Grámyglulegur hversdagsleikinn.

Yndislegt....Við eigum það öll sameiginlegt í fjölskyldunni að lifa hinum hefðbundna grámyglulega hversdagsleika. Fyrir mig er það fegurð Smile Ungarnir tveir sem eru hér í hreiðrinu enn kominn í fasta rútínu og reglulega gellur í þeim Ooooo nenni ekki í skólan, til hvers þarf maður að læra það sem er leiðinlegt og svo framvegis. Ég byrjaði í skólanum í dag svo mín fasta rútina er kominn inn, ekki enn farið að heyrast í mér Ooooooo nenni ekki..... hehehe Ragnar í sinni föstu rútínu í Grímsnesinu og er bara stoltur af sér þar svo ekki er neitt Oooooo þar heldur bara þroski og ábyrgð Wink Karlinn á síðustu sumarleyfisdögunum þannig að það er aðeins farið að heyrast í honum Oooooooooooooo nenni ekki að fara að byrja að vinna.

Mér finnst þetta frábært eins og fuglasöngur. Allir í sinni hversdagsrútínu, eitthvað sem flestum finnst sjálfsagt en aðrir læra að meta á annan hátt vegna þess sem á undan er gengið.

Hér var pizza partý fyrir yngsta soninn á föstudaginn var, þar sem stórfjölskyldunni var boðið en það sem stóð upp úr fyrir mig var að Ragnar kom í afmælið og ég átti um stund sameinaða fjölskyldu hér heima. Það var ótrúlega notalegt að vera öll saman heima og allir heilir. Eftir að gestirnir fóru sat ég og naut þess að horfa á börnin mín þrjú og kærustuna hans Ragnars hringa sig saman í sófanum að horfa á sjónvarp og hlægja að bröndurunum í Simpson. Hundarnir lágu oná þeim......Verður ekki hlýlegra og heimilislegra.

Eitt af því sem reynslan hefur gefið mér er að njóta litlu hlutana, hlutanna sem þykja sjálfsagðir. Fyrir það er ég þakklát.

Njótum hversdagsleikans.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hversdagsleikinn er í mínum huga hvíld. Hann er ómetanlegur, ég er að komast í mína rútínu í þessari viku.

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 21:24

2 identicon

Rútínan er góð, er að komast í mína nýju. Verð þó að segja að það er ekki átakalaust :)

Knús og góðar kveðjur til þín og þinna

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:38

3 identicon

Hvar er myndin kona!

Agnes (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:21

4 identicon

Ég kann betur við sumarrútínuna en vetrarrútínuna. Langar ekki fyrir 5 aura að byrja að vinna

Knús 

Kidda (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Yndislegt að þið skilduð eiga svona fallegt kvöld Kristín min, þetta er ekki sjálfefið eins og þú veist manna best. knús á þig vinan

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.9.2008 kl. 14:16

6 Smámynd: Huldabeib

Já, rútínan er af hinu góða fyrir flest allt fólk en að kunna að meta hana er annað mál Það er alltaf einhver rómantískur blær yfir haustinu finnst mér...og lýsing þín á fjölskyldukvöldinu er bara rómó

Huldabeib, 4.9.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband