Undanfarið hef ég heyrt töluvert í fólki, bæði sem ég þekki og þekki ekki en hafa haft samband við mig eftir viðtalið í vikunni og þáttinn í sumar. Það er sorglegt að allt þetta fólk hefur þurft að takast á við það að eiga barn eða einhvern mjög nákominn sem lent hefur í neyslu fíkniefna en það sem er sorglegra er að þetta fólk hefur allt þurft að berjast við kerfið okkar fyrir því að fá hjálp í þessum málum og sumir hafa gengið í gegnum mörg ár án almennilegra úrræða
Þegar ég lít til baka yfir mína sögu með mínum syni fíklinum og alla þá baráttu sem ég hef þurft að heyja á þessum sjö árum þá er alveg merkilegt hversu oft ég hef þurft að beita allri minni orku í að fá í gegn aðstoð.
Mér er minnistætt eitt skiptii þegar hann hafði verið tíndur í hálfan mánuð og ég hafði loks frétt af honum að hann væri í mjög slæmu líkamlegu ástandi þá 16.ára gamall. Ég set mig strax í samband við barnaverndar fulltrúan sem hafði haft hans mál og bið um að hún fari í að græja pláss fyrir hann þar sem hann er illa á sig kominn og það verði að stoppa hann. þau svör voru að allt væri fullt og það yrði bara að fara í biðröðina en ég var ekki alveg til í það og benti henni á að ég þekkti nú barnaverndarlöginn nokkuð vel og myndi ekki hika við að nota þau, þá gat hún reddað því að það biði pláss á neyðarvistun en það væri bara hægt að halda því í sólahring. Svo það fór allt á fullt við að leita af drengnum og að lokum fannst hann og var fluttur inná Stuðla í hræðilegu ástandi, ekkert nema skinn og bein, stóð varla undir sjálfum sér af vannæringu og kolruglaður af neyslu. En barnaverndar fulltrúinn sem á að mæta og kíkja á skjólstæðing sinn á Stuðlum á fyrstu sólahringum hans þar kom ekki fyrr en á 12 degi og þá voru starfsmenn staðarins orðnir ansi hissa á vinnubrögðum hennar. Henni brá nú heldur í brún er hún sá hann þarna á 12.degi og uppúr henni datt í fyrsta sinn: Kristín mín þarft þú ekki einhverja aðstoð..... þarna á þessum tímapunkti var drengurinn farinn að braggast og leit bara nokkuð vel út miða við þegar hann kom inn...Þetta er bara ein lítil saga ég á örugglega efni í heila bók af svona baráttusögum við kerfið.
Ótrúlegt að þurfa ða eyða orku í að berjast við kerfið.... kerfið sem á að huga að velferð þeirra sem búa í samfélaginu,
Allir þeir sem hafa þakkað mér fyrir að koma fram og opna þessa umræðu, segja mína sögu sem er saga svo margra. Ég er afar þakklát. Takk fyrir fögur orð í minn garð.
Þetta er barátta margra og við verðum að standa saman um að krefjast þess að einhvað gerist jákvætt í málefnum fíkla og aðstandenda.
Kv.Kristín
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185496
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér Kristín.
Halla Rut , 20.10.2007 kl. 00:41
Ég er óendanlega stollt af þér, sem betur fer hef ég ekki þurft að berjast svona við kerfið, enda á ég ung börn sem eldast reyndar frekar fljótt
Ég þekki þennan heim heldur ekki sjálf, en ég á vini sem hafa fallið í þennan heim og minn heitt elskaði hefur reynsluna sem nýtist honum sem betur fer til góðs í dag
knús og kram
Elísabet
Elísabet (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.