Móðir og fíkill...

Fréttir undanfarinna daga hafa verið fullar af fréttum af fíklum sem deyja ótímabærum dauða og þessir fíklar eiga börn, sistkyn, mæður, feður, frænkur, frændur, ömmur og afa. Ég þekki nokkuð margar mæður sem eiga börn í neyslu, ég þekki nokkur börn sem eiga foreldra sem eru fíklar, ég þekki ömmur og afa sem horfa á eftir barnabörnunum í neyslu, sjálf á son sem er fíkill og sistkyni. Ég er einstaklega lánsöm sonur minn er á öruggum stað í dag, edrú og hjá fólki sem veitir honum styrk og leiðsögn en ég þekki vel hvernig það er þegar fíkillin minn er í neyslu á götunni og öll sú sorg sem því fylgir, allur sá ótti sem því fylgir og allt vonleysið.

Ég veit hversu erfitt það er að sjá barnið sitt stefna lífi sínu í glötun, hversu erfitt það er að mæta fólki sem ekki sér neitt manneskjulegt við fíklana á götunni, hversu veik vonin er um að hann hætti, óttinn við að hann deyji, hugsanir um að ef hann myndi deyja þá væri þetta loksins búið og ég gæti farið að syrgja í síðasta sinn en ekki aftur og aftur við hvert það högg sem kom. Ég hef gjarnan líst því að vera móðir fíkils er eins og að vera í rússneskri rúllettu alla daga, þú veist aldrei hvenær þú færð kúluna í hausin.

Ég vildi stundum að ég væri svo máttug að ég gæti leyft þeim sem stjórna þessu velferðarkerfi að finna tilfinningarnar sem ég hef fundið sem móðir, tilfinningarnar sem sonur minn hefur fundið sem fíkill. Ég hef aðeins fengið að upplifa hans tilfinningar í gegnum hann og trúið mér fíklum líður ekki vel. Nei fyrst er partýið en bara um stund....svo fer að síga á og þeir lifa í helvíti alla daga....næsti skammtur nær ekki partýinu né að deyfa vondu tilfinningarnar.

En þannig er því farið með aðstandendan og fíkillinn að við leitum okkur oft ekki hjálpar fyrr en vanlíðaninn er orðin svo mikil að ekkert skiptir máli lengur..... Þegar ég á sínum tíma fór að sinna mér þá var ég uppgefinn og fannst lífið einskins virði, sá engan tilgang með því heldur aðeins sársauka og kvöl. Þegar Ragnar minn fór í meðferð síðast átti hann ekkert eftir, hvorki líkamlega né andlega og það í raun varð til þess að hann er enn og gengur vel, því kraftleysi hans kom í veg fyrir að hann færi út að sprauta sig. Hann segir sjálfur ég átti ekkert eftir nema dauðasprautuna og var farinn að þrá hana.

Ég er í dag svo þakklát, þakklát fyrir að hafa lifað þessu lífi og fengið að þiggja þá hjálp sem mér sem aðstandenda stendur til boða. Það hefur kennt mér að sleppa tökunum á fíklinum og leyfa honum að vinna sína vinnu. Ég hef lært að gera það á kærleiksríkan hátt. Það þakka ég mörgu góðu fólki, ráðgjöfum, Foreldrahúsi og 12.sporum Alanon.

Þetta er veruleikinn..... já veruleiki okkar sem elskum fíkla og sjáum enn mennsku þeirra.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikskveðja

MogM (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

góð lesning elsku Kristín

knúa á ykkur

 Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:31

3 identicon

Vá hvað þetta er góð færsla hjá þér!!  Ég kíki alltaf reglulega inná síðuna hjá þér og næ alltaf tenginu þó svo ég þekki þig ekkert. Þessi færsla hreyfði það vel við mér að mér fannst kominn tími til að kvitta fyrir lesningu. Það er svo mikill sannleikur í orðum þínum hér, ég þekki það vel sjálf sem fíkill og aðstandandi.  Ég er vissum að þú kveikir í mörgum með skrifum þínum :) Vonandi gengur þér og syni þínum áfram svona vel, þið eruð algjörar hetjur í mínum augum. Takk fyrir að deila með okkur hinum!

bata kveðjur HRA

Helga Atladóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband