Hnakkaskraut.

Sunnudagurinn var frábær með endemum. Heimsóttum soninn og hann bara ferskur. Garðyrkjan hans hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum. Gróðurhúsið fokið um koll og nokkrir hestar gert sig heimakomna og nagað það sem ekki átti að naga. En jarðaberjaplönturnar hjá honum í góðu og munu gefa af sér góða uppskeru. ´Sátum hjá honum einhverja stund...ekki of lengi, þar sem tilvonandi tengdadóttir vor var í heimsókn og þá er nú ekki ætlast til að mamma og co stoppi lengi. hehehhe

Nú ég þreytti frumraun mína sem hnakkaskraut á mótorfák í gær! Jebb rosa gaman. Vinafólk okkar á hjól sem það lánaði okkur og brenndum við á Kjalarnesið í kaffi til hennar systur minnar. Hundræfillinn á heimilinu var skíthræddur við þetta fólk sem kom í fullum srúða en róaðist nokk þegar hjálmarnir voru teknir niður. LoL Svo brenndum við í bæinn og skiluðum svo gripnum. Vinur okkar sem á hjólið vill endilega kynna hjólið fyrir okkur, því honum er mikið í mun að hjólið eignist gott heimili. Þar sem þau hjón eru á leið til útlandanna fengum við það hlutverk að vökva blómin og hreyfa hjólið á meðan....ekki leiðinlegt það.... svo þegar þau koma til baka ætlum við að fara saman hjólatúr til Akureyrar í hjónaferð. Þannig að á ferð um landið í Ágúst má sjá tvo miðaldra menn með áberandi flott hnakkaskraut á ferð LoL

IMG_4132

Flott hjón á ferð.

Hver veit nema kerlinginn skelli sér bara í prófið og stingi því að bóndanum að gefa henni eitt stykki hjól í útskriftargjöf að ári!

Lifum og leikum okkur.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hnakkaskraut eins og er.Byrja að læra í hjól í ágúst.Eitt það skemmtilegasta sem við hjónin gerum er að hjóla.Frábært hvað vel gengur fyrir austan 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:46

2 identicon

við miðaldra hjónin köllum nú hnakkaskrautið, þurrskreytingu og sumir sem eru með hnakkaskraut segja að það sé nú sko engin þurrskreyting en þá hafa menn náð sér í yngri konur.

Erna ókunnug (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:48

3 identicon

Líst vel á kellu Fer þér bara djéskoti vel leðurgallinn!

Kolla (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:05

4 Smámynd: Huldabeib

Flottust ertu!! Um að gera að lifa lífinu þó maður sé ekki unglingur Ég á sjálf eftir að gera svo margt og lífið rétt að byrja hjá mér!!

Huldabeib, 23.7.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég var að lesa viðtalið við þig í 24 stundum í dag Kristín mín.  Ég segi bara, við verðum að fara að taka saman höndum, aðstanendurnir, þó minn sé í góðum málum í dag, þá þekki ég þetta alveg út og inn, og finn svo til með þér.  Veit alveg hvað þú ert að ganga í gegnum, það er gott að sonur þinn er komin í meðferð.  En við verðum að krefjast tafarlausrar stofnunar lokaðrar meðferðarstofnunar, þar sem fíklum er gert að fara inn, og þeir fá ekki að fara út, fyrr en þeir hafa náð þeim bata að geta tekið sjalfir ákvörðun um framhald meðferðar.  Þetta bara gengur ekki lengur í þjóðfélagi, sem státar af að vera eitt ríkasta þjóðfélag hins siðmenntaða heims, að aðstandendur fíkla, skuli ekki fá þá aðstoð og hjálp SEM ÞEIM BER, SAMKVÆMT STJÓRNARASKRÁ.  Ég er alveg búin að fá upp í kok af afskiptaleysi og sinnuleysi stjórnvalda gagnvart okkar minnstu bræðra, og allra þeirra sem þurfa að bera krossinn endalaust.  OG HANA NÚ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 19:42

6 Smámynd: Inga María

   Kv.

Inga María, 24.7.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að allt gengur vel fyrir austan, það er gott að heyra það. Sendi ykkur öllum ljós.

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.7.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband