Færsluflokkur: Bloggar

Meðganga, fjölgun og vinátta.

Var að koma heim úr Grímsnesinu frá honum Ragnari. Hann er með flensuna blessaður og var hálf slappur en heimsóknin var góð. Búið var að mynda heila bíómynd sem okkur var boðið að horfa á, myndin var fyndinn þó ég setji spurningarmerki við boðskapinn Whistling 

Hann er flottur þessi elska og er bráðum búin að vera í níu mánuði.... meðgöngulengd....það finnst mér kraftaverk, sérstaklega ef ég hugsa tíu mánuði aftur í tíman W00t Þakklát svo þakklát.

Heimasætan er líka með flensuna, rautt nef og sáran háls. Hún er ekki sátt við það, enda á hún að byrja á sjálfsvarnarnámskeiði á morgun og vill ekki missa úr.... staðráðin í að mæta sama hvað flensan tautar og raular Ninja Hún hafði það í gegn um síðustu helgi að fá fjölgun í fjölskylduna og nú er beðið með óþreyju eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum.....

Afmæli Arnars og kisa 034

Það var ekki hægt að standast þessa né hana dóttur mína svo nú erum við orðin 10 í fjölskyldunni!!! Ég, bóndinn, börnin þrjú, tveir hundar, tveir fuglar og kisa Whistling 

Hér á alveg við; öll dýrinn í skóginum eru vinir.....heheheheh

Kærleikskveðja.Kristín


Grámyglulegur hversdagsleikinn.

Yndislegt....Við eigum það öll sameiginlegt í fjölskyldunni að lifa hinum hefðbundna grámyglulega hversdagsleika. Fyrir mig er það fegurð Smile Ungarnir tveir sem eru hér í hreiðrinu enn kominn í fasta rútínu og reglulega gellur í þeim Ooooo nenni ekki í skólan, til hvers þarf maður að læra það sem er leiðinlegt og svo framvegis. Ég byrjaði í skólanum í dag svo mín fasta rútina er kominn inn, ekki enn farið að heyrast í mér Ooooooo nenni ekki..... hehehe Ragnar í sinni föstu rútínu í Grímsnesinu og er bara stoltur af sér þar svo ekki er neitt Oooooo þar heldur bara þroski og ábyrgð Wink Karlinn á síðustu sumarleyfisdögunum þannig að það er aðeins farið að heyrast í honum Oooooooooooooo nenni ekki að fara að byrja að vinna.

Mér finnst þetta frábært eins og fuglasöngur. Allir í sinni hversdagsrútínu, eitthvað sem flestum finnst sjálfsagt en aðrir læra að meta á annan hátt vegna þess sem á undan er gengið.

Hér var pizza partý fyrir yngsta soninn á föstudaginn var, þar sem stórfjölskyldunni var boðið en það sem stóð upp úr fyrir mig var að Ragnar kom í afmælið og ég átti um stund sameinaða fjölskyldu hér heima. Það var ótrúlega notalegt að vera öll saman heima og allir heilir. Eftir að gestirnir fóru sat ég og naut þess að horfa á börnin mín þrjú og kærustuna hans Ragnars hringa sig saman í sófanum að horfa á sjónvarp og hlægja að bröndurunum í Simpson. Hundarnir lágu oná þeim......Verður ekki hlýlegra og heimilislegra.

Eitt af því sem reynslan hefur gefið mér er að njóta litlu hlutana, hlutanna sem þykja sjálfsagðir. Fyrir það er ég þakklát.

Njótum hversdagsleikans.

Kærleikskveðja.Kristín


Kúturinn minn og hans pælingar.

Búin að vera bíllaus síðan á laugardag, en hann er að fara til læknisins í dag þessi elska sem betur fer. Hann hefur alveg fengið sjokk yfir þessu olympíusilfri blessaður. heheheh

Nú styttist í reglufestuna mín byrjar í skólanum á mánudag og er bara öll full af tilhlökkun, það verður gaman að takast á við veturinn. Svo útskrifast ég stolt í vor Wink

Litli kúturinn minn á afmæli á morgun, er alveg að verða unglingur að eigin sögn! 11. ára þá er mann alveg að verða fullorðin og byrjar að fá skegg, segir hann LoL Við sátum á spjalli um daginn og þar fræddi hann móður sína um að kynþroski drengja gæti byrjað frá aldrinum 11 til sautján ára. Að þeirri fræðslu lokinni leit hann djúpt í augun mín og spurði í einlægni : Mamma hvenær byrjaði Ragnar að fá skegg? Ég sagði honum frá því þegar við Ragnar fórum saman að kaupa fyrstu rakvélina hans, þá var Ragnar 12. ára. Kútnum létti mikið og sagði : Ok, mamma þá verð ég ábyggilega ekki seinþroska Grin Skemmtilegar pælingar hjá honum.

Krúttboltinn hann frændi minn á líka afmæli á morgun hann verður 2. ára. Ég man þegar ég tilkynnti kútnum mínum að hann hefði fengið frænda í afmælisgjöf, þá brast hann í ægilegan grát og sagði  : NEI ég vill hann ekki, hann tekur frá mér afmælið en svo leið stutt stund og hann brosti í hringi því hann áttaði sig á að fáir fá heilan frænda í afmælisgjöf. Frá þessu brosi hefur litli frændi verið demanturinn hans Arnars míns.

Njótið lífsins.

Kærleikskveðja, Kristín


Þjóðhátíð og ég veit ekki hvað!!!!

Til hamingju Ísland stórast í heimi með silfurmetalíu um hálsinn og í bullandi sigurvímu, búið að setja á fót nýjan þjóðhátíðardag og ég veit ekki hvað. Allt gott með það og ég óska landsliðinu innilega til hamingju með góðan árangur.

Þessi svaka gleði og spenna hefur haft áhrif á alla og þar á meðal bílinn minn! Nema það hafi verið spannan vegna menningarnætur Whistling veit ekki. Bílinn allavega lét mjög undarlega í gærkveldi.....bóndinn fór til að sækja heimasætuna nema hvað hann setur í gang og Búmm heyrist eins og sprenging og bílgarmurinn dó hægt og hljótt. Bóndinn uppfullur af spennu eins og aðrir íslendingar stekkur út og galopnar húddið. Ser þá hvar eitt kertið í bílnum hafði skotið sér upp eins og flugeldur.....Þar sem var myrkur gat hann lítið gert svo hann lokaði húddinu og sótti dömuna á jeppanum. Ráðgátan með minn bíl leysist í dag.....vonandi er hann ekki endanlega dauðurCrying 

Kanski að þetta hafi bara verið spennufalll.....ætli þjóðinn verði fyrir spennufalli eftir herlegheitin og lamist í viku eða svo?

 

Góðar stundir, kærleikkveðja Kristín


Var og er.

Eftir að hafa fengið leyfi hjá viðeigandi yfirvöldum skruppum við hjónakorninn austur fyrir fjall á mótorfáknum í gærkveldi og heimsóttum Ragnar. Hann var afar glaður að fá svona óvænta heimsókn og stoppuðum við í klukkustund og áttum alveg hreint yndislega samveru saman. Hann sagði okkur þær fréttir að allt stefndi í að hann yrði að fullnusta dómnum sem þýðir að afplánun líkur ekki fyrr en í janúar og viðurkenndi að hafa orðið smá fúll í fyrstu en hann sæji það að í raun væri það honum til góða þar sem hver mánuður hjá Götusmiðjunni styrkti hann enn frekar til þess að ná langri og vonandi ævilangri edrúmennsku.

Þegar við hjóluðum til baka sat ég og naut nærverunnar við náttúruna og hugsaði. Hugurinn fór yfir þær samræður sem áttu sér stað í heimsókninni eitt af því sem við ræddum vara að bráðum kæmi að því að allir í fjölskyldunni nema ég ættu bráðum afmæli og ég hafði orð á því að nú væri notalegt að geta keypt afmælisgjöf handa Ragnari með vikufyrirvara þar sem ég vissi að hann yrði á lífi þegar hann ætti afmæli þar sem hann væri á góðum stað og í góðum bata. Ólíkt því sem var í fyrra því þá valdi ég að kaupa ekki afmælisgjöf fyrr en ég vissi hvort hann yrði á lífi á afmælisdaginn sinn og á þeim tímapunkti var ég undir það búin að sonur minn næði ekki tvítugsaldri.

Það hefur mikið breyst á einu ári..... mikil reynsla og mikill þroski hjá okkur báðum Smile Ég er svo þakklát fyrir það hvernig staðan er í dag. Öll fjölskyldan er sterkari og reynslumeiri. Ragnar sýndi mikinn þroska í samræðunni sem átti sér stað í heimsókninni í gær, við ræddum málefni sem er alvaralegt en hann sýndi fullan skilning og sýndi þroska í sinni afstöðu.

Ég fann þegar ég sat aftan á hjólinu ein með náttúrunni hversu rík ég er að eiga hann fyrir son og manninn minn og hin tvö börnin mín.

Í dag er takmarkið að gefa af mér kærleika til fjölskyldunnar og þeirra sem ég mæti í lífinu því kærleikurinn er sterkasta vopnið og fer aldrei úr tísku.

Lifið heil, Kærleikskveðja,Kristín


Játa á mig þessa dellu!

Allt búið að vera að gerast hjá minni, garðverkinn endalaus. Við erum búin að gera miklu meira en við ætluðum þar Smile enda frúin alsæl með árangurinn. Nú við hjólum og hjólum erum búin að hjóla vítt og breytt um suðurlandið, bara geggjað gaman. Við áttum brúðkaupsafmæli síðastliðin þriðjudag og ákváðum í tilefni dagsins að hjóla austur fyrir alfaraleið og fá okkur humar að borða á stað sem heitir Hafið bláa. Maturinn var æði....hjóluðum svo um suðurlandið og grímsnesið heim. Frábær dagur. Svo styttist í að við hjólum norður fyrir nokkur fjöll og heimsækjum Akureyri. Held ég verði að játa á mig hjóladellu Crying Við mæðgurnar ætlum að næla okkur í próf á hjól í vor, hver veit nema drengirnir bætist í hópinn. Ragnar minn er alla vega nokkuð heitur sá stutti er nú meira alveg pollrólegur yfir dellunni.

Mín nýtur þess í botn að vera í sumarfríi með family, en er líka farið að hlakka til að setjast á skólabekk og klára námið.

Jæja. ætla að fara og halda áfram við garðin.

Kærleikur.Kristín


Móðir jörð og faðir himinn.

Í dag eru sextán ár síðan ég og bóndinn minn byrjuðum saman. Við höfum brallað margt á þessum árum. Skotið í tvo krakka og leikið okkur á margan hátt Smile tekist á við ýmsar hindranir og erfiðleika okkur til þroska. En saman höfum við farið í gegnum þetta allt saman. Í dag er líf okkar fullt af gleði og skemmtun. Við njótum þess Smile

Fórum í gær í alveg hreint magnaðan hjólatúr. Hjóluðum á Þingvöll fengum smá kaffi þar og tókum svo Nesjavallaleiðina til baka. Úff hvað það var falleg leið. Ég hef marg sinnis keyrt Nesjavallaleiðina en að fara hana á hjóli það er allt annað. Maður er svo fullkomlega nálægt náttúrunni, finnur lyktina af jörðinni, skynjar vindinn og ert nálægt himmninum. Ég var ein í heiminum með æðri máttarvöldum um stund aftan á hjólinu og naut þess.

Við erum enn að bardúsa í garðinum, bóndinn helluleggur eins og hann eigi lífið að leysa og alheimurinn sendir okkur alltaf fleirri og fleirri hellur Wink Nágranni okkar átti nefnilega 200 hellur sem hann þurfti að losna við og svo í gær kom hann aftur og þurfti að gefa okkur enn fleirri. Svo það er spurning hvar þetta endar. Bóndinn er nú aðeins farinn að krossa sig og sér frammá að með þessu áframhaldi verði hann að helluleggja út sumarfríið sitt...heheheh.

Jæja ætla að fara að njóta lífsins, hvet ykkur til þess líka.

Kærleikskveðja Kristín


Verslunarmannahelgi í Mosanum.

Pottþétt verslunarmannahelgi hjá mér....hehehe... heima að helluleggja í garðinum, reyndar sér nú bóndinn um það ég meira bara hjálpa til með því að dást að honum og garðinum. Ég er svo yfir mig ánægð með útkomuna...... flottasti garður sunnan heiða LoL 

Ragnar minn er í góðum gír, er búin að heyra í honum tvisvar í vikunni og ætla að heimsækja hann á eftir. Það er mikill þroski í gangi núna hjá honum, já og mér. Ég er að standa með mér þegar við spjöllum og hann að læra að taka því. Það reynist honum þyngra en mér en ég hjálpa honum ekkert með því að tipla á tánum. Öll þurfum við að læra hvernig lífið virkar og læra að takast á við það.

Við hjóninn erum að spá í að brenna austur á mótorfáknum.....Ragnar verður nú að fá að sjá hvað mamma er reffileg þar.

Njótið lífsins það er of stutt til að eyða því í éymd.

Kærleikur. Kristín


Ljúfa líf ; )

Vá veðurblíðan... ég er ótrúlega heppin að hafa ekki keypt mér utan ferð því þá hefði ég misst af þessu hér heima.

Undanfarnir dagar hafa bara verið skemmtilegir. Mágkona mín varð þrítug á laugardaginn var, ég sá mér ekki fært að vera með henni þá vegna vinnu en veit að hún átti góðan dag. Agnes mín njóttu þess að vera kominn í þroskaðra kvenna tölu. Big systir varð svo fimmtug á sunnudaginn og þá átti ég heimangengt til hennar eftir að vinnu lauk. Elsku systir þú berð aldurinn vel, þroskuð og yndisleg.

Mín er sannfærð um að hún sé að yngjast og leikur sér bara á mótorfák....nýt þess í botn. Heimasætan fékk að vera hnakkaskraut og sú var flott. Ég keyrði á eftir með gleðitár í augunum og að rifna úr stolti yfir að eiga þessa glæsilegu ungmey sem sat dúðuð leðri aftan á mótorfák hjá pabba gamla.

Svo er svo magnað hvernig allt á sér stað. Í gær fékk ég sms : vantar þig hellur...Ó já mig vantar hellur og hellur fékk ég....Takk fyrir að hugsa til mín Día pía.

Ragnar minn er í góðum gír eftir því sem ég best veit, hef reyndar ekki heyrt í honum síðan á miðvikudag þá var hann bara brattur. Ætlum að hjóla til hans á sunnudaginn kemur, hann verður nú að fá að sjá þá gömlu í fullum skrúða. heheheh. Ekki það að hann er vanur því að mamma hans taki upp á einu og öðru sér til gamans.

Lífið er yndislegt, njótum þess.

Kærleikskveðja.Kristín


Hnakkaskraut.

Sunnudagurinn var frábær með endemum. Heimsóttum soninn og hann bara ferskur. Garðyrkjan hans hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum. Gróðurhúsið fokið um koll og nokkrir hestar gert sig heimakomna og nagað það sem ekki átti að naga. En jarðaberjaplönturnar hjá honum í góðu og munu gefa af sér góða uppskeru. ´Sátum hjá honum einhverja stund...ekki of lengi, þar sem tilvonandi tengdadóttir vor var í heimsókn og þá er nú ekki ætlast til að mamma og co stoppi lengi. hehehhe

Nú ég þreytti frumraun mína sem hnakkaskraut á mótorfák í gær! Jebb rosa gaman. Vinafólk okkar á hjól sem það lánaði okkur og brenndum við á Kjalarnesið í kaffi til hennar systur minnar. Hundræfillinn á heimilinu var skíthræddur við þetta fólk sem kom í fullum srúða en róaðist nokk þegar hjálmarnir voru teknir niður. LoL Svo brenndum við í bæinn og skiluðum svo gripnum. Vinur okkar sem á hjólið vill endilega kynna hjólið fyrir okkur, því honum er mikið í mun að hjólið eignist gott heimili. Þar sem þau hjón eru á leið til útlandanna fengum við það hlutverk að vökva blómin og hreyfa hjólið á meðan....ekki leiðinlegt það.... svo þegar þau koma til baka ætlum við að fara saman hjólatúr til Akureyrar í hjónaferð. Þannig að á ferð um landið í Ágúst má sjá tvo miðaldra menn með áberandi flott hnakkaskraut á ferð LoL

IMG_4132

Flott hjón á ferð.

Hver veit nema kerlinginn skelli sér bara í prófið og stingi því að bóndanum að gefa henni eitt stykki hjól í útskriftargjöf að ári!

Lifum og leikum okkur.

Kærleikskveðja.Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband