Fallegt ungt fólk.

Fór að heimsækja garðyrkjumanninn minn í Grímsnesinu í dag, það var yndislegt veður og bros á hverjum manni....getur ekki verið betra. Strákarnir voru stelpulausir á svæðinu þegar mig bar að stúlkurnar voru í ferðalagi. Þeir voru alsælir með kvennlausa helgi, þar sem þeir grilluðu og nutu þess að vera til en ósköp sem þeir voru nú samt glaðir þegar kvennfólkið mætti á svæðið Smile

Eitt af því sem er svo mikilfenglegt er að fá að vera þess aðnjótandi að sjá þetta fallega fólk í Grímsnesinu vaxa og blómstra, ég sem hef verið svo lánsöm að fara í heimsóknir nú á hverjum sunnudegi í þetta langan tíma verð eins og ástsjúk skólastelpa skelf í hnjánum af gleði við að sjá krakkana aftur og aftur, fallegri og fallegri.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt!!!! Ég keyrði framhjá Götusmiðjunni í dag og langaði svoooo mikið að kíkja en ég á engan þarna, svo ég lét það nú eiga sig. Til hamingju með daginn og dagana alla sem við blasa og eru á undan gengnir í félagi við drenginn þinn.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:59

2 identicon

Það er yndislegt kraftaverk að fá barnið sitt til baka.Lifandi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Það er alltaf yndislegt þegar vel gengur  ....fyrir þig og þína vona ég svo heitt og innilega  að svo verði áfram um ókomna tíð.

Hafðu það sem allra best kjarnakona.

Kær kveðja

Guðrún Hauksdóttir, 26.5.2008 kl. 10:34

4 identicon

sæl og blessuð kristín

ég hef ekki kvittað hjá þér áður en les alltaf   

já þetta eru yndislegir fíklar sem við eigum við þurftum bara að hafa mikið fyrir því að fá innri fallegu yndislegu manneskjurnar aftur ég sá einmitt son þinn þegar ég fór með mína á götusmiðjuna og fannst mér  hann líta mjög vel út  ég fer ekki  og hitti fanney mína fyrr en um miðjan júní en hef heyrt í henni í síma og það er svo gott hljóð í henni 

ég vona það svo innilega að lífið eigi eftir að blasa við unglingonum okkar þau eiga það svo innilega skilið

kær kveðja Aníta 

Aníta mamma fanneyjar (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 18:15

5 identicon

Æðislegt þegar svona vel gengur.  Vildi óska að minn fíkill fengist til að gera eitthvað í sínum málum en ég bíð bara róleg og óróleg til skiptis.

Kristín H (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:54

6 identicon

Hæ Stína mín, takk kærlega fyrir greiðann á sunnudaginn Gaman að fá góðar fréttir af gemlingunum okkar, knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:25

7 Smámynd: Dísaskvísa

Færslunar þínar um drenginn þinn og vini hans í Grímsnesinu eru svo fallegar og innilegar. 

Kv. Dísaskvísa

Dísaskvísa, 27.5.2008 kl. 20:37

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.5.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband