Var og er.

Eftir að hafa fengið leyfi hjá viðeigandi yfirvöldum skruppum við hjónakorninn austur fyrir fjall á mótorfáknum í gærkveldi og heimsóttum Ragnar. Hann var afar glaður að fá svona óvænta heimsókn og stoppuðum við í klukkustund og áttum alveg hreint yndislega samveru saman. Hann sagði okkur þær fréttir að allt stefndi í að hann yrði að fullnusta dómnum sem þýðir að afplánun líkur ekki fyrr en í janúar og viðurkenndi að hafa orðið smá fúll í fyrstu en hann sæji það að í raun væri það honum til góða þar sem hver mánuður hjá Götusmiðjunni styrkti hann enn frekar til þess að ná langri og vonandi ævilangri edrúmennsku.

Þegar við hjóluðum til baka sat ég og naut nærverunnar við náttúruna og hugsaði. Hugurinn fór yfir þær samræður sem áttu sér stað í heimsókninni eitt af því sem við ræddum vara að bráðum kæmi að því að allir í fjölskyldunni nema ég ættu bráðum afmæli og ég hafði orð á því að nú væri notalegt að geta keypt afmælisgjöf handa Ragnari með vikufyrirvara þar sem ég vissi að hann yrði á lífi þegar hann ætti afmæli þar sem hann væri á góðum stað og í góðum bata. Ólíkt því sem var í fyrra því þá valdi ég að kaupa ekki afmælisgjöf fyrr en ég vissi hvort hann yrði á lífi á afmælisdaginn sinn og á þeim tímapunkti var ég undir það búin að sonur minn næði ekki tvítugsaldri.

Það hefur mikið breyst á einu ári..... mikil reynsla og mikill þroski hjá okkur báðum Smile Ég er svo þakklát fyrir það hvernig staðan er í dag. Öll fjölskyldan er sterkari og reynslumeiri. Ragnar sýndi mikinn þroska í samræðunni sem átti sér stað í heimsókninni í gær, við ræddum málefni sem er alvaralegt en hann sýndi fullan skilning og sýndi þroska í sinni afstöðu.

Ég fann þegar ég sat aftan á hjólinu ein með náttúrunni hversu rík ég er að eiga hann fyrir son og manninn minn og hin tvö börnin mín.

Í dag er takmarkið að gefa af mér kærleika til fjölskyldunnar og þeirra sem ég mæti í lífinu því kærleikurinn er sterkasta vopnið og fer aldrei úr tísku.

Lifið heil, Kærleikskveðja,Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Kristín, gott að heyra að allt gengur svona vel, hugsa til Ragnars og hafið það gott kæra fjöldskylda. Kærleikskveðja til ykkar. Guðný.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:48

2 identicon

Hæ skvís,

Gott að heyra/lesa, ég fylgist með úr fjarska :)

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:44

3 identicon

Hæ Stína mín, frábært að heyra að ykkur öllum líður vel. Knúsaðu Ragnar frá mér, hann er svo flottur. Sjáumst vonandi á þriðjudaginn. Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Huldabeib

Ji, Kristín ég fæ bara gæsahúð og kökk í hálsinn því þetta er svo fallegt sem þú ert að lýsa... heilun is a wonderful thing! kvitt og knús úr sveitinni.

Huldabeib, 22.8.2008 kl. 03:36

5 identicon

Æði æði.

Love you all

Gudrun Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að allt skuli ganga svona vel Kristín mín, ég hugsa oft til ykkar og sendi ljós

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.8.2008 kl. 18:13

7 identicon

Það er gott að lesa svona bata færslur.Gangi ykkur vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:26

8 identicon

Þú ert svo yndisleg :)

Kveðja Esther.

Esther (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband