fórum í gegnum þegar hann lenti á gjörgæslu síðasta sumar. Það var greinilegt að hann hafði ekki gert sér grein fyrir því að sá atburður hafði áhrif á alla en það var líka greinilegt að honum þótti mikilvægt að fá að heyra það. Þannig að heimsóknin í dag einkenndist að því að deila einu og öðru með hvort öðru. Mjög dýrmætt fyrir mig
Við ætlum svo öll fjölskyldan að eiga saman dag á miðvikudaginn, þá förum við austur sækjum hann og gerum öll eitthvað skemmtilegt saman..... Þigg góðar hugmyndir að einhverju spennandi og skemmtilegu sem má finna sér til dundurs á suðurlandinu.
Æðislegt þótti mér þegar hann talaði um að nú vildi hann bjóða stórfjölskyldunni í grill... gott að mínu mati að hann vilji fara að rækta þau tengsl sem hann hefur slitið í neyslunni. Svo ég lofaði að hóa í liðið og bjóða heim fyrir hans hönd. Svo þið af fjölskyldunni sem lesið þetta taka næsta sunnudag frá
Fór svo í góða göngu í fjörunni á kjaló eftir að ég kom heim að austan....ekki til að mótmæla bara með hundana mína og jú karlinn
Njótið birtunnar.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 27.4.2008 | 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Jæja þá er langþráð sumar komið og styttist í að mín komist í langþráð frí Það sem af er liðið sumri hefur bara verið aldeilis fínt.....hehee
Ragnar minn hringdi í gær, var bara í góðum gír en ansi rámur einhver hálsbólga að hrella hann. Honum líður vel í nýju höllinni og búin að koma sér ansi vel fyrir, kominn með allar græjur sem eitt lítið heimili þarf að eiga.
Mín lenti nú í svolítið fyndnu meðvirkniskasti með syninum síðasta sunnudag. Þannig var að hann var búin að biðja um að ég kæmi með tölvuna sína. Það var ekkert mál að minni hálfu nema hvað að þegar ég fer að finna græjuna til þá finn ég hvorki lyklaborð né tölvumús!!!!! Þá hófst kastið, ég snerist um eins og hauslaus hæna í rusli yfir því að færa honum ekki allan pakkan á einu bretti........hummmm....áttaði mig svo og náði að hugsa heilbrigða hugsun. Ok hann á ekki lyklaborð né tölvumús, svo það er bara tölvuturn og þar við situr. Þannig að ég fer bara með turninn og hann lærir að hlutirnir koma ekki hlaupandi upp í hendurnar á fólki.
Þarna var mín flott að stoppa meðvirknina því auðvitað er ekki sjálfsagt að ég hlaupi til og plástri allt það sem hann hefur gert eða tapað í neyslunni. Hann ber ábyrgð á sínu og partur af því er að sjá hvernig hans staða er í raun og veru. Hann tapaði öllu sínu á meðan hann var á götunni og þannig er það bara.
En jæja mín keyrir austur fyrir fjall með turnin og annað smávægilegt sem hún vildi gefa honum. Þegar austur er komið kemur hann á móti okkur með kaffibolla og vísar okkur inn í nýja slotið. Það fyrsta sem ég sá var að hann hafði skrifborð og á því var tölvuskjár, lyklaborð og mús.
Þar með fór meðvirknikast í gang..... Ég var svo ótrúlega ánægð að sjá þetta og hoppaði af gleði, honum skorti ekkert! Hahahaha.....Augnabliki síðar átta ég mig á því að ég var á ný komin á vondan stað! Lít á hann son minn og segi: Oj, nú þarf ég að passa mig ég er alltí einu orðin ógeðslega meðvirk með þér. Hann brosti og tók utan um mig og sagði það er altílagi mamma mín.
Nei það er ekki allt í lagi nú ætla ég að vanda mig enn frekar, því mín meðvirkni hjálpar honum ekki.
Málið er nefnilega það að maður verður ekki síður að vera vakandi yfir eigin hegðun þegar fíklarnir okkkar eru í meðferð. Mér sem aðstandenda hættir ægilega til að taka ábyrgðina af honum syni mínu og það er honum ekki holt.
Lifið heil, njótið sumarsins.
Kærleikskv.Kristín
Bloggar | 24.4.2008 | 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Það var yndislegt að hitta hann son minn í dag. Yfir honum var svo mikil kyrrð og gleði. Hann er fluttur í lítið hús sem Brúarholt á á lóðinni og er þar með að læra að bera aðeins ábyrgð á sjálfum sér. Hann er enn í meðferðinni og hefur sömu skyldur þar en það er einstakt tækifæri fyrir hann að læra að bera ábyrgð á sjálfum sér með því að búa einn í litlu fallegu húsi á blettinum.
Það skein af honum stoltið og gleðin yfir þessum áfanga. Það var mjög huggulegt hjá honum og hann svona ægilega stoltur af nýju kaffikönnunni sem staðarhaldarinn keypti inní höllina hans hann lagaði ljómandi gott kaffi handa mömmu sinni...
Við færðum honum eitt og annað til að fegra nýja heimilið með, mynd af ömmu hans og mömmu hans tvær konur sem skipta hann miklu máli. Það er gott að sjá hann blómstra, ég er full af þakklæti fyrir það. Þakklát guði fyrir að leiða hann þessa leið og þakklát ráðgjafanum hans fyrir að taka strax ákvörðun um að taka hann inn þegar hann hringdi niðurbrotinn, þakklát leiðsögninni sem hann nýtur og trú minnni á það að honum sé ætlað að rísa upp og gera eitthvað gott við líf sitt.
Vá hvað það hefur oft á þessum árum verið erfitt að halda þeirri trú lifandi oft hefur hún verið svo lítil að ég hef varla fundið hana, stundum svo lítil að aðrir þurftu að minna mig á að á meðan það er líf er von.......en það er ein af dýrmætustu setningum sem ég heyri.
Í dag nýt ég þess að vel gengur og ég leyfi mér að njóta þess án þess að hugsa um hvað framtíðin ber. Hvern dag þakka ég fyrir þá stöðu sem er, í stað þess sem ég gerði hér áður fyrr. Þá vaknaði ég með kvíðahnút sannfærð um að í dag mynndi veröldin hrynja.
Það er svo magnað að lifa einn dag í einu svo magnað að vakna og þakka fyrir daginn og taka ákvörðun um að gera hann góðan, fara full af eftirvæntingu inn í hann af því að ég hef lært að reikna með góðu í stað þess að vera að bíða eftir hörmungum.
Njótið dagsins.....einn dag í einu....það er magnað.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 20.4.2008 | 19:42 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mín orðin passlega þreytt greinilega..... þetta merki ég á því að ég er farinn að telja niður og hlakka til að komast í frí...aha hef tekið ákvörðun um að eiga viku frí eftir að skóla líkur áður en vinna hefst sé fyrir mér heila viku þar sem ég ligg og geri EKKERT; ALLS EKKI NEITT.
Ummmmmm girnilegt
Ragnar hringdi alsæll með lífið og tilveruna. Aðeins búin að gera áætlanir fyrir mömmu sína en þær gengu ekki alveg upp þar sem mamma hans hafði ekki alveg sömu plön og hann. Hahaha minn er alltaf að læra þessi elska og það er bara gott.
Ætla að fara á fund í kvöld og hlaða batteríin þar
Eigið góðar stundir gott fólk.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 16.4.2008 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
í dag var formleg opnun á nýju húsnæði vímulausrar æsku Foreldrahúss. Ég er svo lánsöm að tilheyra þeim sem voru við þessa athöfn. Yndisleg athöfn og fullt af fallegu fólki.
Til hamingju með það íslendingar að mínu mati er þetta stórt skref til velferðar.... veit að margur leitar af velferðakerfinu
Ég fæ seint þakkað þeim hjá Foreldrahúsum fyrir þann stuðning sem ég hef fengið þar. Mig langar að hvetja alla foreldra sem eiga börn í neyslu til að leita þangað. Það er svo mun léttara að vera í barráttunni þegar maður nýtur aðstoðar fagaðila sem leggja sig alla fram af óendalega miklum kærleika eins og er að finna hjá þeim.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 15.4.2008 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fallegur dagur í dag....Yndislegt að heyra fuglasönginn, ég er nefnilega dálítið náttúrubarn í mér. Þykir yndislegt að vera úti í náttúrunni og heyra í henni........geri bara of lítið af því!
Mér er létt í hjarta ég heyrði í ráðgjafanum hans Ragnars og það er verið að vinna í hans málum.... enda vissi ég að hann fengi réttan stuðning í þessu máli... mitt var bara að sleppa tökunum og treysta
Svo fékk ég dásamlegt símtal frá einum vini mínum sem býr á Skálatúni Hæ fara Rolling stones með mér já ekki spurning um að fara aftur á myndina með þeim manni....svo Rolling stones er það á fimmtudaginn.
Takk fyrir komment full af kærleika, hvatningu og bænum
Eigið fallegar og góðar stundir.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 14.4.2008 | 20:06 (breytt kl. 20:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
hvað sem verður, hvað sem verður mun ást mín fylgja þér. Þessi setning úr lagi eftir Bubba hljómar innra með mér eftir að hafa heimsótt hann Ragnar minn í dag.
Hann var bæði glaður og óttaslegin.... glaður með þau skref sem hann er að stíga hjá Götusmiðjunni, skref til meiri ábyrgðar. Ég fann það strax og ég kom að honum lá eitthvað á hjarta, svo kom það. Mamma ég þarf að segja þér svolítið: Ég er búin að fá bréf um að ég eigi að mæta í fangelsi.....ég á að mæta og hefja afplánun 5.mai í hegningahúsinu.
Eitthvað sem ég er búin að bíða eftir en samt svo vont þegar það kemur.....ég veit að þau í Götusmiðjunni munu reyna allt hvað þau geta til að styðja hann í því að fá afplánun á dómnum á þeim stað sem er uppbyggilegur fyrir hann.
Hann var svartsýnn og smeikur við að nú færi hann austur á litla hraun....þá ætti hann ekki séns á að halda áfram á sinni edrúgöngu.
Mér fannst sárt að hugsa um að hann yrði tekinn úr uppbyggilegu umhverfi og settur á bak við lás og slá þar sem uppbyggingin er lítil sem engin. Æ já það er vont en ég get engu breytt aðeins beðið um að lausn komi sem er góð.
Skrýtið hvernig eitthvað sem maður á von á slær mann út af laginu. Kemur við hjarta manns og sársaukinn við óttan um að missa hann enn eina ferðina tekur völdin um stund.
Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.....
Eigið góðar stundir.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 13.4.2008 | 17:06 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Litli bróðir minn sem er nú reyndar töluvert stærri en ég var svo sætur að bjóða mér með sér á forsýningu. Myndin um Rolling stones...sem er og verður ávalt uppáhalds grúbban mín. Það var bara geggjað á myndinni....gömlu jaxlarnir alltaf samir við sig...Jagger reyndar ekki alveg jafn sprettharður á sviðinu og í gamla daga en bara töfff...like always
Nú erum við sistkynin alveg veik...langar að skreppa á tónleika með goðunum áður en þeir hrökkva upp af.....hummmm... merkilegt hvað þessir karlar lifa. Sko miðað við lifnaðin á þeim...margir góðir brandarar í myndinn um efnahvörf þeirra Þannig að nú er planið að ég æsi upp í litla bróðir og hann mér og makarnir okkar klóra sér í hausnum þar sem þetta kostar náttúrulega einhvern slatta en við heppin að því leitinu til að makar okkar hafa engan áhuga á grúbbunni... heilmikill sparnaður það
Annars er dagurinn búin að vera í takt við birtuna sem er úti, sólskin í hverju horni. Gleðin við völd og endurnæring í gangi..... mín nefnilega búin að vera ansi þreytt undanfarið enda á brjálaðri keyrslu. En með ábendingum frá öðrum hefur mér tekist að slaka á kröfunum í eigin garð og gefa mér pláss til að næra sálina og hlaða batteríin.
Ragnar minn hringdi.... meira hvað hann er mömmusjúkur þessa vikuna þriðja símtalið á þremur dögum. Hann var hress vildi vita hvaða ákvörðun mamma hefði tekið varðandi ákveðið mál. Mamman upplýsti hann um það og þar við sat. Mamman kemur á sunnudag að heimsækjan svo hann var bara kátur.
Mín kæra mágkona hefur aðeins kvartað undan því að ég standi mig ekki í blogginu þessa dagana.....svo tileinka henni þetta blogg.... hún þarf jú að horfa á eftir honum bróður mínum yfir hafið með systur sinni á tónleika með Stones
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 11.4.2008 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar