Kartöflubændur, blóm og lömun.

Jæja þá er mál að tala um jákvæða og fallega hluti eftir pirring undanfarinna daga! Pirring út í samfélag sem þaggar fíkniefnavandan í hel....en ég hef lúmskan grun um það eigi nú eitthvað eftir að breytast með haustinu Smile 

Fór síðasta sunnudag að heimsækja Ragnar austur og það var bara magnað. minn og fleirri búnir að vera svo öflugir. Kominn kartöflugarður við húsið hans, lítil sæt sumarblóm og búið að helluleggja fyrir framan hús. Vá það var magnað að upplifa son minn gera svona heilbrigða hluti og en magnaðra að sjá stoltið í augum hans vegna afrakstursins. Yndislegt mín var stolt í hjartanu og klökk af gleði.... frekar væminn en það er gott.

Það er svo flottur hópur þarna fyrir austan og yndislegt að sjá hvað staðurinn er opinn og tilbúin að styðja þetta unga fólk til heilbrigðra hluta.

Nú eftir heimsóknina....stoppaði frekar stutt...þá brenndi ég með bóndan minn á bráðavaktina! Skyndilega var eins og hálft andlitið á honum ætlaði að leka niðrá hné og hann var ekki sérstaklega myndarlegur öðru meginn!

Þar máttum við byrja á að bíða í tvö tíma eftir að komast inn, þá tóku við fimm tímar í skoðun. í ljós kom að minn maður er með Belgs lömun.....sem er ekki bráðalvarleg en er andlitslömun og er því hálft andlitið lamað og getur verið það um nokkurt skeið. Lömuninn gengur til baka í flestum tilfellum en það getur tekið einhverja mánuði. Fjúkket....var smeik um tíma að þetta gæti verið heilablóðfall!

Svona eru ævintýrin í mínu lífi...ég get sjaldnast kvartað yfir lognmollu og leiðindum Grin 

Kærleikskveðja.´Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ææ, vonandi lagast bóndinn sem fyrst

Frábært að heyra hvað lífið er gott fyrir austan.

Hefur þú heyrt eitthvað um stofnum félags foreldra fíkla? Mig langar nefnilega að vera í svoleiðis félagi.

Knús á þig og batakveðjur til bóndans

Kidda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:05

2 identicon

Dóttir mín fékk Bellslömun 10 ára gömul, ef ég man rétt, var sett á dúndurstera til að draga niður bólguna og varð eins og tungl í fyllingu.

Segja má að lömunin hafi gengið 99 prósent til baka hjá henni, hún er 24 ára í dag og það eru bara pabbi og mamma sem sjá eitthvað á henni og þá einkum ef hún er mjög þreytt. En þetta er svolítið sjokkerandi ástand þegar maður uppgötvar það. Ég var þó svo "heppin" að þekkja það því tengdamóðir mín hafði lamast á sama hátt allmörgum árum áður. Þessi lömun er kennd við einhvern Bell, en stundum kölluð lestarstjóralömun, með tilvísan í lestarstjórana sem héngu hálfir út um gluggana á lestunum í gamla daga. Vonandi nær hann bata sem fyrst.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Frábært að heyra að Ragnari gangi svona vel, mátt sko vel vera stolt í  þínu :)

Batakveðjur á bóndann.

Guðrún Hauksdóttir, 21.5.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband