Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
til hamingju
Yndislegt! til hamingju með útskriftina :) Sendi ljós og kærleik mammzan
Guðrún Jóhannesdóttir, fös. 6. feb. 2009
Sæl
Ég er í svipaðri stöðu og þú , drengurinn minn er jafngamall þínum og í langtímameðferð. Langaði bara að láta þig vita að ég sæki styrk í því að lesa bloggið þitt síðustu mánuði og vona að ykkur veitist sú blessun að strákurinn nái fullum bata .Flottur strákurinn hjá þér að vera orðin svona duglegur.Ég vona að þetta gangi ljómandi hjá ykkur í framtíðinni. Bjarta framtíð og kveðja Ester
Ester (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. apr. 2008
sms
Hæ Stína mín, ég er í vanda! Það fór öll símaskráin út úr símanum mínum í dag!!!! Gætir þú sms-að á mig númerið þitt og hjá Díönu og Guðrúnu, það er ferlegt að lenda í þessu...arg... Annars vona ég að heimsóknin í gær hafi verið góð, knús, Beta
Elísabet Markúsdóttir, mán. 31. mars 2008
Einstök kona
Hæ Stína mín, þú ert æði í fleirri augum en mínum hehe.... flott þessi redding hjá þér með pæjuna mína og baksturinn hehe... hún var svo findin þessi elska. Mig er farið að hlakka til að fara austur og fá að bragða á veitingunum... Takk fyrir spjallið áðan...mér líður svo vel... þú ert einstök kona, risa knús, kv. Beta
Beta Markúsar (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
hæ hæ
langaði bara að láta vita að ég hafi verið að lesa ;) frábært blogg hjá þér og þú ert algjör hetja... knús til þín... kv Anna Clara - www.123.is/annac
Anna Clara (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Hvetjandi fyrirmynd
Góða kvöldið! Ég hitti þig í Foreldrahúsi snemma á síðasta ári í eitt skipti og það var mér mikil hvatning. Það er gaman að lesa bloggið þitt og ég óska þér og þínum alls hins besta um ókomna tíð. Bestu kveðjur Sigrún Jónsdóttir Strúnfríður
Sigrún Jónsdóttir, sun. 24. feb. 2008
Hæ frå Thailandi
Elsku Stina, Baldvin og børn Yndislegt at heyra hvad vel gengur. Hugsa oft til ykkar herna i hitanum. Til hamingju med afmælid um daginn Stina min,vonandi er mer fyrirgefid ad eg gleymdi thvi herna hinum megin å jørdinni. Hlakka til ad sjå thig i vor. Knus Rakel Morten og børn
Rakel (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
Í SÆLUVÍMU
Hæ elsku Stína, takk fyrir síðast!!! Bara FRÁBÆRT!! Það var svo gott að gleyma sér og verða svolítið barn aftur. Ég svíf um í sælu, fékk mína yndislegu dóttur til mín í dag og váááá hvað það var gott að sjá hana.... Fallegu augun tindra og hún lítur svo vel út. Vona svo innilega að þið komist til Ragnars um helgina. Risa knús....kv. Elísabet
Elísabet M (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008
Írsk blessun
may your troubles be less, and your blessings be more, and nothing but happiness come througt your door ! ..........Kærleikskveðja frá Árósum, Hrönn Harðar
Hrönn Harðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. jan. 2008
Góðar kveðjur.
Ég fylgist með síðunni þinni og hugsa oft til þín og sonar þíns. Gangi þér vel. Kær kveðja og gleðilegt ár.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, mið. 2. jan. 2008
°Góður
'Eg veit ekki hveort þetta á við hér en skrifa samt:)Finnst þetta frábær síða var bara að sjá hana í fréttablaðinu.'Eg var með Ragnari á hlaðgerðarkoti fyrr á þessu ári og ég verð að segja að Ragnar er svo hlír og góður strákur þegar hann er edrú og svo þegar vímuefnin koma í hans hendur þá breitist allt.'Eg er einstæð með 4 börn og það er yndislegt að vita af foreldrahúsunum 'eg vissi ekki af þessu verð ég nú að viðurkenna:(Mín saga er sem beturfer stutt og ekki stutt!!!!það eru 5 ár síðan að ég byrjaði og fór í meðferð áður en allt fór niðurá við eða segja á mjög slæman stað,mér gengur vel núna og ég vona svo að Ragnar haldi í ljósið og láti ekki illkvittna púkan ráða,hann á svo margt gott skilið.Frábært líka að geta lesið um það sem aðstendur hafa skrifað og fá að vera með í því sem að þið eruð að upplifa það gefur mér persónulega kraft til að halda áfram og takast á við bakkus.'Eg vil ekki að börnin mín upplifi drukkna mömmu hafa sem beturfer ekki gert það og VONANDI munu þau ekki gera það...Þetta er íllkvittur sjúkdómur,mamma mín er að deyja úr þessum sjúkdómi og það er margt búið að ske,það liggur við þótt að það sé ljót að segja það að ég bíð þangað til að löggan eða sjúkrahús hafi samband og segja mér að þetta sé búið hún sé dáinn,að lifa í hræðslu um ást vin sinn er martröð,Hún er ekki nema 54 ára og hún hefur séð ömmubörnin sín ca 10 á 10 árum og ekki einu sinni það.'Eg vil ekki kikja með börnin í heimsókn þegar hún er í því það myndi fara með þau. En eins og ég segi ég óska ykkur gleðilegra hátíð og megi Ragnar dúlla eins og ég kallaði hann:) ná sér og halda sér í ljósinu.kær kv Allý
Alexandra (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. des. 2007
Amma skrifar.
Ég kvitta hér nú í fyrsta skifti, ég sendi þér mínar kveðjur og veit af eigin reynslu hvernig þér líður, ég vona að þeir sem ráða hér hvert peningarnir fara sem við borgum í skatta, fari að taka til á forgangslistanum, ef þá nokkur listi er til, kannski er bara ætt áfram í blindni, og ekkert litið í kringum sig, allavega sjá þeir ekki þá miklu þörf sem er fyrir að hjálpa svo ótalmörgum fjölskyldum sem líða fyrir fíkniefnaneyslu ástvina sinna, maka, barna ,barnabarna og vina. Vonleysið og uppgjöfina og það að þurfa að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að geta ekki hjálpað meir, þurfa að loka á þá sem manni þykir vænst um í lífinu er mörgum um megn. Ég á barnabarn sem er fíkniefnaneytandi, yndislega og vel gefna 18 ára stúlku, hennar saga í þessum ljóta heimi fíkniefna er um 4 ár, allt er búið að reyna til að hjálpa henni, Stuðlar,Laugaland.Götusmiðjan,Hlaðgerðarkot og nú Götusmiðjan þar er hún nú hjá góðu fólki, sem ég veit að reynir að hjálpa henni eins og svo oft áður. Vonin er alltaf til staðar og við megum ekki missa hana, nú er erfiður tími framundan, mörg okkar kvíða jólunum, en reynum að njóta þeirrar birtu sem þau færa bæði börnum okkar og fjölskyldum. Ég vona að foreldrahúsið og allt það góða fólk sem þar vinnum, fái á næstunni viðunandi húsnæði og vinnuaðstöðu sem því sæmir, annað er til skammar fyrir þessa "ríku" þjóð sem á að vera ein hamingjusamasta þjóð heims, ekkert minna, ég sendi þér mínar bestu kveðjur og hugsa hlýtt til þín, amma Gyða
Gyða (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. des. 2007
Takk
Takk fyrir en endilega kvittið undir færsluna fjölskyldusjúkdómur þið sem viljið áframhaldandi starfsemi hjá Foreldrahúsum.
Kristín Snorradóttir, mið. 5. des. 2007
Foreldrahúsið er nauðsynlegt
Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við Foreldrahúsið og tel afar nauðsynlegt að það fái að starfa áfram. Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Elín Elísabet Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. des. 2007
Ég skil þig
Ég er farin að lesa reglulega, það sem þú skrifar. Barnabarnið mitt fór inná Vog 28 nóvember og er dagur númer:5 að liða núna. Ég vona að hann verði allann tímann, og fari svo á Staðarfell. Þetta er fyrsta meðferðin hans, og var löngu kominn tími til að hann færi í meðferð.Ég trúi að, ef maður hugsar jákvætt og trúir á góða hluti..þá rætist þeir..með því að efast aldrei.Þetta lærði ég, með því að lesa bókina ,Leyndarmálið"og mæli ég með því að allir lesi hana.Baráttukveðjur frá ömmu, sem er vongóð um árangur og alsæl yfir því að barnabarnið fór í meðferð.
Amma (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. des. 2007
Ragnar már
mamma og pabbi fyrirgefið hvernig fór,qg tækji þao til baka ef eg gæti... eg eldka ykkur
ragnar már (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. des. 2007
Foreldra hús - vímulaus æska vinnur ómetanlegt starf!
Heil og sæl Kristín! Þakka þér fyrir þín góðu orð og að vekja athygli á þörfu málefni. Foreldrahús - vímulaus æska sinnir svo sannarlega ómetanlegu starfi. Ef framtíð þess er óljós þá líst mér ekki á. Áfram Foreldrahús - vímulaus æska! Góðar kveðjur, Þorvaldur miðborgarprestur Dómkirkjunnar
Þorvaldur Víðisson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. nóv. 2007
Ég skil þig vel.
ég er amma 18 ára fíkils, og skil það mjög vel sem þú ert að tala um, og það hefur oft flogið um hug minn, hvort það passaði að hafa fullorðinn alkahólista og bráðungan sprautufíkil í sömu meðferð, en svona er þetta núna, ég skil sorgina og vonleysið sem fylgir þeim örlögum að eiga barnabarn sem ánetjast svona djúpt fíkniefnum og veera svona algjörlega hjálparvana. ég vona að syni þínum gangi vel, barnabarnið mitt er að fara á vog í fyrramálið enn einu sinni en kannski gerast góðir hlutir einmitt næstu daga.......
gbe (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. okt. 2007
Kveðja
Til hamingju með nýja bloggið. Þetta er þarft málefni sem þarf að tala opinskátt um og treysti ég engum til að gera það betur heldur en akkúrat þér. Kveðja Kata
Katrín Vilhelmsdóttir, mán. 17. sept. 2007
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar