Ekki vanþörf á !

Ég get heilshugar tekið undir þetta. Þar sem ég hef staðið í þessari baráttu í nokkur ár með mínum syni og svo oft hugsað um hversu mikið úrræðaleysi er í samfélaginu okkar.

Ragnar minn hefur verið í þeim sporum að klára meðferð en það er ekkert sem tekur við til að styðja hann...jú vissulega fhefur hann alltaf átt okkur hér heima að þegar hann hefur tekið sig til og risið upp en það er bara ekki það sem hann hefur þurft.

Aðhaldið sem er fólgið í því að fara á áfangaheimili þar sem fólk er til að leiða mann er allt annað en að vera kominn heim. Oft er það þannig að þegar komið er heim í skjólið þar þá dettur fíkillin í gamla mynnstrið og heima fyrir verður hálfgerður vígvöllur!!! Foreldrar að reyna að halda reglur og unglingurinn/fíkillin að reyna fá sínar reglur í gegn svo oftar er þetta bara barátta þar til annað hvor eða báðir gefast upp.

Styð líka að sett verði upp neyðarathvarf, reyndar tel ég mikla þörf á því eins og ,,velferðarkerfið,, okkar er gallað og vísar þessum einstaklingum út á guð og gaddinn án þess að blikkna oft á tíðum.

Fór að heimsækja Ragnar í dag...fannst hann þreyttur....áttum samt góðar stundir en það er ekki laust við að mömmuhjartanu sé pínu óróttErrm 

Kærleikskveðja.Kristín


mbl.is Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja Kristín mín, vonandi var hann bara svoleiðis þreyttur...

Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er ekkert skrítið að þér sé órótt en vonandi var hann bara þreyttur :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.3.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband