Gott að lögreglan gerði húsleit þarna, en hvað verður um þetta blessaða barn ? Því miður er barnavernd ekki mjög öflug eins og staðan er í dag, of mörg mál og of fá stöðugildi og engin úrræði.
Ég er alveg ákaflega hamingjusöm með það að það sé minnst á mikilvægi hundsins í þessu máli, ég vildi sjá miklu fleirri hunda þjálfaða upp til lögregluvinnu.
Kv.Kristín
Talsvert magn fíkniefna fannst við húsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.10.2007 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Merkilegt hvernig menn geta komið sér upp gróðurhúsum og ræktað upp.... en svekktir hljóta þeir að vera eftir að leggja alla þessa vinnu á sig að þegar ræktunin er kominn á lokastig kemur löggumann og eyðileggur allt. Svona var þetta líka í Kópavoginum hér um árið.
En gott mál....
Kv.Kristín
Umfangsmikil kannabisræktun upprætt í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2007 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sterar eru ólöglegir en einhverra hluta vegna virðist litið öðruvísi á þá en önnur ólögleg efni!! Sterar geta skaðað mann jafnvel dregið til dauða en samt er einhver mýkt í því hvernig tekið á þeim sem teknir eru með stera.
Nei bara að velta vöngum yfir þessu.
Kv:kristín
Handtekinn vegna stera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2007 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Undanfarið hef ég heyrt töluvert í fólki, bæði sem ég þekki og þekki ekki en hafa haft samband við mig eftir viðtalið í vikunni og þáttinn í sumar. Það er sorglegt að allt þetta fólk hefur þurft að takast á við það að eiga barn eða einhvern mjög nákominn sem lent hefur í neyslu fíkniefna en það sem er sorglegra er að þetta fólk hefur allt þurft að berjast við kerfið okkar fyrir því að fá hjálp í þessum málum og sumir hafa gengið í gegnum mörg ár án almennilegra úrræða
Þegar ég lít til baka yfir mína sögu með mínum syni fíklinum og alla þá baráttu sem ég hef þurft að heyja á þessum sjö árum þá er alveg merkilegt hversu oft ég hef þurft að beita allri minni orku í að fá í gegn aðstoð.
Mér er minnistætt eitt skiptii þegar hann hafði verið tíndur í hálfan mánuð og ég hafði loks frétt af honum að hann væri í mjög slæmu líkamlegu ástandi þá 16.ára gamall. Ég set mig strax í samband við barnaverndar fulltrúan sem hafði haft hans mál og bið um að hún fari í að græja pláss fyrir hann þar sem hann er illa á sig kominn og það verði að stoppa hann. þau svör voru að allt væri fullt og það yrði bara að fara í biðröðina en ég var ekki alveg til í það og benti henni á að ég þekkti nú barnaverndarlöginn nokkuð vel og myndi ekki hika við að nota þau, þá gat hún reddað því að það biði pláss á neyðarvistun en það væri bara hægt að halda því í sólahring. Svo það fór allt á fullt við að leita af drengnum og að lokum fannst hann og var fluttur inná Stuðla í hræðilegu ástandi, ekkert nema skinn og bein, stóð varla undir sjálfum sér af vannæringu og kolruglaður af neyslu. En barnaverndar fulltrúinn sem á að mæta og kíkja á skjólstæðing sinn á Stuðlum á fyrstu sólahringum hans þar kom ekki fyrr en á 12 degi og þá voru starfsmenn staðarins orðnir ansi hissa á vinnubrögðum hennar. Henni brá nú heldur í brún er hún sá hann þarna á 12.degi og uppúr henni datt í fyrsta sinn: Kristín mín þarft þú ekki einhverja aðstoð..... þarna á þessum tímapunkti var drengurinn farinn að braggast og leit bara nokkuð vel út miða við þegar hann kom inn...Þetta er bara ein lítil saga ég á örugglega efni í heila bók af svona baráttusögum við kerfið.
Ótrúlegt að þurfa ða eyða orku í að berjast við kerfið.... kerfið sem á að huga að velferð þeirra sem búa í samfélaginu,
Allir þeir sem hafa þakkað mér fyrir að koma fram og opna þessa umræðu, segja mína sögu sem er saga svo margra. Ég er afar þakklát. Takk fyrir fögur orð í minn garð.
Þetta er barátta margra og við verðum að standa saman um að krefjast þess að einhvað gerist jákvætt í málefnum fíkla og aðstandenda.
Kv.Kristín
Bloggar | 20.10.2007 | 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þarna náðist að ná í allan aldur!
Kv.Kristín
Þrír handteknir með fíkniefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.10.2007 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég veit ekki hvar ég á að byrja en málið er að ég er orðin svo hundþreytt á úrræðaleysi í málum fíkla og aðstandenda þeirra
Bara þau dæmi sem ég þekki eru endalaus ég gæti skrifað heila bók um fólk sem ekki fær aðstoð í þessum málum. Bara núna eru þó nokkrir sem ég veit um sem eru á hold hjá barnavernd vegna barna sem eru í neyslu og engin úrræði eru til. Ungir einstaklingar sem ekki eru orðnir sjálfráða og eru sjálfum sér og jafnvel öðrum hættulegir eru látnir bíða af því það er allt fullt og svo þegar er helgi þá er bara allt kerfið farið í helgarfrí og hendur neyðardeildar barnaverndar bundnar til mánudags..... arg hvað ég er pirruð
Staðan í dag er þannig: Neyðarvistun Stuðla er full, geðdeildarnar í landinu eru allar fullar, fangaklefar eru fullir og öll úrræði eru full...... er ekki mál að bregðast við og bæta úr? Það er einfalt mál að það er dýrara fyrir kerfið að gera ekki neitt, það kostar jú hellings pening að hafa fíklana á götunni og foreldrana í lamasessi.
Ég get allvega sagt ykkur það að ég er ekki alveg sátt við kerfið okkar, þá tala ég bara um þá barráttu sem ég hef átt við það og trúið mér ég hef þurft að berjast við kerfið. Þannig er að á þessum sjö árum sem ég hef gengið í gegnum fíkniefnaneyslu sonar míns þá var það fyrsti barnarverndarfulltrúin sem við fengum sem vann vinnuna sína og var gull af manneskju og án efa mín björgun til að komast í gegnum þetta. En þegar hún hætti eftir ca.2ár tók við barátta.
Það var sama hversu illa á sig sonur minn var kominn að ég fékk ekki úrræði fyrr en ég hafði barist til síðasta blóðdropa og ég er heppin ég bý yfir baráttukrafti vegna þeirra reynslu sem ég bý að en þannig er því ekki farið með alla foreldra, það að takast á við að barnið þitt er í neyslu er nóg þó þú þurfir ekki að berjast við allt heilbrigðis og félagsmálabatteríið líka.
Ég á svo erfitt með að sætta mig við það að í barnarverndarlögum er það alveg skýrt að hugsa skal um hagsmuni barns og forða því frá skaða hvort sem er þess eigin skaði eða af völdum annara. Samt virðist það vera samþykkt að heilbrigðis og félagsmálakerfin skaði börnin okkar og feli sig á bak við það að ekki séu úrræði til.
Hvað haldið þið að við séum að missa mikið aðf ungu fólki í blóma lífsins sem annað hvort tekur eigið líf í uppgjöf gegn fíkninni eða of stóran skammt..... það er allavegana töluvert fleirri en minningagreinar moggans gefa upp.
Þessir krakkar eru góðir krakkar sem breytast í skrímsli sem kallaður er fíkill þegar dópið hefur náð yfirhöndinni. Flest öll þessara barna koma frá góðum heimilum og þau koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins.
Það er mér kappsmál að opna fyrir málefni fíkla og aðstandenda þeirra, krefja yfirvöld um úrbætur í þessum málum. Vildi gjarnan heyra í þeim sem hafa áhuga á að krefjast bættra úrræða í þessum málum
Kv.Kristín
Bloggar | 13.10.2007 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gott mál að stoppa þenna mann við að selja en að sama skapi spurning hverju er varið að ná fram hann fer og afplánar og svo byrjar hann aftur!!!
Það eru alla vega meiri líkur en ekki, mér finnst vanta að fangelsin séu betrunarhús eða að minnsta kosti að menn hafi möguleika á að fá betrun, það þýðir ekkert að betra menn sem ekki vilja breytast. Þetta virðist alltaf verða einn vítahringur... maður gleðst þegar dópsalar nást... þá sleppa einhverjar æðar við efnin.... svo fyllist maður aftur reiði yfir dómskerfinu..... stuttir dómar og fangelsið takmarkaður staður..... pirr pirrr......
Ég á mér eina heita ósk.... hún er sú að þjóðfélagið vakni og virkilega opni augun fyrir þeim staðreyndum sem eru í gangi á götum Reykjavíkurborgar, þarna úti er dimm veröld og þessi dimma veröld er að taka alltof mörg börn til sín....ég veit það því ég þekki þau nokkur....
Af hverju eru þessir menn og konur sem við kjósum svona hrædd við að bretta upp ermar og gera eitthvað í málefnum fíkla og aðstandenda þeirra?
Væri gaman að fá svar við því.
Kv.Kristín
Fangelsi fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2007 | 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ágætt að ná þessu ´pínulitla magni og taka bílin úr umferð.
Kv.Kristín
Ölvaður og með fíkniefni í ótryggðum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.10.2007 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú ekki nein ósköp af magni sem þeir eru að ná en skýr skilaboð og það eitt er af hinu góða.
Kv.Kristín
Níu handteknir og húsleitir gerðar í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2007 | 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hef ekki haft tíma til að setjast niður við tölvuna til að bloggast eitthvað Síðasta vika hefur aldeilis verið hlaup og adtur hlaup.
Það hafa svo sem ekki komið neinar svaka fréttir af fíkniefnamálum bara þetta daglega´: lítið peð tekið með örfá grömm og þessi barði hinn og hinn barði þennan einhver innbrot og smávægilegur akstur undir áhrifum. En þetta er nú bara það sem er í gangi alla daga og landin er ekkert að missa svefn yfir því!!
Af fíklinum mínum er allt gott að frétta, enn í meðferðinni og sýnir bara jákvæðar breytingar.... svo hver veit.... vonin lifir allavega og við höfum lagt okkur framm við að styðja hann í breyttum lífstíl.
sjáum hvað setur.... njótið lífsins öll
Kv.Kristín
Bloggar | 9.10.2007 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar