Meðganga, fjölgun og vinátta.

Var að koma heim úr Grímsnesinu frá honum Ragnari. Hann er með flensuna blessaður og var hálf slappur en heimsóknin var góð. Búið var að mynda heila bíómynd sem okkur var boðið að horfa á, myndin var fyndinn þó ég setji spurningarmerki við boðskapinn Whistling 

Hann er flottur þessi elska og er bráðum búin að vera í níu mánuði.... meðgöngulengd....það finnst mér kraftaverk, sérstaklega ef ég hugsa tíu mánuði aftur í tíman W00t Þakklát svo þakklát.

Heimasætan er líka með flensuna, rautt nef og sáran háls. Hún er ekki sátt við það, enda á hún að byrja á sjálfsvarnarnámskeiði á morgun og vill ekki missa úr.... staðráðin í að mæta sama hvað flensan tautar og raular Ninja Hún hafði það í gegn um síðustu helgi að fá fjölgun í fjölskylduna og nú er beðið með óþreyju eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum.....

Afmæli Arnars og kisa 034

Það var ekki hægt að standast þessa né hana dóttur mína svo nú erum við orðin 10 í fjölskyldunni!!! Ég, bóndinn, börnin þrjú, tveir hundar, tveir fuglar og kisa Whistling 

Hér á alveg við; öll dýrinn í skóginum eru vinir.....heheheheh

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra af Ragnari.

2 hundar, 2 fuglar og ein kisa + mannfólk= góð blanda

Knús í Mosó

Kidda (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 15:59

2 identicon

Hæ skvís!

Gott að allir eru kátir á bænum!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:46

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:19

4 identicon

hæ stína fína mín

heidi var að sýna mér síðuna þína.. hún er flott. komdu í kaffi fljótlega óli.

óli þormar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:14

5 identicon

Thad er gott ad vita ad tu ert som vid thig to madur farinn yfir halfan heiminn. Elli er skithraeddur um ad Baldvin verdi buinn ad kenna Alex einhverja vitleysu adur en vid komum heim... Bestu kvedjur til allra fra okkur Bryndis og Elli

Stora systir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:27

6 identicon

Hæ Stína mín. Á grúbban að slá saman í sængurgjöf ??? Gott að sjá góðar fréttir af Ragnari. Vona að heimasætan hressist fljótt. Er farin að ÞRÁ grúbbu. Knús 

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:11

7 identicon

Kveðjur og góðar óskir til ykkar allra með ósk um góðan bata

allt gengur mjög vel hjá mínu fólki, og við erum búin að eiga gott sumar.

Kveðjur Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 19:35

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ferlega falleg viðbót í fjölskyldunaerfitt að standast svona krútt

knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.9.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gott að öll dýrin séu vinir  Leiðinlegt með þessar flensur. Ferleg krúttleg kisa

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband