Dásamlegt veður í gær og dásamlegur dagur.. við hjónin skelltum okkur á mótorfáknum til Þingvalla fengum okkur kaffi þar og renndum svo í gegnum grímsnesið og þaðan í bæinn aftur. frábær ferð í frábæru veðri... ég aftan á að njóta náttúrunnar, bara geggjað. Þegar við vorum kominn í bæinn og erum á leiðinni heim sé ég hvar ungur drengur gengur meðfram veginum og það runnu endurminningar í gegnum huga minn.
Minningar um drenginn minn, þegar hann var götubarn og gékk meðfram veginum á leið út í ógæfuna. Þetta var dálítið magnað að fá upp mynd í hugan af honum síðan þá og finna fyrir því hversu sorglegur og erfiður tími það var þegar hann lifði á götunni og svo aftur á sama tíma finna fyrir þakklætinu sem umvefur okkur í dag. Hann er svo fallegur í dag og svo bjart yfir honum
Nú er önnur staða minn maður laus úr kló fíknarinnar, stendur sig vel, hann er búin að búa sér til fallegt heimili og er að undirbúa sig fyrir föðurhlutverkið. Mín að undirbúa sig fyrir ömmu hlutverkið og að styðja hann í því sem hann er að gera. Sistkynin eru öll orðin vel tengd og þeir feðgar hafa eignast gott samband.
Við erum vel blessuð og búum yfir dýrmætri reynslu.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 30.6.2009 | 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heil og sæl... vá langt síðan síðast og ansi óreglulega fyrir það!
Nú er mál að lífga þetta við.. þar sem mín er útskrifuð úr náminu og að aðlagast því að vinna eins og annað fólk... magnað að vera búin í vinnunni kl. 16.00 og það bíður enginn ritgerðarvinna..hehehhe Ég hef verið að fá góðfúslegar áminningar um að ég sé lélegur bloggari... svo hér hefst blástursaðferðinn á þessari síðu.
Af okkur er allt gott að frétta.. Ragnar stendur sig eins og hetja kominn með 17. mánuði edrú... ég hefði nú ekki trúað því fyrir tveimur árum. Svo nú erum við að njóta samverunnar og byggja upp sambandið innan fjölskyldunnar. Svo er ég að fá nýtt hlutverk... ömmubarn á næsta leiti, já höfðingin er að verða pabbi svo hann er aldeilis að fá mikilvægt hlutverk.
Jæja læt þetta duga sem fyrsta blástur ....
Kærleikskveðja Kristín
Bloggar | 24.6.2009 | 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja... þá er mín kominn á lokasprettin í náminu og verður að játa að hana hlakkar óskaplega til að klára.
Það kemur eflaust fæstum á óvart að lokaverkefni mitt snýst um áhættuhegðun, með áherslu á vímuefnaneyslu. nánar tiltekið unglingar með ADHD röskunina og vímuefnaneysla.... vá hvað það er stórt hlutfall þeirra sem fara í neyslu. 50% af þeim sem eru með ADHD lenda í klóm fíknar! Þetta kom mér ekkert á óvart en ég vill meina að það megi lækka þessa tölu með réttri nálgun. Jafnframt að það þurfi að nálgast þessa einstaklinga út frá þeirra getu þegar í óefni er komið. Einnig þurfa foreldrar þessara barna að mæta skilningi á ADHD röskuninni og því að barnið þeirra er fíkill.
Svo nú viti þið það... þarna ætla ég að beita mér að lokinni útskrift... nálgun við unglinga með jaðarraskanir og foreldra þeirra.
Flestir þessir unglingar eru að nota efni sem sjálfsbjörg, þeirra finna það út að með hugbreytandi efnum ná þeir að slökkva á hausnum sínum! Sjálfsmynd þeirra er brotin og þeir leita af eigin styrk með dópneyslu.
Hjá mér og mínum gengur allt vel.... sonurinn stendur sig fínt og mamman líka
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 4.4.2009 | 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lífið er ljúft. Það er nóg að gera mín er að klára síðustu önninna í náminu svo það er varla að annað komist að!!
Sit sveitt og skrifa BA-ritgerð ásamt því að vera í vettvangsnámi og einum kúrs þar að auki!! Það verður ljúft í vor að skila öllu af sér og útskrifast... með stæl
Það gengur vel hjá honum syni mínum, hann tekur lítil skref í átt til hins hefðbundna lífs, mér finnst yndislegt að hafa hann nærri mér og hef óskaplega gaman af því að fylgjast með sjálfri mér..... Því nú þarf mín að vanda sig, vanda sig að taka ekki af honum ábyrgð og að fara ekki að stjórnast í honum...úff... það reynir stundum á en ég hef verið að standa mig vel enda er ég svo lánsöm að eiga marga að sem hjálpa mér að vanda mig.
Njótið lífsins...kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 9.2.2009 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í dag eru 383 dagar síðan hann sonur minn fór fárveikur í meðferð hjá Götusmiðjunni og í dag er útskriftin hans Hann stóð við sinn hluta af samningnum sem gerður var við hann í upphafi, 365 daga meðferð !
Þessi tími hefur verið góður fyrir alla í fjölskyldunni, vissulega hafa komið tímabil þar sem hann hefur barist um í meðferðinni en með góðri hjálp hefur hann náð að vinna með það og er nú komin á góðan stað.
Við hér heima höfum notið friðsins og áhyggjuleysis, þannig að þessi tími hefur verið tími uppbyggingar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Hér heima eru allir fullir tilhlökkunar um að fá hann heim aftur og við mætum öll til þess að vera viðstödd útskriftina... sistkyni hans geta varla beðið eftir að fá stóra bróður heim.
Þetta er góður dagur til útskriftar.... Því hún Ásta Kristín systurdóttir mín á afmæli í dag..til hamingju elsku frænka með daginn þinn, megirðu eiga yndislegan dag fullan af skemmtilegum ævintýrum.
Í dag hefst svo sannarlega nýr kafli.... við horfum jákvæð fram á vegin og tökum einn dag í einu til þess að njóta til hins ýtrasta.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 14.1.2009 | 10:15 (breytt kl. 10:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Það verður að segjast eins og er við erum af barráttukyni ..... hér læt ég inn link að pistli eftir hann bróður minn en hann er að berjast fyrir málstað fólks í VR.
Endilega kíkið á þetta..... sérstaklega ef þið eruð í VR.
http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/570
Eigið góðar stundir.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 11.1.2009 | 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir ári síðan hafði ég ekki mikla trú á að þessi dagur rynni upp að ári... en í dag er ár síðan við hjónn keyrðum Ragnar Már upp í Götusmiðju
Það var nú aldeilis ekki gott ástand á honum þá, þrátt fyrir að hafa verið inn á geðdeild í viku. Hann var svo yfjaður að hann varla vissi í þennan heim né annan og þegar við keyrðum í burtu þá ræddum við hjónin það að nú yrði alla vegana viku hvíld, því honum skorti kraftin til að fara en okkur þótti vika bara mjög kærkominn hvíld á þeim tíma.
Annað hefur nú komið í ljós... í stað vikuhvíldar hefur komið ár....ár uppbyggingar og nýrra tengsla
Við höfum átt yndisleg jól... þar sem öl fjölskyldan er saman að njóta tilverunnar... það hefur verið frábært, sistkynin hafa tengst vel.
Ég ætla að skreppa yfir heiðina og njóta samvista með honum syni mínu í tilefni dagsins.
Til hamingju Ragnar minn með þennan áfanga... þessi dagur verður merkisdagur áfram í okkar lífi.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 27.12.2008 | 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mér líður eins og spenntu barni sem bíður eftir að jólinn koma svo það megi opna alla pakkana sína.
Pakkinn minn er að þetta eru fyrstu jólin í mörg ár þar sem ég veit að öll mín börn eru hamingjusöm og verða heima á jólunum.... þvílík gleði sem fylgir þessari fullvissu.
Ég nýt þess að sjá tilhlökkunina í augum yngri barnanna vegna þess að stóri bróðirinn er í góðum málum og væntanlegur heim yfir hátíðina...ég nýt þess líka að finna tilhlökkun Ragnars vegna jólanna, eins og hann sagði síðast við mig í morgun ; Vá mamma mig hlakkar svo til að koma heim og halda jól, fyrstu jólin mín í mörg ár.
Við erum svo sannarlega vel blessuð fjölskylda. Þetta ár hefur verið okkur ótrúlega gott og hamingjuríkt en erfiðu árin eru líka dýrmæt því í þeim er fólgin reynsla og þroski sem færa mann nær þakklætinu.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, njótið samverunnar við ykkar nánustu.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 23.12.2008 | 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úff... nú sýður á minnni... var að lesa bloggið hjá honum bróður mínum http://agustg.blog.is/blog/agustg/
Hann er búin að léttlesa nýju fjárlöginn....mæ ó mæ.... þar fór mín trú alveg!!!
Ísland eins og heimurinn allur á í kreppu og á fjárlögum er gert ráð fyrir að ráðstafa 135 millum í tilefni af 200 ára afmæli Jóns sigurðssonar!! Ok.. allt gott og blessað með að hann var frábær og allt það en common.... Hann var bara manneskja rétt eins og ég og þið... á ekki að halda upp á afmælið okkar fyrir stórfé 100 og eitthvað árum eftir að við deyjum...Þvílíkt bull og kjaftæði þegar skorið er niður þar sem þörfin er.
Tökum sem dæmi heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, það er fólk sem er að missa allt sitt....svo ég minnist nú ekki á það sem mér er mjög kært meðferðir fyrir fíkla... væri ekki nær að setja eitthvað af þessum pening í að halda meðferðargangi Litla Hrauns opnum??
Það eru fleirri dæmi í þessum fjárlögum sem mér þykir lítið til koma.... hvar er sú hugsun að fjárfesta í manneskjunni, samfélaginu.... til dæmis byggja upp svona eitt stykki af velferðarkerfi...ég meina svona alvöru velferðarkerfi en ekki einhverju flottu orði á blaði!!
Arg og garg..
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 18.12.2008 | 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alveg er það magnað hversu skammt er hugsað stundum.... þetta ergir mig!!
Það er jú ábyggilega ódýrara fyrir samfélagið að bjóða mönnum upp á meðferð á meðan þeir afplána fangavist og styðja þá svo út í samfélagið. Innilokun með engri uppbyggingu bætir ekki menn.
Mikil synd því meðferðinn á Litla Hrauni var að gera mörgum gott..
Kv. Kristín
Meðferð fyrir fanga á Litla-Hrauni lögð af? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.12.2008 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar