Fékk góðlegar skammir.

Úps.... fékk góðlátlegar skammir frá góðri vinkonu um að ég væri orðin glataður bloggari. Svo nú á að reyna að endurvekja síðuna og fara að skrifa aftur um allt og ekkert.

Fjölskyldan er aðallega að njóta friðarins sem hefur einkennt heimilið eftir að fíkillinn fór og fékk aðstoð við að breyta sínum lífstíl.... Allir slakir og fínir og það sem skiptir mestu máli er að allir geta verið eðlilegir í samskiptum.

 Ragnari gengur vel og mín ætlar að brenna í kaffi á sunnudaginn, hef nú verið frekar löt að fara í heimsókn undanfarið en veit svo sem að það kemur ekki að sök.... kærastan fer og skiljanlega er hún meira spennó en mamma...heheheh... en þessi elska hringdi til að tékka hvort ég færi ekki að láta sjá mig og hún líka tengdadóttirinn er líka búin að spyrja hvort ég ætli ekki að fara að kíkja. Svo mín ætlar á sunnudaginn og hafa eitthvað með kaffinu með!

Brjálað að gera í skólanum....púff... verkefnin eru endalaus og aðeins farið að örla á þreytu hjá minni en sígur á seinni hlutan..... jólafrí 5 des : )

Annars er ég bara sátt þrátt fyrir erfiða tíma í samfélaginu!

Kærleikskveðja. Kristín

PS. njóttu Kolla mín...knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig vel það er erfitt að koma sér að því að blogga þegar maður er skrifandi alla daga, en gott að sjá/lesa aftur :)

Knúsaðu soninn frá mér og tengdadótturina líka!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:31

2 identicon

Ég sá flottar myndir af duglega flotta stráknum þínum í blaði Götusmiðjunnar.Til hamingju bæði með þennan flotta árangur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Fyrirgef ég sko bloggleti annarra - sérstaklega þeirra sem stunda háskólanám. Þú ert SUPER-WOMAN...

Eigðu góðan dag elskan... Lov you

Linda Lea Bogadóttir, 3.11.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband