Játa á mig þessa dellu!

Allt búið að vera að gerast hjá minni, garðverkinn endalaus. Við erum búin að gera miklu meira en við ætluðum þar Smile enda frúin alsæl með árangurinn. Nú við hjólum og hjólum erum búin að hjóla vítt og breytt um suðurlandið, bara geggjað gaman. Við áttum brúðkaupsafmæli síðastliðin þriðjudag og ákváðum í tilefni dagsins að hjóla austur fyrir alfaraleið og fá okkur humar að borða á stað sem heitir Hafið bláa. Maturinn var æði....hjóluðum svo um suðurlandið og grímsnesið heim. Frábær dagur. Svo styttist í að við hjólum norður fyrir nokkur fjöll og heimsækjum Akureyri. Held ég verði að játa á mig hjóladellu Crying Við mæðgurnar ætlum að næla okkur í próf á hjól í vor, hver veit nema drengirnir bætist í hópinn. Ragnar minn er alla vega nokkuð heitur sá stutti er nú meira alveg pollrólegur yfir dellunni.

Mín nýtur þess í botn að vera í sumarfríi með family, en er líka farið að hlakka til að setjast á skólabekk og klára námið.

Jæja. ætla að fara og halda áfram við garðin.

Kærleikur.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessuð og sæl kristín

og takk innilega fyrir kveðjuna hjá fanney nú er hún komin á hamarskot 

og líkar bara vel en sem komið er vona að það haldist hún fær að vita á

mánudag  hvort hún komist í skóla vona líka að Það gangi eftir

þegar ég fór að ná í hana á götusmiðjuna þá kvöddu hana allir með svo

fallegum orðum  margir sögðust hafa lært mikið af henni þar

á meðal sonur þinn og sakna hennar æ þetta var bara svo fallegt 

knús á ykkur 

Aníta mamma fanneyjar (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 18:17

2 identicon

Hæ skvís!

Þú ert frábær :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband