Færsluflokkur: Bloggar

Ritsífla,vonleysi og þreyta!

Nú skil ég betur af hverju fólk les yfir sig Crying vá pressan er alveg að fara með mig og mína geðheilsu.....ég sit og les og les og hamast við að lemja lyklaborðið af fræðilegum hlutum tengdum starfi þroskaþjálfans..... drekk kaffi í tonnavís og hausinn gjörsamlega stjarfur af lestri og koffeini Sideways Heljarinnar geðillska og vonleysið grípur mig annað slagið.... aumingja fjölskyldan mín.... ritstífla gerir vart við sig reglulega....tvær blaðsíður af 25 bls og svo 3,4,5,6 og 7......aftur ritstífla og panic kast fer í gang.....tvö stór verkefni bíða eftir að ég klári þessa ritgerð Sick..... skiladagur nálgast eins og snar óð fluga..... 18.mars er stóri dagurinn... að honum loknum verður sofið svefni hinna örþreyttu LoL

Einhvern vegin svona líða dagarnir!!!

Merkilegt vegna þess að þetta er í fyrsta sinn á minni skólagöngu sem Ragnar er í öruggu skjóli og á góðum stað. Svo ekki er álag vegna hans en á móti kemur að önnin hefur heldur aldrei verið svona stutt og með svona miklu efni.....Mikið hlýt ég að verða gáfuð þegar þessu líkur Tounge

Mig hlakkar rosalega til þegar þessi hluti er búin og ég fer í vettvang. Þar fæ ég að vinna með unglingunum og það er ástæðan fyrir því að ég er að leggja þetta á mig. Trú mín á því að mæta megi unglingum með raskanir út frá þeirra styrkleikum og efla þannig sjálfsmynd þeirra til að draga úr líkum á áhættuhegðun er það sem rekur mig áfram!

Ég trúi því að allir búi yfir einhverju sem þeir eru góðir í og það þurfi bara að virkja það.

Ætla að gá hvort þetta blogg hafi lagað ritstífluna þannig að ég nái kanski að skrifa bls.8 af 25.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


Kominn aftur : )

Aðeins smá forleikur hér áður en ég held áfram við að skrifa ritgerð LoL 

Mín búin að eiga fína daga og alveg frábæran á föstudaginn síðastliðinn. Þá fór ég að skoða vettvangstaðinn minn sem ég fer á eftir páska og mér leist rosalega vel á. Ekki nóg með að staðurinn heillaði mig heldur eignaðist ég heilan frænda þar LoL Ekki lítið skemmtilegt...

Þannig er að það er maður að vinna þar sem horfði eitthvað svo undarlega mikið á mig og ég á hann.....pínulítið eins og ástarsaga... hehehe... en svo föttuðum við svipin á hvort öðru og urðum upptekin af því að hafa fundið ættingja.. hann er sonur bróður hans pabba míns og ég hef ábyggilega ekki hitt hann síðan ég var á bleyju. Þannig að ég græddi heilan frænda og tækifæri til að kynnast honum betur.

Ragnar minn er kominn aftur í ljós og fíkillinn í hvíld Smile Hann átti langt og gott spjall við ráðgjafan sinn og þau unnu saman að því að lægja öldurnar. Heyrði örstutt í honum á áðan og þá talaði ég við son minn Wink veit reyndar ekki hvort ég kemst að heimsækja hann í dag en gott að vita af honum sáttum.

En nú er mál að setjast niður og skrifa öðruvísi ritsmíð.....öllu fræðilegri Woundering

Eigið góðan dag.

Kærleikskveðja.Kristín


Fíkillinn skein í gegn.

Ég heyrði í fíklinum mínum í dag! Já hann hringdi og í dag heyrðist meira í fíklinum en Ragnari mínum Crying og það er alltaf dálítið vont.

Hann hringdi og sá ekki alveg tilganginn með meðferðinni, hafði allt á hornum sér, hann var bara á vondum stað......fíknin og óheiðarleikin toga í hann og hann berst enn á móti því að gefast alveg upp.

En það er hans barátta ekki mín. Hann stendur frammi fyrir vali annað hvort að velja að gefast upp og taka leiðsögn eða hina dimmu dópheima. Það er hans val ekki mitt.

Ég hef játað vanmátt minn og tekið leiðsögn. Ég er svo þakklát fyrir það að eiga að fólk sem ég get alltaf leitað til og fengið áminningu um vanmátt minn. Ef ég nyti þeirra ekki við væri ég enn að reyna að stjórna því sem ég ræð ekki við og væri full af brestum sem hefðu yfirhöndina og ég ætti ekkert að gefa nema reiði og sársauka.

Vá hvað ég er lánsöm, ég á jú en helling af brestum en ég á líka fullt af kostum sem fá að skína vegna þess að minna ber á brestunum. Ég er líka svo lánsöm að eiga bara daginn í dag og fólk að sem mynnir mig á að ég á bara núið og það er mitt að velja hvort ég nýt þess eða vel að dvelja í eymdinni. Mér finnst betra velja eitthvað notalegt því eymdin er svo leiðinlegur staður LoL

Ég á minn æðri mátt og honum treysti ég algerlega fyrir mér og mínum. Hann einn getur stjórnað því sem ég ekki ræð við, ég get aðeins dvalið í hans vilja fullviss um að það sé það sem mér er ætlað að yfirstíga.

Eftir símtalið fór ég á fund sem var alveg magnaður og þar heyrði ég það sem ég þurfti að heyra eins og alltaf. Fann fyrir miklum kærleika og náði að fínstilla mig eftir símtalið og finna mína innri ró og sleppa fíklinum í hendurnar á æðri mætti.

Ég veit ekki hvað morgundagurinn gefur mér en ég fer sátt að sofa með þá fullvissu að á morgun hefst nýr dagur fullur af einhverju góðu Wink 

Eigið góða nótt.

Kærleikskveðja.Kristín


Heilbrigðir alkahólistar og fíklar!

'' Heilbrigðir alkahólistar og fíklar''  Hjó eftir þessu í Kompás hjá yfirlækni geðdeildarinnar. Ég spyr eru til heilbrigðir alkahólistar og fíklar?  Skömmu fyir þessi ummæli var hann að upplýsa að fíkn flokkaðist sem geðsjúkdómur!

Mótsögn eða hvað!!!!!

Það kom fram að aðstandendur væru nú aðallega óánægðir vegna þess að ekki væri auðvelt að nauðungarvista fíklana sem reyndu á þá. Það blossaði upp í mér kergja við að horfa á þáttinn Angry og hugurinn fór til baka........

Þegar hann Ragnar minn var nær dauða en lífi í sumar vegna of stórs skammts. Í þrjá sólahringa biðum við eftir að sjá hvort hann mynndi lifa og á meðan það ástand var hafði ég samband við geðlækni og spurði hana út í sviptingu..... Ég hugsaði með mér að nú væri hann kominn á þann stað að hann hefði misst stjórmima að öllu leiti og væri því í raun hættulegur sjálfum sér.....viðbrögð geðlæknissnis voru mjög svo dramatísk og hún benti mér á að þetta væri ekki til umræðu því það tíðkaðist ekki að svipta fíkla.

Ok.....Greinileg hræðsla við mína hugmynd og mér bent á að hún væri búin að vera í bransanum í 30.ár.... það gott og blessað af minni hálfu en hafði hún fylgst með þróunninni í fíkniheiminum samhliða því að vera geðlæknir í 30 ár??? ég velti því fyrir mér þá!

Ég benti henni á að þó hann væri sjálfráða í árum að þá væri hann vegna neyslu sinnar ekkert annað en krakki í getu.... það samþykkti hún en vildi ekki ræða vistun....

Svo kom í ljós að hann myndi hafa þetta af og tók þá við tími þar sem hann var svo máttfara að hann komst varla úr rúminu svo smá saman komst hann örlítið á ról. Hann bað um geðlækna viðtal og fékk viðtal við dömuna sem ég hafði átt samskipti við og hann bað um að vera sviptur. Það varð til þess að hún flutti hann af almennum gangi yfir á geðdeild vegna þess að hún taldi hann í sjálfsvígshættu og setti á hann 24.tíma sviptingu.

24.tímum seinna gékk hann út af geðdeildinni varla fótafær og fór út að sprauta sig! Upphófst mikil neysla og afbrot, hann sökk dýpra og dýpra!

Ég veit vel að þar sem hann gékk út og var ekki lengi að því var hann ekki með getuna til að hætta en spurning er þegar fárveikur fíkill biður sjálfur um sviptingu er það ekki neyðarkall sem allavega er vert að skoða?

Mér finnst alveg magnað hvað við sofum róleg á meðan heilbrigðiskerfið virðir ekki landslög varðandi sjúklinga en það kemur líka til af því fíklarnir okkar eru skítugu börninn hennar Evu.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja. Kristín


Trausts hringur.

Góð helgi að baki og finn mánudagur hálfnaður eða svo.... fer eiginlega eftir því hvenær maður leggst á koddan og kíkir í draumalandið LoL

Ég og litli kútur höfðum það voðalega notó um helgina. Borðuðum það sem okkur langaði í og lágum yfir tv milli þess sem við spjölluðum.

Heimasætan átti velheppnað ferðalag í Vatnaskóg og kom þreytt en alsæl heim.

Fórum að heimsækja Ragnar í gær og áttum góðar stundir. Ég verð að minnast á það hvað það er gott að koma austur, það er tekið svo vel á móti manni Winkaf öllum á staðnum.

Ein ung dama á staðnum sagði við mig í gær.... heyrðu næst þá kemur hún mamma mín í heimsókn, viltu ekki segja henni frá Foreldrahúsinu Smileþað þótti mér yndislegt. Bæði af því að það er kærleikur í garð mömmu hennar frá henni og af því það er áminning fyrir mig um að halda áfram að vinna í mér. Það er ómetanlegt að finna það meðal unglingana að maður er á góðum stað, því þá fyrst er maður að gefa af sér eitthvað gott.

Ragnar minn leit vel út og var bara í góðum gír. Mér er það svo dýrmætt hvað við erum farinn að geta talað heiðarlega um hlutina. Hann segir mér heiðarlega frá því sem hann hefur verið að gera og hvernig honum líður. Þetta er ekki létt verk fyrir hann að skipta um lífstíl en hann er að vinna vinnuna sína vel. Ég held að það skipti líka rosalega miklu máli að við erum bæði ég og hann í góðu sambandi við ráðgjafan hans.....enda er hún í circul of trust hjá okkur báðum Smile

Skólageðveikin er þokkaleg en einn hængur á mín er ekki alveg í gírnum hvað varðar að skella saman ritgerðum Blushþarf að sparka vel í rassinn á mér þar!

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


Hugleiðing.

Ég er búin að eiga meiriháttar dag Smile Merkilegt hvernig allt gerist svona bara upp úr þurru! Átti leið niðrí Foreldrahús í viðtal við ráðgjafa minn og þar sem ég var ótrúlega tímanlega... stundvísisgeðveiki á háu stigi...ákvað ég að stökkva inn í banka og klára það sem ég þurfti að gera þar, banki sem ég bara fer aldrei í og afgreiðslustúlkan algerlega dekraði mig fram og til baka, benti mér á eitt og annað, ég gékk alsæl út með hamingjuþakklæti í hjarta yfir manngæsku dömunar í bankanum. Áfram mætti mér manngæska þegar í Foreldrahús kom og þaðan fór ég glöð í hjarta. Kom heim tók aðeins til og kveikti svo á tölvunni til að kíkja á póstinn minn og þar er tilkynning um athugasemd hér á síðunni minni. Þessi athugasemd hlýjaði mér um hjartarætur svo fallegt og yndislegt. Takk Bergrún, þú hreyfðir við mér.

Ég hugsaði til bakaWoundering

Ég man þegar Ragnar byrjaði í neyslu og fyrsta hugsun mín var að hans neysla mætti ekki skemma líf hinna barnanna minna. Ég vissi hvað það er að vera litla systir fíkla og að gleymast vegna þeirra lifnaðarhátta og það mátti ekki gerast fyrir mín börn.

Ég sagði við félagsráðgjafan að hann mætti ekki lita líf hinna barnanna minna og notaði myndlíkingu, þar sem hún skyldi ekki alveg hvað ég var að fara.

Ef þú átt ávaxtakörfu og í henni eru þrjú epli, eitt eplið er farið að skemmast. Hvað gerirðu þá? Þú tekur skemmda eplið úr körfunni til að varna því að það smitist í hin eplin

Svona hugsaði ég strax, af því ég hafði reynslu.

En það tók mig langan tíma að læra að sleppa tökunum á fíklinum mínum. Ég lagði á mig og mína blóð svita og tár við að reyna að bjarga honum. Ég vildi ekki heyra þegar mér var bent á það í fyrsta sinn að setja hann á götuna..... nei það gat ég ekki.... hver setur barn á götuna, var það sem ég hugsaði...hann var þá bara 16.ára.

Svo kom að því að ég setti hann út á götu en ég gerði það í reiði beit saman tönnunum og skellti í lás. Ég leið vítiskvalir, var á hnefanum og hreytti út úr mér vertu bara á götunni svo grét ég þegar engin sá.

En alltaf féll ég á þessari hörku og tók hann svo inn og á heimilinu ríkti reiðin af því ég þoldi ekki fíkillinn og heimskuna í honum.

Svo gerist það að ég er leidd í hendurnar á fagmanni sem hjálpaði mér að sjá.... sjá hvernig má elska barnið sem er tínt inní fíklinum og hata fíkillinn sem yfirtók barnið mitt. eftir þessum fagmanni hitti ég mikið af góðu fólki sem hefur leitt mig og hjálpað mér að losna undan reiðinni og fara að njóta lífsins sem ég en ekki föst í barráttu fíkilsins.

Ég lærði að aftengja og þar með komst ég á þann stað að geta vísað fíklinum út á götu af því ég elskaði barnið mitt sem var tínt inní honum og vildi fá það til baka. Það var oft erfitt að vita af honum út á götu og vita ekki hvort hann var á lífi yfirleitt en ég lærði það líka að ef ég tæki hann heim myndi ég framlengja hans neyslulífi með því að kalla hann ekki til ábyrgðar um sjálfan sig.

Hann stóð mjög tæpt þegar hann fór í meðferð núna og í sannleika átti ég ekki von á að fá hann til baka, heldur var ég búin að undirbúa mig undir að jarða hann. Hann var algerlega búin líkamlega og ég vissi að þó hausin mynndi lifa af neyslu í langan tíma þá var ekki mögulegt fyrir líkaman að gera það nema í mjög stuttan tíma.

Hann fann það sjálfur að nú var ekki langt eftir. Lífslönguninn kom honum í meðferð og þar er hann enn. Það hefur átt sér kraftarverk! Hann hefur blómstrað hjá þeim í götusmiðjunni og okkar samband er náið og gott.

Hvað verður veit ég ekki en ég veit að ég þarf að hugsa um mig til að vera hæf um að styðja aðra á réttan hátt.

Kærleikskveðjur.Kristín


Frelsi og skilningur.

Hellen Keller var mögnuð kona að mínu mati. Hún var bæði blind og heyrnarlaus og fæddist á þeim tíma sem ekki var mikið verið að hugsa um að þannig fólk gæti notið lífsins eða ætti yfirleitt rétt á því. En hún var svo lánsöm að inní hennar líf kom kona sem lagði á sig þá vinnu að opna fyrir henni veröldina og Hellen nýtti sér þá leiðsögn og gerði stórkostlega hluti. Hér á eftir kemur tilvitnun frá Hellen Keller:

Kærleikur finnur sér ætíð leið

til sálar sem er í böndum

og leiðir hana út í heim

frelsis og skilnings.

Mér finnst ég hafa verið lánsöm eins og hún þar sem ég hef fengið að hitta fólk sem leiðir mig áfram svo ég megi vaxa. Í dag er ég svo þakklát fyrir að hafa öðlast frelsi og skilning, frelsi til að njóta lífsins og skilning á mínum tilfinningum.

Það er nóg að gera hjá mér í skólanum og aðeins farið að örla á streitueinkennum vegna þess að það eru ekki nema 4. vikur eftir til að klára öll verkefni! En það er líka spenningur að klára þennan hluta annarinnar og eiga bara vettvanginn eftir að loknum páskum. Mig hlakkar til að takast á við vettvangsnámið.

Ragnar minn er á góðum stað og okkar samband alltaf að verða nánara og betra. Áttum gott og innilegt spjall í símanum í gær,hann er og hefur svo sem alltaf verið mömmustrákur en eftir langan tíma í brengluðum samskiptum sem voru lituð af neyslu er dýrmætt að finna hvernig samskiptin hafa þroskast og orðið nánari.

Hann skilur að í þau skipti sem ég hef lokað á hann og vísað honum út á götu, þá hef ég verið að gera það í kærleika til að vera ekki þátttakandi í neyslunni hans og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þá leiðsögn sem ég þurfti til að komast á þann stað sem ég er kominn á.

heimasætan mín er að fara í Vatnaskóg um helgina og bóndin að vinna svo við verðum mikið bara tvö um helgina ég og litli snúðurinn minn. Ætlum að eiga góðar samverustundir og mamman ætlar aðeins að dekra snúðinn sinn.

Njótið lífsins.

Kærleikskveðja.Kristín


Í upphafi nýrrar viku.

Ágætis vika að baki en lítið verið bloggað vegna anna.... nú á eitthvað að bæta úr vegna fjölda áskorana...hehehe... eða þannig!

Nóg að gera í skólanum og lokahnikkur verkefna geðveikis um það bil að hefjast en mikið hlakkar mig til eftir páska að takast á við vettvangsnámið.

Við skvísurnar á heimilinu skruppum austur fyrir fjall í gær að heimsækja Ragnar að venju var kökuhlaðborð og fínirí..... Mín stóð sig þokkalega í stykkinu og þáði bara eina litla sneið af gómsætri marengstertu enda búin að vera nokkuð hörð í aðhaldinu Wink Heimasætan og sonurinn tókust á léttu nótunum og hún píndi hann til að pósa sem fyrirsæta.... ehehehe... kappin aftur búin í klippingu og hárið en styttra, bara flottur. Ég fékk beiðni um ættleiðingu! Hvort ég vildi ekki ættleiða vinin sem gat ekki þegið matarboðið vegna þess að hann var þrælbundinLoL krútt.

Við skemmtum okkur svo vel í heimsókninni að veið fórum seint í bæinn enda starfsmaður á vakt sem ég hef ekki hitt í 5. ár og gaman að spjalla um breytingarnar sem orðið hafa á þessum árum á fjölskyldunni í heild, og ekki síst á mér sjálfriWink

Keyrðum svo yfir mosfellsheiðina í svarta þoku með músikana í botni og komum heilar heim eftir frábæran dag. Kveðja á Spán og beðið eftir maili þaðan.... það er að segja Ragnar bíður eftir línu frá Þóru!

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja. Kristín


Rólegheit!

Allt í góðum fasa hér á bæ. Nóg að gera í náminu stór verkefni sem þarf að vinna!

Ætla að eiga stelpukvöld með dóttur minni í kvöld...við dömurnar ætlum út að borða og skella okkur í bíó Smile Heimasætan mín vill enn vera með mömmu sinni af og til þó hún sé kominn með gelgjusyndrom og orðin 14 ára Wink þannig að ég tel mig mjög lukkulega.

Ragnar minn í góðum gír heyrði í honum í vikunni, tvisvar, hann fékk að hringja í múttuna sína og syngja afmælissönginn..... ehehehe nei nei hann söng ekkert.... vildi ekki missa coolið... en óskaði mömmunni til lukku með daginn og sagði við hana: mamma þetta er alltí lagi, þú ert ekki orðin fertug SmileLoL Þannig að þá vitum við það að lífið er í lagi fram að fertugu.

Eigið góðan dag.

Kærleikskveðja. Kristín


Fyrir endalaust mörgum árum!

Fyrir endalaust mörgum árum fæddist stúlka Smile 9.merkur og 47 cm. með tíu fingur og tíu tær. Leit út eins og lítill súmóglímukappi með svo mikið hár að nunnurnar á spítalanum þar sem hún fæddist greiddu það í gosbrunn!

Þennan dag hóf hún sitt ferðalag um lífið, það byrjaði innan um nunnur í ameríkunni og skírnina hlaut hún á Kennedy flugvelli í kappellu sem ber nafnið Lady in the sky.

síðan þá hefur hún fengið hin ýmsu verkefni í lífinu, stór og smá. Hún er vatnsberi og hefur því aldrei þolað vel að vera sett í fyrirfram ákveðið mót, alltaf þurrft soldið að fara sínar eigin leiðir.

Í dag er þessi litla stúlka en lágvaxinn LoL en með stórt hjarta fullt af hugsjónum um betri heim og trúir því að hver manneskja geti lagt sitt á vogarskálarnar til að ná fram einhverju góðu.

Smsin byrjuðu að streyma inn strax eftir miðnætti með kveðjum.

Ég er lánsöm á góða vini og fjölskyldu Smile Takk fyrir kveðjurnar!

Eigið góðan dag í dag.....Það ætla ég að gera!

Kærleikskveðja.Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband