Þjóðhátíð og ég veit ekki hvað!!!!

Til hamingju Ísland stórast í heimi með silfurmetalíu um hálsinn og í bullandi sigurvímu, búið að setja á fót nýjan þjóðhátíðardag og ég veit ekki hvað. Allt gott með það og ég óska landsliðinu innilega til hamingju með góðan árangur.

Þessi svaka gleði og spenna hefur haft áhrif á alla og þar á meðal bílinn minn! Nema það hafi verið spannan vegna menningarnætur Whistling veit ekki. Bílinn allavega lét mjög undarlega í gærkveldi.....bóndinn fór til að sækja heimasætuna nema hvað hann setur í gang og Búmm heyrist eins og sprenging og bílgarmurinn dó hægt og hljótt. Bóndinn uppfullur af spennu eins og aðrir íslendingar stekkur út og galopnar húddið. Ser þá hvar eitt kertið í bílnum hafði skotið sér upp eins og flugeldur.....Þar sem var myrkur gat hann lítið gert svo hann lokaði húddinu og sótti dömuna á jeppanum. Ráðgátan með minn bíl leysist í dag.....vonandi er hann ekki endanlega dauðurCrying 

Kanski að þetta hafi bara verið spennufalll.....ætli þjóðinn verði fyrir spennufalli eftir herlegheitin og lamist í viku eða svo?

 

Góðar stundir, kærleikkveðja Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hva.... bíllinn bara með flugeldasýningu.  Góður bíll. 

Anna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta fór vel þetta er eitt af bestu liðum heims í Handbolta og það er ekkert smá í þrjúhundruð þúsund manna þjóðfélagi.Það verða svo allir sem geta fara á móttökustað og hilla þá.Eigi þið svo góðan dag.

Guðjón H Finnbogason, 24.8.2008 kl. 16:14

3 identicon

já frú Kristín allir útúr sigurvímaðir!

Vona að bíllinn hafi ekki alveg farið yfirum af spenning!

kær kveðja og ofurskutl

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Það var alla vega mikil gleði í þeim andlitum sem ég sá í miðbæ Reykjavíkur í dag. Held að sigurvíman sé við völd enda ekki nema von - Strákarnir stóðu sig frábærlega. Skondið að bíllinn skyldi taka þátt í hátíðarhöldunum

Linda Lea Bogadóttir, 24.8.2008 kl. 20:47

5 identicon

2008

Ár sigurs

Árið sem að ,margir, sneru við blaðinu og hófu nýtt líf :)

Árið sem við unnum  SILFRIÐ :)

Love you

Gudrun Harðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:25

6 identicon

Bíldruslan hefur verið afprýðisöm út í alla athyglina sem hjólið hefur fengið og ákveðið að láta taka eftir sér með hvelli!

Agnes (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband