Færsluflokkur: Bloggar

Förum í kringum hlutina.

Takið eftir að í þessari frétt er talað um að smit á lifrabólgu c gæti hugsanlega verið merki um aukna fíkniefnaneyslu........ Varlega skal talað þegar um fíkniefni er að ræða í stað þess að ganga hreint til verks!

Samfélag það er hörð og mikil fíkniefnaneysla í landinu og það er bara ekki í lagi að horfa í hina áttina.

Jamm...mín er enn örg yfir skilningsleysi stjórnvalda...eða öllu heldur þessu blinda auga sem sett er upp varðandi þennan málaflokk. Hvenær ætlum við að horfast í augu við að það er vandi og þessi vandi minnkar ekki við að láta sem ekkert sé. Ó nei hann bara stækkar og stækkar.

Kanski er draumastaða: dóp-hraði-dauði.....veit ekki en ég er þreytt á þögninni og afneituninni.

Kærleikskveðja.Kristín


mbl.is Lifrarbólgusmit eykst umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feluleikur er besti vinur fíknarinnar.

Eftirfarandi er inngangur að frétt í Fréttablaðinu. Forsíðutitillinn er: Gríðarleg fjölgun virkra sprautufíkla og undir henni er stiklað á stóru og á bls 16 er stór grein um málefnið.

untitled

Faraldur sem ekki er rætt um
Talið er að um 700 virkir sprautufíklar séu hér á landi. Á hverju ári fjölgar mjög í þeim hópi og með hverju árinu eykst álagið á lögreglu og heilbrigðisstarfsmenn mjög vegna meðhöndlunar langt leiddra fíkla. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við fjölda heilbrigðisstarfsmanna um málið. Allir sögðu þeir sömu söguna hvort sem þeir störfuðu á gjörgæslu, geðdeild, mæðravernd eða annars staðar í kerfinu. Álag vegna langt leiddra fíkla eykst, dauðsföllum fjölgar og kostnaður samfélagsins eykst samhliða.
Það er nefnilega þannig að þetta málefni hefur verið þaggað í hel hér á landi og kostnaður samfélagsins alveg gríðarlegur þar af leiðandi.
Mér finnst það ekki flókið reiknisdæmi að sjá að það er mun ódýrara fyrir samfélagið að bregðast við vandanum með bættum úrræðum og sýnileika vandans, heldur en að ala upp enn fleirri fíkla með því að leggja blessun sína yfir vandan með þögninni.
Eitt af því sem ég hef lært á minni göngu er að feluleikur er besti vinur fíknarinnar, með feluleiknum viðhöldum við ástandinu og leggjum blessun okkar yfir ástandið.
Hættum að fela vandan stöndum upp og látum í okkur heyra.
Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að opna þessa umræðu og vona svo sannarlega að framhald verði á því.
Kærleikskveðja.Kristín

Dauðsföllum vegna sprautufíknar fjölgar!

 Forsíðufrétt á Fréttablaðinu í dag...... Get nú ekki annað en aðeins tjáð mig um þetta.
Dauðsföllum vegna sprautufíknar fjölgar
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir álag þar hafa aukist verulega vegna meðhöndlunar fíkniefnaneytenda. Á síðasta ári létust nær fjórir af hverjum tíu sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild vegna sprautufíknar.
Heilbrigðismál Einn af hverjum tíu sem lagðir eru inn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi kemur þangað vegna afleiðinga vímuástands.

Heilbrigðismál Einn af hverjum tíu sem lagðir eru inn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi kemur þangað vegna afleiðinga vímuástands. Þóroddur Ingvarsson læknir, sem rannsakað hefur þessi mál, segir hlutdeild sprautufíkla hafa aukist mjög mikið meðal þessa hóps frá árinu 2003 og 2007.

Hann segir að á síðasta ári hafi 38 prósent þeirra sem voru lagðir inn vegna sprautufíknar látið lífið, eða alls sex manns, en enginn þeirra sprautufíkla sem lágu á gjörgæslu árið 2003 lést. "Þetta var allt ungt fólk og sárt að horfa á það fara svona," segir Þóroddur og ítrekar að tölurnar eigi aðeins við um þá sem létust á gjörgæsludeild.

Þá bendir hann á að dánartíðni þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu sé 5,8 prósent en meðal sprautufíkla sé hlutfallið þrettán prósent á þessu fimm ára tímabili, jafnvel þótt meðalaldur fíklanna sé töluvert lægri en annarra sem þar eru lagðir inn.

Álag vegna meðhöndlunar sprautufíkla hefur aukist mjög á starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar, hafa alvarlegar en sjaldgæfar blóðsýkingar meðal sjúklinga mjög færst í vöxt. Fíkniefnaneysla eykur mjög hættu á slíkum sýkingum.

"Þetta eru lífshættulegar sýkingar og dánartíðnin fimmtán til þrjátíu prósent. Samt sjáum við í rauninni bara toppinn á ísjakanum. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þetta fólk sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér láta lífið eða glíma við króníska sjúkdóma af völdum fíkniefnaneyslu," segir Magnús. - kdk

Sonur minn er einn af þessum sprautufíklum, hann er einn af þessum sex sem ekki deyja við komu á gjörgæslu vegna neyslu. Hann hefur sloppið fram að þessu við dauðan en ef hann fellur og fer aftur í neyslu er ekki víst að hann sleppi.

Málið er að ég held að samfélagið sé ekki nógu meðvitað um hversu alvarlegur vandi þetta er, fíkniefnavandinn og hversu dýrt það er fyrir samfélagið að hafa virka fíkla á götunni. Ég tel af hinu góða að þessi frrétt sé birt en er líka á sama máli og læknirinn þetta er eingöngu smá brot sem þeir fá inn. Hvað ætli mörg dauðsföll af neyslu séu skráð og hvar eru þessar tölur. Er ekki tímabært að krefja þá sem stýra þessu til að horfast í augu við þennan vanda og leggja til fjármuni í meðferðarstarf sem nýtist til að byggja upp þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra!

Samkvæmt frétt á ruv í síðustu viku er verið að loka meðferðarheimilum fyrir unglinga vegna þess að ekki er ásókn í þau.....afsakið en af hverju þekki ég fullt af ungum fíklum á götunni og hvers vegna verð ég vör við fjölgun ungra barna í neyslu......ég hef ekki séð hópin minnka, aðeins harðari neysla og yngri einstaklingar. Jú vissulega eru afföll því fíklarnir okkar deyja ungir og deyja hratt.

Móðir fíkils frekar gröm út í þetta svokallaða velferðakerfi okkar...arg og garg...

Kærleikskveðja. Kristín


Hið ljúfa líf

Nú er sumarið komið hjá minni, búin með þessa önn í skólanum og komin í smá frí áður en ég tek mig til og fer að vinna. Veðrið alveg eftir pöntun, bara yndislegt. Mín sat á pallinum meira og minna í allan gærdag og gerði bara ekki neitt nema að sóla sig Smile ykkur er óhætt að trúa því að minni þykir gott að vera í prinsessuleik og sóla sig með kaffibollan út á palli.

Ragnar minn er bara að vaxa, meira og meira. Nú hefur hann gerst garðyrkjumaður og er búin að plægja akur við húsið sitt og setja niður kartöflusæði. Svo mikið flottastur Wink fyrir 5 mánuðum síðan hefði mér ekki dottið í hug að hann myndi rækta kartöflur... hefði frekar trúað því að hann ræktaði einhverjar aðrar plöntur sem hafa þann hæfileika að koma manni í annarlegt ástand.

Líf mitt er fullt af gjöfum á öllum vígstöðvum. Mér finnst ég ónedanlega lánsöm og hamast við að senda þakklæti mitt út til æðri máttar.

Kærleikskveðja. Kristín


Besta mæðradagsgjöfin í mörg ár : )

Mín átti yndislegan mæðradag í faðmi allra minna barna Smile Það eru margir mæðradagar síðan það gerðist síðan.....því finnst mér ég hafa fengið bestu mæðradagsgjöf sem hægt er að fá. Þakklát fyrir það Halo 

Verkefnatörnin búin og búið að skila af sér öllu þessu sem maður hefur hamast við að skrifa undanfarnar vikur.... léttir þar.... fékk nú ágætis ábendingu frá einni á áðan þess efnis að þegar maður hefur lokið svona törn á maður skilið að taka einn dag í að dekra sjálfan sig...láta þvott og drasl bara liggja milli hluta...takk elsku vinkona fyrir þarfa ábendingu.

Ég óska öllum mæðrum til lukku með að vera mæður og öllum feðrum til lukku með það hlutverk.

Njótið lífsins, það er of stutt til að eyða því í sút og sorg.

Kærleikskveðja. Kristín


Lögleysa eða hvað?

Ég er móðir fíkils eins og þið vitið sem komið við hér og eru málefni fíkla og foreldra þeirra mér mjög hugleikin.

Mig langaði til að segja ykkur eitt og fá ykkar sýn á málið!

Þannig er að ef fíkill er orðin fimmtán ára telst hann barn samkvæmt lögum. Samkvæmt lögum ber okkur skylda til að gæta hagsmuna barnsins, ég tel að þegar barn er byrjað í neyslu fimmtán ára séu hagsmunir þess að gripið sé inní og reynt að hjálpa þessum einstaklingi að sjá að neysla er ekkert líf.

Fimmtán ára ertu ekki sjálfráða.... en það er ákvæði um að ef barn er fimmtán ára þá er ekki hægt að koma því í vímuefnameðferð án þess að það skrifi undir samþykki þess efnis.

Ég spyr...... eru þetta ekki öfugsnúin lög sem vinna á móti hvort öðru. Nr.1 ber okkur að gæta hagsmuna barns þar til það er átján ára og svo þegar við ætlum að gæta hagsmuna barns þá er það ekki unnt ef barnið neitar að skrifa undir af því lögin gefa þeim það vald.

Það er jú ein leið leið fær að fara í dómsal gegn þínu eigin barni og fá það úrskurðað í meðferð. Hvaða áhrif hefur það á samband barns og foreldra. Sambandið er oftar en ekki mjög erfitt vegna þeirrar baráttu sem er fyrir.

Einnig tel ég að þessi lög vinni gegn barninu, því sumir fimmtán ára fíklar eru komnir á skelfilegan stað og eru ekkert nema hættulegir sjálfum sér og aðrir stefna á þann stað!

Get ekki skilið þessi öfugmæli í barnalögunum.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


Foreldrar Fíkla...

Hvað ætli þeim finnist að þurfi að gerast í samfélaginu?

Einhverjar breytingar?

Eitthvað sem vantar?

Ef ég fengi ykkur til að botna þessa setningu fyrir mig: Foreldrar Fíkla telja að.............................

Spáum aðeins í þessu.

Kærleikskveðja,Kristín


Foreldrar Fíkla....

Er eitthvað sem vert er að gefa gaum!

Vill bara aðeins fá ykkur til að hugsa um það.

Kærleikskveðja.Kristín


Sunnudagur til sælu.

Skrapp austur fyrir fjall, nema hvað sunnudagur Wink með í för var ein af mínum kærustu vinkonum og ein sem er Ragnari mjög kær enda hefur hún gefið okkur báðum svo endalaust mikið af sínum kærleika. Edda mín takk fyrir samveruna í dag.

Edda hefur verið stór partur af okkar lífi síðustu þrjú ár, þannig að Edda þekkir Ragnar bara sem fíkill. Þegar við komum austur sá ég Ragnar standa við reykskúrinn að reykja en Edda mín þekkti hann ekki fyrr en ég benti henni á hann....svo mikil er útlitsbreytinginn Smile 

Það var yndislegt að sjá þau falla í faðma, svo glöð yfir að sjá hvort annað. Svo fengum við kaffi úr fínu, fínu kaffikönnunni hjá honum og mikið gott spjall. Fengist hafði leifi hjá ráðgjöfum til að skreppa smá rúnt á Selfoss, sem og við gerðum og þar áttum við skemmtilega stund saman í Íslensku aftakaveðri.

Heim fórum við vinkonurnar glaðar í bragði og ræddum það hversu gaman það væri að sjá breytinguna á honum syni mínum.

Heim er ég kominn fyrir einhverju síðan og er að reyna að koma mér í þann gír að takast á við námsefnaleg skrif Blush segi reglulega við mig: bara ein vika eftir kona, þú getur þetta, þetta er alveg að verða búið.........svo bara FRÍ Smile

Njótið.

Kærleikskveðja. Kristín


Smá frá hjartanu.

Nú þegar ég er búin að sitja og skrifa endalaust fræðilegt efni í marga daga, þá er gott að taka smá pásu og skrifa bara frá hjartanu hér Smile

Dagurinn í dag er búin að vera afbragðsgóður og ég hef verið svo lánsöm að fá að láta gott af mér leiða í dag. Það besta sem ég veit er þegar ég fæ tækifæri til að gera eitthvað sem er gott, hvort sem það er gott fyrir eina manneskju eða fleirri.

Vinkona mín kom færandi hendi til mín núna í vikunni. bankaði hjá mér og rétti mér dvd mynd, kyssti mig eldsnöggt og sagði love you, ég er farinn í bíó. Hún færði mér mynd sem mig er lengi búið að langa að sjá Wink My name is Bill W.

Frábær mynd fyrir alla sem þekkja til alkahólisma eða fíknar, þá meina ég alla ekki bara alka og fíkla, heldur aðstandendur horfið á þessa mynd. Myndin fjallar um Bill sem er upphafsmaður AA samtakana.

Það er jú sama lausnin fyrir okkur aðstandendur og alkana/fíklana, sporinn 12.

Kærleikskveðja.Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband