Ég er hamingjusöm vegna þess að það er mikla manngæsku að finna og málefni Foreldrahúsa er í öruggri höfn Mínar bestu þakkir til allra þeirra sem komu að því að leysa úr húsnæðisvanda Foreldrahúss, þetta er stór gjöf til okkar sem búum í samfélaginu. Það er þörf á starfseminni og verður þörf í framtíðinni, því miður sér maður ekki fyrir sér að Ísland verði fíkniefnalaust en með starfsemi eins og Foreldrahús rekur verða foreldrar og fíklar sterkari í barráttunni við fíkniefnafjötrana.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item184188/
Þessi linkur lýsir þeirri manngæsku sem til er og finnst mér eigandi hússins mögnuð manneskja og vill óska honum/henni alls hins besta um ókomna tíð. Ég er reyndar sannfærð um að eigandinn á eitthvað gott framundan því í hvert skipti sem við gerum eitthvað gott þá fáum við það margfalt til baka.
Ragnar minn fór austur í Götusmiðju í gær, það var yndislegt að hitta fyrir starfsfólkið þar. Ég hef nú nokkrum sinnum hitt það áður þar sem hann var mikið hjá þeim þegar hann var yngri. Mér fannst gaman að koma og sjá hvað þau eru búin að gera staðinn huggulegan og finna þann góða anda sem er hjá þeim. Ragnar minn varð nú aðeins fyrir sjokki þegar hann var upplýstur um reglur staðarins. heheheh. en mér finnst þær flottar!
Svo nú er bara að sjá hvað minn maður gerir, hvort hann tekur þeirri leiðsögn sem honum bíðst eða ekki, það er í hans höndum. Það var alveg ótrúlegt magn af lyfjum sem hann var sendur með austur og ég hef verið að hugsa um það hvort yfirleitt sé hægt að vinna með hann vegna lyfja, veit svo sem að einstaklingur sem er að koma úr svona neyslu eins og hann þarf lyf til að styðjast við en þetta var heilt apótek og minn ekki mjög skýr
Annars er mín bara í flottum gír, þarf reyndar að ná sér úr átgírnum. Finnst ég vera hálfgert bjúga þegar ég vakna vegna þess hversu sokkin ég er af áti á söltum og reyktum mat, ekki bætir úr allt konfektið sem laumast inn fyrir munn og á mjaðmir...hummm
merkilegt hvað maður sleppir sér um jólinn, en nú ætla ég að fara að gíra mig úr átinu á þessu óholla og fara að borða hollt og reyna að standa upp úr sófanum og hreyfa mig
Bókinn sem ég er að lesa er frábær,, uppgvötaðu köllun þína með hjálp munksins sem seldi sportbílinn sinn,, Mæli með henni við alla.
Eigið góðan dag og njótum þess að sýna hvort öðru kærleika, það er svo gott.
Kv.Kristín
Bloggar | 28.12.2007 | 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hef átt yndislega daga, aðfangadagur var frábær allir slakir og svo snjóaði svo fallega, litli snáðinn minn brosti í hring og kallaði mamma komdu og sjáðu það verða hvít jól. Annars er hann þessi elska búin að vera lasinn með hita og höfuðverk, leiðinlegt þegar flensan tekur upp á því að heimsækja 10. ára stráka á aðfangadag
kúturinn var ekki alveg í gírnum og slappleikin svo mikill um kvöldið að hann bara opnaði pakkana og brosti en hafði ekki orku í að prófa þá.
Heimasætan mín var alsæl með allar gjafirnar og getur nú með góðu móti opnað snyrtivöruverslun svo mikið af fííniríi fékk hún. Hún ilmar svo yndislega og er svo fín og falleg að það er ekki annað hægt en að njóta þess að taka þátt í prinsessu gírnum hennar.
Bóndin kíkti uppá geðdeild á aðfangadagskvöld til að hitta Ragnar en engin Ragnar þar! Hann hafði verið sendur niðrí Fossvog í lungnamyndatöku með sjúkrabíl vegna þess að hann var svo slappur og með hraðan púls. Bóndin fór niðrí Fossvog og hitti þar prinsinn, þar sem hann hélt á símtóli og var að fara að hringja heim... þeir áttu góða stund á meðan beðið var eftir sjúkrabíl til að flytja hann aftur á geðið.
Það fara í geng gleði og sorgar tilfinningar þegar ég hugsa til hans Ragnars míns. Gleði yfir því að hann er inná geði að þiggja aðstoð og tilhlökkun hans yfir að fara austur í Götusmiðjuna, viljan til að hætta og að hann lifir. Sorg vegna þess að sonur minn rétt tvítugur er svo illa farinn líkamlega vegna neyslu fíkniefna að það svíður. Lifrin er orðin slöpp, lungun léleg, mettuninn léleg og hausin illa farinn. Ég vona að nú takist honum með þeirri góðu hjálp sem bíðst að snúa blaðinu við...... ég veit að hann á ekki langan tíma eftir í neyslu og hann veit það sjálfur.
Ég sjálf fékk yndislegar kærleikskveðjur og gjafir. Takk allir fyrir það Ég á frábæra fjölskyldu og flotta vini, mjög lánsöm kona.
Þessi lestrarhestur fékk 4.bækur þessi jól...þar af eina frá Ragnari englar dauðans eftir Þráinn Berthelsson, Hlakka til að lesa hana en mér þótti vænst um kortið sem fylgdi gjöfinni þar sem hann skrifaði,, fyrirgefðu mamma hvernig árið er búið að vera höfum það næsta betra, ég elska þig,, Það þótti mér vænt um. Ég elska þig líka Ragnar minn og ég vona svo sannarlega að næsta ár verði sameiningarárið okkar
Ég var snortin vegna hlýjunar sem voru í athugasemdum við síðustu færslu og mig langar að segja við ykkur frábæra fólk. Takk fyrir mig það er heiður að fá þessi fallegu komment frá ykkur. Megi kærleikur lýsa ykkar veg það sem eftir er.
Kv. Kristín.
Bloggar | 25.12.2007 | 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Aðfangadagur runnin upp og jólasnjór yfir öllu, gæti ekki verið fallegra. Mín vaknaði um kl.8 í morgun við brothljóð, skýringin á þeim var að annar hundurinn á heimilinu fékk þá snilldar hugmynd að láta undan löngun sinni í snakk sem var í skál á eldhúsborðinu með þeim afleiðingum að skálinn fauk í gólfið og splundraðist út um allt. Svo dagurinn byrjaði á að þrífa upp glerbrot og snakk......
En fall er fararheill og mín fékk yndislega bók í skóinn, uppgvötaðu lykilin af lífshamingjunni með speki munksins sem seldi sportbílinn sinn. Þessi húsmóðir er svo stillt að hún fær í skóinn
Annars er allt bara rólegt og notalegt, pakkaði inn gjöfum handa Ragnari sem ég fer með til hans á eftir, hann er enn jákvæður inná geðdeild, vonandi að sú stefna haldi áfram hjá mínum. Ég alla vega bið fyrir honum og kveiki ljós fyrir hann í gríð og erg.
Ég get nú samt ekki orða bundist yfir fréttinni í gær um að Vogur væri opin öllum sem vildu í meðferð yfir jólin....Ekki er hann opin fyrir minn son.... það er alveg klárt!
http://www.visir.is/article/20071223/FRETTIR01/71223026
Minn átti ekki skjól á Vogi.
En nú er ekki tími til að dvalja í einhverjum neikvæðum hugsunum, heldur í kærleika og gleði.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að friður jólanna lýsi yfir okkur öll.
Kv.Kristín
Bloggar | 24.12.2007 | 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Nýr dagur fullur af nýjum tækifærum það er svo magnað að fá að upplifa aftur og aftur nýjan dag, fá að skapa sér nýjar minningar. Fyrir það er ég þakklát.
Ég hef ekki alltaf verið þakklát fyrir nýjan dag, hér áður fannst mér nýr dagur vera upphaf að enn meiri erfiðleikum og leiðindum. Í dag er ég þakklát af því ég hef öðlast frið og fullvissum um að af mótlætinu læri ég og verð sterkari manneskja fyrir vikið.
Að ganga með honum syni mínum í gegnum líf fíkils hefur verið mikil lífsreynsla og oft mjög erfið en að sama skapi gefið mér sýn sem ekki allir öðlast. Hver kannast ekki við að hafa heyrt um aumingjana sem eru á götunni, rænandi og skítugir, gera hvað sem er fyrir næsta skammt. Þetta er lýsing á syni mínum, hann er ekki aumingi heldur fársjúkur af fíkn.
Hann fæddist um haust svo yndislega fallegur með mikið svart hár var rólegur og góður sem ungabarn. óx upp og var fjörugur strákpjakkur sem tók upp á ýmsu sem gaman er að rifja upp í dag: einu sinni hennti hann öllum nærbuxunum hennar ömmu sinnar út um eldhúsgluggan og þær voru fjúkandi um allt Seljahverfið lengi á eftir þá var hann fjöggra ára. Hann var ótrúlega skapandi strax sem krakki hafði unun af því að búa til heilu borgirnar úr legó, mála og hlusta á tónlist. Var fljótur til náms en í gaggó breyttist allt! Hann lenti í hrikalegu einelti og leið skelfilega í skólanum.
Þegar hann var þrettán þá missti ég hann fyrst, þá var hann byrjaður að reykja hass og ekki leið langt þar til sterkari efni komu til sögunar. Þar með var barátta upp á líf og dauða hafinn og stendur enn.
En í dag er hann inn á geðdeild í höndunum á fagfólki og fyrir það er ég þakklát. Ég vil trúa því að nú sé komið að því að hann losni úr klóm fíknarinnar og fái að blómstra og nýta sér hæfileika sína.
Það er mér svo mikils virði að sjá að hann og aðrir sem leiðast út í fíkniefnaneyslu og afbrot sem henni fylgja eru manneskjur en ekki aumingjar. Það er fjöldin allur af fólki þarna úti í neyslu misilla á sig komið en alltaf manneskjur sem eitt sinn voru börn sem glöddu foreldra sína og aðra í kringum sig. Innra með hverjum fíkli er manneskja með hæfileika sem ná ekki í gegn meðan fíkillinn er alsráðandi.
Mætum öllum í kærleika og munum eftir að öll eigum við eitthvað fallegt og gott í hjartanu þó það sjáist ekki utan á okkur.
Eigið góðan dag.
Kv.Kristín
Bloggar | 22.12.2007 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Inn fór hann jákvæður og sýndi fullan vilja á að gera vel. Vonandi heldur hann þeirri stefnu, ég ætla að trúa því að þetta gangi ég er reyndar búin að fá eitt símtal þess efnis að hann sé ósáttur við lyfjagjöfina hjá læknunum, en læt fagfólkið um að díla við hann.
Nú er bara jólaundirbúningur og dekur Mín byrjaði að þrífa þegar hún kom heim eftir að skutla drengnum á geðdeildina, setti frostrósir í cd og tuskan á loft. Létt í hjarta og þakklát fyrir að líf sonarins tók þessa stefnu.
Eigið góðan dag og þakkir fyrir stuðningin.
Kv.Kristín
Bloggar | 21.12.2007 | 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jibbý.... var að fá símtal frá geðdeildinni og minn má mæta á morgun kl.11 í fyrramálið til innlagnar í afeitrun
Svo minn maður getur hafið nýtt ferðalag á morgun, ferðalag til betra lífs.
Ég er þakklát fyrir stuðningin sem við höfum fengið allar þær bænir sem hafa verið beðnar og trúi því að það sé að skila árangri.
Eigið góðar stundir,Kv.Kristín
Bloggar | 20.12.2007 | 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Við Ragnar mættum inná Vog rétt fyrir kl.10 í morgun og tilkynntum okkur, mér fannst undarlegt að konan í mótökunni var ekkert að taka niður kennitölu og nafn, eins og venjan er!
Settumst í annan hornsófan sem er á biðstofunni og biðum. Ráðgjafinn kom fram talaði við einn sem var nokkuð við skál og kom svo aftur fram, hljóp nokkrum sinnum framm og til baka en vindur sér að lokum að okkur og segir það gengur ekki í dag. Ég verð hissa á framkomunni og spyr hvort ekki sé venjan að taka fólk inn í viðtal? Svarið var ,, þetta gengur ekki í dag, en ég get svo sem talað við ykkur ef þið endilega viljið,, Eins og hann væri að gera okkur einhvern svakalegan greiða!
Ég bendi honum á að eðlilegt væri að meta stöðuna á Ragnari hér væru við kominn þriðja daginn í röð og hann væri í betra standi enn í gær og sýndi vilja til að gera eitthvað í sýnum málum, benti honum á að þetta væri sjúkrahús og líf Ragnars væri að veði.
En fékk ég ,, þetta gengur ekki í dag,, Svo við stóðum upp og gengum út. Ég reið og Ragnar beygður, svei mér ef ekki er mál að skoða landslög.
Í almennum landslögum stendur að allir skulu eiga rétt á heilbrigðisþjónustu en sonur minn á ekki rétt á henni hjá tilteknu sjúkrahúsi í landinu. Sjúkrahús sem sérhæfir sig í fjölskyldusjúkdómnum alkahólisti/fíkn svara ekki kalli sjúklinga sem biðja um hjálp.
Ég veit alveg að hann sonur minn hefur farið margoft inn á Vog og í færri skipti en fleirri nýtt sér staðin til að hætta. En nú leitar hann eftir hjálp og hefur sýnt okkur það að hann vill hjálp, ef hann vildi hana ekki væri hann farinn héðan en ekki búin að hringja sjálfur austur og fá meðferð að afeitrun lokinni.
Mér finnst skammarlegt að fíkill sem vill hjálp sé ekki gripin á því mómenti og strax byrjað að vinna með hann. Fyrir utan að þessi framkoma sem við mættum í morgun sýnir ekki skilning á fyrirbærinu fjölskyldusjúkdómur, virðingarleysið fyrir mér sem móður var algert og ekki vottur af mannkærleika að finna.
Á síðustu sjö árum hef ég mætt mjög mörgu fagfólki sem vinnur með fíkla og hefur það almennt sýnt kærleika til mín sem móður, hans sem fíkils og skilning á fjölskyldusjúkdómshugtakinu.
Svo ég klikka út með: Ísland best í heimi.....my ass
Kv. Kristín
Bloggar | 20.12.2007 | 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki komst hann inn í dag. Á Vog mættum við kl.10 og það var bara nei, varla hlustað á það að hann ætti meðferðarpláss að afeitrun lokinni né að hann væri að biðja um hjálpina sjálfur þar sem hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki meira. Spurning hvort ekki þurfi aðeins að endurskoða þennan stað, ég skil landslög þannig að öllum skuli veita heilbrigðisþjónustu og þetta á að teljast sjúkrahús en það eina sem ég veit um sem hefur leyfi til að setja deyjandi sjúkling út á götu!
Brenndum á geðdeildina kl.11 þar máttum við bíða í klukkutíma en mættum þar skilningi og fengum að lokum það svar að á föstudaginn væru góðar líkur á að hann kæmist í innlögn. Svo nú er hann heima og við bíðum eftit föstudeginum. En við ætlum nú að mæta aftur í fyrramálið á Vog og sjá hvaða móttökur við fáum þá.
Svo nú er staðan þannig að hann vill enn fá hjálp en hvort það dugir til föstudags er erfitt að segja. Fíkill er jú fíkill.. ég bara bið og vona.
Ætla á fund í kvöld og ná mér þar í andlega næringu Bóndin verður hér heima á fíkla vaktinni og svo tek ég morgundaginn. Vonum að það gangi allt upp.
Kv.Kristín
PS. takk fyrir bænirnar og yndislegu kommentin.
Bloggar | 19.12.2007 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Dagurinn tók skyndilega breytingum! Götubarnið mitt hringdi aftur um 11 leitið í morgun, þá að athuga hvort við myndum skutla honum inná Vog, hann hafði farið þangað um morguninn kl.9 og átti að mæta aftur um kl.13 til að ath. hvort hann kæmist inn. Við sóttum hann í ónefnt hús og buðum honum upp á mat áður en við renndum með hann á Vog en á Vogi var svarið nei ekki í dag þú getur reynt aftur á morgun....Ég veit að það er ekki fullt á Vogi... en hvað um það, hann hringdi austur í götusmiðju og þar fær hann pláss að lokinni afeitrun
En vandin er að fá afeitrun... brenndum niðrá geðdeild þar var ekkert að hafa í dag en hann fékk tíma hjá ráðgjafa í fyrramálið. Svo planið er að mæta á Vog kl. 10 og ef ekki fæst inn þar þá á geðdeildina kl.11 ef ekki fæst inn þar, veit ég ekki hvað skal gera
En allavega hann var með okkur í dag og er hér heima núna búin að sofa síðan um sex, fær að vera hér í nótt og við styðjum hann á morgun við að reyna að komast inní afeitrun.
Mitt mat er að það er uppá líf eða dauða að grípa hann, hann er núna að leita eftir aðstoð og þá er helst andartakið að grípa fíkilinn til að ná að motivera hann. En þetta kemur í ljós á morgun ég bara bið að lausn komi og hann fái að ganga inní ljósið og njóta lífsins edrú.
Hann er að kalla á hjálp, vona að kerfið svari því kalli.
Ég bið þá sem geta að biðja með mér um að lausn komi
Okkur hjónum létti mikið við að sjá hann í dag, finnum fyrir uppgjöf en hvort hún er nægjanleg vitum við ekki en við vonum að nú sé hún kominn. Hann var svo skelfilega veikur þegar við sáum hann síðast að við áttum bæði von á því að það næsta yrði andlátsfregn og vorum bæði svo fegin að við höfðum átt kærleiksrík samskipti við hann. Mér finnst gott að vita af honum sofandi hérna hjá okkur, hann er öruggur og mér er ákveðið létt.
Dagurinn er búin að vera fínn, fór í foreldragrúbbuna mína sem var bara góð eins og alltaf enda ekkert nema flott fólk í henni, kröftugt og yndislegt fólk. Svo er líka svo einstök manneskja sem leiðir grúbbuna að þetta getur aldrei orðið annað en snilldin ein. Hef verið frekar þreytt eftir að ég kom heim, eflaust spennufall og léttir við að vita um soninn.
Eigið góðar stundir, ég krossa puttana í von um að hann komist í afeitrun og svo í meðferð og hina frábæru 12.spora leið.
Kærleikskveðjur. Kristín
Bloggar | 18.12.2007 | 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dagurinn í gær var bara góður. Náði að halda mig við hann og dagsplöninn. Upplifði mikin kærleika í gær, mér voru færðar góðar gjafir. Yndisleg vinkona mín mætti hér, reyndar á meðan ég þrammaði Smáralindina með dóttur minni, en ég sá þegar heim var komið að eftir mér biðu jólatúlipanar elsku Heidi mín takk fyrir, ég er svo lánsöm að eiga þig sem vinkonu. Mér var líka send falleg bæn frá konu og sendi hennar mínar bestu þakkir fyrir hana. Í gærkvöldi átti ég svo frábæra stund með frábærri konu.
Kærleikurinn sem ég verð fyrir hér í kommentunum frá ykkur er einstakur að finna fyrir því að fólk sendir falleg orð og hugsanir er magnað.
Í morgun vakti mig síminn, það var sonurinn tíndi, vantaði að vita hvenær bráðaþjónustan á Vogi væri opnuð......Hann hljómaði ágætlega.... sennilega búin að fá skammtinn sinn þá er maður hressari....svo sjáum hvað hann gerir.....hann er allavega á lífi og það var gott fyrir mig að heyra í honum, ég hafði ekki heyrt neitt í tvo daga og það er alltaf erfiðast að heyra ekkert.
En núna bíð ég bara og sé hvort hann leitar sér hjálpar eða ekki, það er ekki í mínum höndum ég vona svo sannarlega að hann finni ljósið og komi úr krumlu fíknarinnar og fái notið hversdagsleikans sem við hin málum oft gráan. En þegar maður hefur misst barn í heim fíknarinnar þá lærir maður að vera þakklátur fyrir þetta viðburðalausa venjulega líf. Líf með barni sem er fíkill er aldrei viðburðalaust, heldur skiptir um stefnu hratt.
Í dag hef ég fín dagsplön og ætla að halda mig við daginn.
Eigið góðar stundir. Kv.Kristín
Bloggar | 18.12.2007 | 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar