Færsluflokkur: Bloggar

Smá skjálfti......

Örlítið blogg.... er í smá pásu...heheh... annars að djöflast í garðinum, held ég sé kominn með garðfíkn! OMG ætli mann þurfi meðferð við því Whistling 

Smá skjálfti fyrir austan fjall....Ragnar hringdi og hljóðið þungt... en mín var ánægð með sig ég fór ekki inní skjálftan hans, heldur spjallaði við guð Halo Það er svo mikið frelsi fólgið í því að sleppa tökunum og leyfa honum að tækla sína barráttu. Ég get einungis stutt hann og elskað en hann þarf að takast á við sig og sitt.

Jæja ætla aftur út í garðinn minn sem er alltaf að verða fallegri og fallegri....mjög stolt af mér þarna, jú og bóndanum líka því hann hefur verið mjög ötull við garðverkinn.

Kærleikur til ykkar. kv.Kristín


Án átaka engin þroski.

Hér sit ég ein og hlusta á hrotur hinna í fjölskyldunni, veit ekki hvort það er bættur lífstíll eða sumarhúsaaldurinn sem veldur því en ég hef alveg tapað þeirri lista að sofa til hádegis! Búin að fara út í garð og klappa blómunum og matjurtargarðinum, það verður fín uppskera hjá minni í haust það dafnar allt svo vel þarna úti.

Af Mínum fíkli er allt gott að frétta og síðasta heimsókn var mjög góð en símtalið á miðvikudaginn enn betra Smile ráðgjafinn hans kominn úr sumarfríi og greinilegt að minn maður var feginn því. Ekki það að hinir ráðgjafarnir séu ekki fínir en þatta er bara svo lýsandi fyrir hann smá breyting og það er erfitt að höndla það. Ég fer ekki austur í dag en sendi honum góða strauma og bið guð að vera með honum í dag sem aðra daga. Ég er svo innilega þakklát fyrir þann stað sem hann er á og þann tíma sem hann hefur náð rúmlega sex mánuðir fyrir okkur hér heima er það kraftaverk. Já það er líka vonarneisti fyrir þá sem enn eru þarna úti fastir í feni fíknar og foreldra þeirra.

Ég man hvað mér fannst gott að heyra af sigrum annarra þegar hann var úti á götu og voninn mín var alveg að fjara út, það gaf mér von að heyra að einhver sem allir töldu að ætti enga von um að losna úr fíkninni fór í meðferð og náði bata.

Ég veit um svo marga þarna úti sem eru á vondum stað og þekki sorgir foreldra þeirra. Ég þekki líka marga sem eru í bata og þekki þakklæti foreldra þeirra. Ég er lánsöm að hafa öðlast þennan þroska Smile 

Njótið.

Kærleikskveðja. Kristín


Lífið er æðislegt.

Það er kominn sunnudagur og mín ætlar austur fyriri fjall að heimsækja soninn. Bíllinn minn veldur mér reyndar aðeins áhyggjum, eitthver undarleg hljóð í honum! en ég vona bara að hann verði blíður við mig og fari alla leið og jú svo til baka Whistling 

Það hafa verið smá sveiflur í Ragnari þessa vikuna, bara svona eins og gerist en hann var allur hressari í gær þegar hann hringdi eldsnöggt í mig. Mig hlakkar til að hitta hann og sjá hvernig jarðaberjaplönturnar hafa það....hehehe.... Garðverkinn á fullu hér hjá mér og mín alveg að rifna af stolti og með hausinn fullan af hugmyndum  Smile 

Lífið er bara dásamlegt....ég hitti konu um daginn sem ég hef ekki séð í dágóðan tíma.´Við heilsuðumst og hún spurði með samúð : hvað segirðu þá ?  ég brosti og sagði : ég segi allt gott lífið er æðislegt. Henni brá við og leit á mig og sagði undrandi : já er það!!! ég svaraði já það er það.

Lífið er æðislegt. Ég get valið að eiga gott líf þrátt fyrir að eiga son sem er fíkill, þar liggur galdurinn að velja.

Veljum okkur að hafa það gaman.

Kærleikskveðja. Kristín


Frelsi.

Eins og tíðinn hefur verið hér á fróni þá hefur maður ekki getað sest niður við tölvu eitt andartak. Úti úti í sól og sumaryl. Moldvarpast í garðinum sem er allur að taka stakkaskiptum...vá hvað ég er stolt af mér þarSmile og ótrúlega glöð að uppgvötva að ég hef áhuga á þessu.... heheheh... bara í fyrra var ég hörð á að garðar væru bestir malbikaðir með góðum stólum og borði, þannig að sitja mætti við kaffidrykkju þar...hahahaha

Ragnar minn er í góðum gír, fjölskyldan er öll eitthvað svo slök og fín, enginn með áhyggjur af að von sé á skelfilegum fréttum bara allir að njóta. Yndislegt. Yngri börnin svo frjáls, ég sé hvernig tíminn gefur þeim frelsi frá áhyggjum vegna fíknar bróður síns og hvernig þau eru að slaka á og verða eðlilegri í samskiptum við hann, hætt að reyna að vera í réttu hlutverki gagnvart honum, heldur bara orðin þau sjálf.

Ég stefni á að heimsækja hann á sunnudaginn, það verður gaman að sjá hvernig jarðaberjaplönturnar dafna hjá honum, ég gaf honum jarðaberjaplöntur þegar hann átti sex mánaða afmæli fyrir austan. LoL

Farinn út að moldvarpast.

Kærleikskveðja.Kristín


Tvær sprautur takk, já og nálar!

Ég átti erindi í apótek í dag, sem er dálítið merkilegt út af fyrir sig þar sem ég á aldrei erindi í apótek.....kanski fjórum sinnum á ári eða svo. Þegar ég kom inn var einn maður að klára að versla og það kom að þeim næsta: góðan dag ég ætla að fá tvær sprautur og nálar.....ok.....ég afhendi lyfseðil og beið í ca. 5 mín og á meðan átti maður erindi í apótekið: góðan dag ég ætla að fá sprautur og sprautunálar, láttu mig hafa eins og fjögur stykki af hvoru. Þá kom að mér að borga og fara.

Ca 10 mínútna stopp í apótek á sunnudegi og tveir fíklar koma inn og kaupa sprautur og nálar. Þetta er ísland í dag......Sorgleg staðreynd.

Ég fór heim og hugsaði til þessara manna og þann ömurleika sem þeir hafa kosið í lífinu, hefðu getað valið annað og vonandi velja þeir einhverntíman betri leið.

Kærleikskveðja. Kristín


6.mánuðir : )

Dagurinn í dag er bjartur og fallegur en fyrir mig er hann gott betur en það, sonurinn er í dag búin að vera 6 mánuði í öruggu skjóli og unnið marga sigra. Sú breyting sem hefur orðið á honum er í raun kraftaverk, hvert lítið skref sem hann hefur tekið hefur hjálpað honum að komast á þann stað sem hann er í dag.

Við brenndum austur fyrir fjall og áttum með honum stund í tilefni dagsins, færðum honum jarðaberjaplöntur og strigaskó og bol. Hann leit vel út og var bjartur Smile yndislegt að fá að njóta þess.

Ég átti samtal við ráðgjafa í dag sem hefur unnið töluvert með Ragnari og vorum við aðeins að ræða það að Ragnar þyrfti að taka ábyrgð, það er jú mikilvægur þáttur í lífi hverrar manneskju. Í samtali þessu nefnir ráðgjafinn það að það sé í raun kraftaverk á hvaða stað Ragnar er kominn í batanum því staðreyndinn sé sú að hann er langt genginn fíkill. Það kom mér á óvart hvað mér fannst vont að heyra hann segja þetta, samt er þetta staðreynd sem ég er full meðvituð um. Sonur minn er langt leiddur sprautufíkill og áður en hann fór inná geðdeild rétt fyrir jól var ég undir það búin að hann ætti ekki langt eftir vegna neyslu sinnar. En það var eitthvað svo sárt samt að heyra ráðgjafan segja þetta. Trúlega hefur mín verið kominn á einhverskonar afneitunarstað..... ætla alla vegana að skoða það..... því það er mikilvægt fyrir mig að vera ávallt meðvituð.....kanski er það óttinn við gamla félagan sársaukan ef hann fellur aftur, sem er náttúrulega eitthvað sem maður verður að gera ráð fyrir líka þó maður njóti þess tíma sem er góður. Einhvernveginn er ég samt laus við óttan um að hann sé að fara úr meðferðinni en auðvitað vill ég ekki hugsa til enda þá hugsun að hann fari aftur í sama farið.

Ég hef loksins fengið son minn aftur og er að kynnast honum upp á nýtt og hann mér, það er svo óendanlega dýrmætt.

En mitt takmark er að lifa í núinu og núið mitt er friðsælt og gott því ætla ég bara að njóta þess að vera í núinu.

Kærleikskveðja. Kristín


Það er líf, nýtt líf.

Á föstudaginn eru sex mánuðir síðan ég keyrði hann son minn upp í Götusmiðju, á þeim tímapunkti var ég að vona að ég fengi eins og viku frí frá geðveikinni, ég hafði enga trú á að hann mynndi endast í meðferðinni lengur en það. Hann hafði þá verið viku inná geðdeild og jólinn fóru að hluta til í ótta um að hann gengi út af geðdeildinni.

Þetta hafa verið yndislegir sex mánuðir þar sem við höfum öll eignast ný og betri samskipti. Ég sat ein með sjálfri mér og hugsaði um það hvernig blikið í augunum hans hefur breyst. Áður enn hann fór´inn á geðdeildina þá voru augun hans líflaus og það mátti lesa úr þeim þreytu og vonleysi enda var langt síðan dópið veitti honum gleði, það veitti honum einungis kvöl. En í dag er glampi sem ljómar og maður sér von. Það er svo óendanlega gott... ég hef reyndar ekki séð hann í hálfan mánuð þar sem ég hef ekki komist austur að heimsækja hann en ég fer á sunnudaginn og ætla þá að njóta þess að horfa í fallegu augun hans.

Við spjölluðum saman í síma á miðvikudaginn og talið barst að garðyrkjunni, þar sem við erum nú bæði orðin garðyrkjufræðingar og hann tók loforð af mömmu sinni um að koma með afleggjara af jarðaberjaplöntum. heheheh.... Það er eitthvað annað en var uppá teningnum fyrir rúmu hálfu ári síðan.

Það var oft sem augun mín voru dauf og vonlaus hér áður en ég átti nokkrar hetjur sem höfðu komist úr heimi fíknar og náð langt í lífinu. Þessar hetjur sögðu gjarnan við mig á mínum dimmustu dögum: Stína mundu á meðan það er líf þá er von.

Ég var hvött áfram við að halda voninni lifandi oft var hún svo lítil að það þurfti að blása lífi í glæðurnar. En hér erum við í dag svo ég segi við alla þá sem heyja þessa barráttu.

Á meðan það er líf þá er von.

Kærleikskveðja. Kristín


Hluti af þjóðfélaginu.

Það má reikna með að finna notaðar nálar hvar sem er og því fullástæða til að leiðbeina unglingunum sem vinna hjá Vinnuskólum um hvernig þeir skuli meðhöndla slíkan fund!

Fíklar eru hluti af þjóðfélaginu og þeir eru ekki bara á einhverjum ákveðnum stöðum eða hverfum, þessi vandi er víða.

Kv.Kristín

 


mbl.is Sprautur á víðavangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg ungmenni.

Dásamlegir dagar, Veðrið leikur við höfuðborgarbúa og mitt líf er fullt af gjöfum. Mín alveg stútfull af orku og garðurinn allur að taka stakkaskiptum. Matjurtargarður kominn og búið að setja niður allskyns góðgæti.

Í gær var ég svo lánsöm að hitta nokkur ungmenni sem hafa ratað úr klóm fíknar og eru í góðum bata. Mikið sem það var yndislegt að faðma þau og sjá þau svona falleg með ljóma í augunum. Þau snertu hjarta mitt enda fátt eins magnað fyrir mig eins og að fá að sjá einstaklinga sem hafa villst af leið og lifað ömurleika fíknarinnar snúa til betra lífs og fara að upplifa sanna hamingju. Svo mikið stolt af þeim og þakklát fyrir að fá að þekkja þau. Vænst þótti mér um að þau leituðu mig uppi eftir fund til að heilsa mér.

Kærleikskveðja. kristín


Umbreyting...

Það var tár á tölvunni minni í morgun Crying Hún upplifir sig yfirgefna og ákaflega einmanna, hehhehe. Eigandinn hefur verið upptekin við að njóta náttúrunnar og veðurblíðunnar. Hef bara ekki getað hugsað mér að vera innan dyra undanfarna viku. Enda orðin tönuð í drasl LoL

Ég er náttúrubarn og veit fátt betra enn að vera úti, en þessi blómálfahlið er alveg ný á mér Smile og mér líkar hún vel. Nú er ég búin að gera mér matjurtarreit í garðinum mínum og ætla að setja niður í hann í dag.....ummmmm.. geggjað að fá nýtt grænmeti í lok sumars. Þeir sem þekkja mig eru enn að jafna sig á þessari umbreytingu á konunni sem var hörð á því að malbika garðinn og sitja á pallinum með kaffibollan að vopni. Einhver sagði ,,Stína mín þú ert kominn á sumarbústaðaaldurinn,, sumir eru enn að hlægja og enn aðrir vilja ólmir ýta undir þessa iðju mína og bjóða mér afleggjara úr sínum görðum.

Af bóndanum í Grímsnesinu er gott að frétta. Hann er að fá til sín dömu í heimsókn í dag svo við förrum ekki. Hann hringdi á miðvikudaginn að venju og eitthvað var undarlegur tónn í honum, loks kom það hann vildi fá dömuna í heimsókn og þá er mömmu ofaukið. Honum til mikillar furðu brást mamma hans ekkert illa við heldur ræddi það við hann að í eðlilegum samskiptum gæti fólk sagt það sem það meinti. Ef einhverntíman kæmi upp sú staða að ég nennti ekki að keyra austur þá væri það ekkert persónulegt og það væri ekkert persónulegt ef hann kysi að fá aðra í heimsókn. Svo alltaf erum við að betrumbæta samskipti okkar.

Heimasætan mín ætlar að skreppa norður í land og dvelja hjá góðri vinkonu minni um einhvern tíma. svo það verður ansi rólegt í kotinu hjá mér á næstunni. Ekki það að hún sé svo fyrirferðarmikill þessi elska LoL 

Lífið er bara frábært og ég er ákveðinn í að njóta hverrar mínútu. Hvet ykkur til hinns sama.

Kærleikskveðja.Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband