Ljúfa líf ; )

Vá veðurblíðan... ég er ótrúlega heppin að hafa ekki keypt mér utan ferð því þá hefði ég misst af þessu hér heima.

Undanfarnir dagar hafa bara verið skemmtilegir. Mágkona mín varð þrítug á laugardaginn var, ég sá mér ekki fært að vera með henni þá vegna vinnu en veit að hún átti góðan dag. Agnes mín njóttu þess að vera kominn í þroskaðra kvenna tölu. Big systir varð svo fimmtug á sunnudaginn og þá átti ég heimangengt til hennar eftir að vinnu lauk. Elsku systir þú berð aldurinn vel, þroskuð og yndisleg.

Mín er sannfærð um að hún sé að yngjast og leikur sér bara á mótorfák....nýt þess í botn. Heimasætan fékk að vera hnakkaskraut og sú var flott. Ég keyrði á eftir með gleðitár í augunum og að rifna úr stolti yfir að eiga þessa glæsilegu ungmey sem sat dúðuð leðri aftan á mótorfák hjá pabba gamla.

Svo er svo magnað hvernig allt á sér stað. Í gær fékk ég sms : vantar þig hellur...Ó já mig vantar hellur og hellur fékk ég....Takk fyrir að hugsa til mín Día pía.

Ragnar minn er í góðum gír eftir því sem ég best veit, hef reyndar ekki heyrt í honum síðan á miðvikudag þá var hann bara brattur. Ætlum að hjóla til hans á sunnudaginn kemur, hann verður nú að fá að sjá þá gömlu í fullum skrúða. heheheh. Ekki það að hann er vanur því að mamma hans taki upp á einu og öðru sér til gamans.

Lífið er yndislegt, njótum þess.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir, 30.7.2008 kl. 10:25

2 identicon

Kæra Kristín gott að allt gengur vel og að Ragnari þínum líður vel, mér líst vel á þetta með mótorhjólið mig hefur lengi langað að eignast svona grip og hver veit nema maður eigi eftir að láta þann draum rætast. Njóttu veðurblíðunnar og lifðu í núinu og haltu áfram að rækta garðinn þinn því þú uppskerð eins og þú sáir. Hafið það gott kæra fjöldskylda og ég sendi ykkur ljós og baráttukveðjur. kærleikskveðja frá mér til ykkar. Guðný Guðmundsdóttir. P.S. Kristín Finnur minn bað mig að spyrja þig hvort Ragnar hafi einhvertíman unnið í Fjölsmiðjunni hjá Tobba.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Huldabeib

Kvitt og knús úr sólinni fyrir austan

Huldabeib, 30.7.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða helgi Kristín mín, ljós og kærleikur til ykkar allra

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.8.2008 kl. 13:22

5 identicon

Hef aðeins eitt að segja Stína mín, ÞÚ ERT STÓRKOSTLEG MANNESKJA !!!!. Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband