Minningar.

Ýmsar minningar hafa komið upp í huga minn við að vinna afleiðingarverkefnið fyrir hann son minn.... Ég hef sveimað um í huga mínum yfir þessi sjö ár sem hann hefur verið fastur í ´fíkninni og það var ekki laust við að tilfinningarnar færu af stað. Nokkur tár trilluðu við þær minningar sem voru hvað sárastar Crying

Núna kemur í huga minn fallegur lítill drengur sem var fullur af orku og þótti gaman að bralla eitt og annað. Mér er það minnisstætt þegar hann var um sex ára og var heillaður af Turtles skjaldbökum sem lifðu í holræsakerfi og börðust við ill öfl. þá var það nú oftar en ekki að við fundum hann úti að leika Turtles í holræsisröri sem var opið í hverfinu okkar, skítugur, illa lyktandi en alsæll með að hafa fundið þennan einstaka Turtles stað Smile hann hafði fjörugt ýmindunarafl og gat séð þessar hetjur sínar í hverju sem var.

Einu sinni þegar hann var snáði spurði hann undurblítt hvort við gætum haft krókódíla í matinn, ég hló og sagði að það væri ekki hægt því að krókódílar væru ekki til á Íslandi. Hann hélt því staðfastlega fram að hann hefði borðað krókódíla hjá ömmu sinni. Ég spurðist fyrir um þennan krókódílamat hjá móður minni og hún brosti og upplýsti mig um að hann hefði ekki viljað smakka svið fyrr en hún sagði að þetta væru krókódílar og þá hefði hann borðað heil ósköp af bestu lyst. Yndislegt Smile

Svo alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti tíndist hann í heimi fíknarinnar!

Nú við að rifja það upp, kíkja inní reiði, sársauka og fleiri tilfinningar finn ég söknuð, söknuðinn til litla drengsins sem lék sér sem Turtles og borðaði krókódíla og var svo ljós og fallegur.

Ég vona svo heitt og innilega að hann rati út úr fíkninni og fái að sjá hvað lífið í sinni einföldu hversdagsmynd er gefandi.

Njótið hversdagsins.

Kv.Kristín


Viðkvæmar kúlur og fl.

Fór með strákahundinn minn til dýralæknisins í morgun! Hvutti yfir sig spenntur og ánægður með að fara á flakk ekki þótti honum síðra að hitta fyrir læknirinn enda konan með eindæmum skemmtileg.... en spurning hvort minn er eins glaður þegar dagurinn er yfirstaðin!! Það var jú verið að fjarlægja kúlurnar hans Whistling svo No more hormone.

Annars bara gott, ég er að vinna verkefni sem götusmiðjan lagði fyrir okkur foreldra, afleiðingarverkefni. Mér finnst þetta sniðugt verkefni opnar augu fíkilsins fyrir því að hann er ekki einn um að verða fyrir áhrifum af neyslu sinni. Legg mig fram við að gera þetta heiðarlega. Hef alveg tekið mér smá tíma til að skoða verkefnið og melta það en byrjaði í dag og gékk bara vel Smile

Nú svo er maður aðeins að byrja að fá upplýsingar um komandi önn í skólanum og mér líst vel á, fer strax í næstu viku í þrennt afar spennó; viðtalstækni, snemmtæka íhlutun og þroskamöt. Fyrir mín eyru er það bara áhugavert...

Allir í góðum gír, nema kannski karlhundurinn þreyttur og aumur á viðkvæmum stað!

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja,Kristín


Órói!

Það er ekki laust við að mín sé óróleg og eirðarlaus. Ástæðan; búin að vera í löööngu fríi og vantar einhver verkefni til að takast á við, þá meina ég einhver uppbyggileg verkefni að gera eitthvað gott sem veitir mér ánægju og helst öðrum líka Wink

Ég bíð eftir að byrja í skólanum og virkja þar heilan og fara að takast á við vettvangsnám. Svo hef ég fengið tækifæri til að dýpka mig utan skóla svo spennandi tímar framundan og mín stútfull af orku og tilhlökkun til að takast á við þessi tækifæri.

Heyrði í syninum í gær, það var gott hljóð í honum. Eftirvænting um hvað árið myndi færa honum. Bara gott og vonandi heldur hann bara áfram í þessum gír. Það er eitthvað búið að minnka við hann lyf svo nú fer þokunni að létta og hann kemst nær sjálfum sér Smile 

Jæja bara stutt núna farinn að gera eitthvað við mig til að slá á óróleikan!!!

Eigið góðan dag. Kv.Kristín


Síðasti dagur jóla.

Síðasti dagur jóla en ég er búin að pakka jólunum niður og heimilið komið í hversdagsbúningin. Þetta hafa verið frábær jól og áramót, alla vega fyrir okkur mannfólkið á heimilinu. Hundarnir verða fegnir þegar flugeldasýningar kvöldsins eru búnar og þögnin tekur við LoL

Karlhundurinn minn hann Hemmi er alveg búin að fá nóg af sprengingum og hans litla hjarta getur ekki mikið meira. Þegar verið er að hleypa honum út þarf orðið að kasta honum út því hann vill á engan hátt fara út í geðveikina og eiga von á sprengingu á meðan hann pissar Grin Hann hefur grennst vegna þess að hann hleypur hér húsið á enda og leitar af skjóli undan sprengingum mannana.

Tíkin mín hún Bóla er nú öllu eldri og lífsreyndari. Henni er illa við lætin en hefur vit á að hjúfra sig í fangið á einhverjum og leita öryggis þar. Hikar ekki við að fara út því hún er Íslendingur og geltir bara á móti sprengjunum Wink

Það hefur verið sprengt hér nánast alla daga frá áramótum svo mínir hvuttar sofa ábyggilega í viku eftir að allt fellur í dúnalogn.

Mig er nú farið að hlakka til að fá inn ramma hversdagsins enda ríkir alger óregla á heimilinu Blush hér sofa allir langt fram eftir degi og vaka fram á nótt. Borða eins og matarbirgðir heimsins séu að klárast og liggja í sófanum að horfa á eitthvað innantómt efni sem situr ekki einu sinni eftir. Svo gott mál þegar mannskapurinn þarf að vakna sjö og mæta í skólan átta til að virkja heilan Wink

Ég á reyndar viku eftir í fríi en hana ætla ég að nota til að klára þessa einu bók sem ég á eftir af þeim bókum sem ég fékk í jólagjöf, er nú langt kominn með hana. Englar dauðans... sem sonur minn gaf mér...hrikaleg bók...góð en lýsingarnar í henni svakalegar! Svo bara að undirbúa mig fyrir skólann Smile

Í kvöld ætlum við að loka jólunum með vinafólki og borða góðan mat, fara á brennu og flugeldashow.

Eigið góðan dag.

Kv.kristín


Jólahúsið mitt.

e0bcebee74741bb4

Ljósmyndari: Sigfús.

Svona leit út um jólin hjá okkur Smile fengum við viðurkenningu fyrir að nota fígúrur smekklega án þess að ofgera.

Ég get svo sem ekki eignað mér heiðurinn af þessu það er alfarið maðurinn minn sem sér um að skreyta Wink

Eigið góðan dag.

Kv.Kristín


Ævintýraheimur!

Verð að segja það að þessir fáu dagar sem liðnir eru af árinu eru eins og ævintýri.... hver dagur færir mér eitthvað gott. Kanski er málið bara að ég hef þurrkað rykið af sálinni og er farinn að veita því athygli Woundering

Ég átti stund með kærri vinkonu minni í gær. Bað hana afsökunar á þeim brotum sem ég hafði framið í okkar vináttu og það var alveg magnað.... ég er svo lánsöm að vera í prógrammi sem gefur mér að fá að ganga yndislega leið í lífinu.

Ég er alveg handviss um að þetta ár verður gott ár, kanski ekki erfiðleikalaust en gott. Málið er að erfiðleikar eru bara partur af lífinu og af þeim þroskumst við og lærum að tækla þá á þann hátt að þeir stjórni ekki okkar lífi.

Enn er mín í jólafríi og verður að játa að ég er farinn að bíða eftir að byrja í skólanum. Fara að kljást við eitthvað sem aðeins reynir á heilan og komast í rútínu. Svo er næsta önn mjög spennandi Smile Því kellan er að fara sem skiptinemi, á gamals aldri. Ekki átti ég von á því að ég ætti eftir að gerast skiptinemi en svona er lífið skemmtilega gjöfult. Ég tek praktíkina í danaveldi.....það verður ævintýri að spreyta sig á því... tala reyndar ekki dönsku en trúi því að þetta verði ekkert mál.

Fékk símtal í gær frá einni sem er mér mjög kær. Sú var fyrir austan í götusmiðju og hafði séð minn og bar honum söguna vel Smile það gladdi mitt móðuhjarta að heyra að hann er að vinna vinnuna sína þar.

Svo kom líka annað símtal og það var ekki minna skemmtilegt, jólaskreytingarbóndinn minn hafði skreytt svo smekkilega þetta árið að okkur var boðið að koma og taka á móti verðlaunum þess efnis Smile Íslenska jólaskrautið okkar!

Eigið góðan dag.

Kv.Kristín


Sýnum hvort öðru virðingu.

Þannig er lífið að ekki líkar öllum við alla, mér líkar ekki við alla og öllum líkar ekki við mig... mjög einfalt.  Ekki satt?

Eitt hef ég þó tamið mér það er að sýna öðru fólki virðingu og mæta náunganum af kærleika, vera heiðarleg og koma fram sem ég öllum stundum.

Ég er þakklát fyrir þær kveðjur sem ég fæ hér og hef verið svo lánsöm að fá góðar kveðjur og frá fólki sem kemur fram undir nafni, en í kvöld fékk ég komment sem mér þótti óþarflega ljótt í garð sonar míns.

Ég get á engan hátt ætlast til að allir skilji sjúkdóminn fíkn en ég get beðið fólk að sleppa því að koma með beiskju sína í garð þeirra sem berjast við sjúkdóminn í kommenti hér.

Eigið góða daga.

Kærleikskveðja. Kristín


Dagurinn í dag!

Dagur nr.1 árið 2008 Wizard

Nýja árið byrjaði á gjöfum, fékk mail frá mæðgum sem hafa kvittað hér og voru þau bæði stútfull af kærleika. Takk fyrir það Wink ekki amaleg byrjun á árinu.

Er búin að eiga rólegan og góðan dag, nostraði við fjölskylduna mína, var búin að útbúa hátíðar morgunverð áður en liðið vaknaði... sá morgunverður var reyndar um klukkan 13.30 en það er nú nýársdagur og um að gera að vakna úthvíldur og fínn.

Ég og ungarnir tveir erum alveg búin að vera á fullu í dag að hamast við að klára allt gotterí í húsinu svo auðveldara verði að snúa til hollari lífshátta LoL ég verð að játa að þegar kemur að sælgæti þá er ég lítið skárri en fíkillinn minn, hef afar litla stjórn og endalaust mikin móral Whistling

Fyrsta blaðsíðan þi ársbókinni minni er notaleg og stefnan er að gera þær allar góðar.

Eigið góðar stundir og njótið þess að vera til.

Kv.Kristín


Hamingjutár!

Sit hér og leyfi hamingjutárum að trilla niður kinnarnar og innra með mér er þakklæti og gleði.

Ragnar minn var að hringja í mig og það var yndislegt símtal, hann var skýrari og greinilega líður mjög vel hjá þeim í götusmiðjunni. Við vorum að tala um allar þær góðu kveðjur sem við höfum fengið hér og greinilegt að það skiptir hann miklu máli að þeir sem til hans þekkja skilja eftir kveðjur hér.

Svo fyrir hans hönd og mína takk fyrir stuðninginn InLove

Það er svo ótrúlega magnað hvað lítið símtal getur orðið dýrmætt, svo dýrmætt að vita af barninu sínu á góðum stað og sáttu.

Mikil tilhlökkun að fá næsta símtal Cool

Gleðilegt ár til ykkar allra.

Kv.Kristín


Erfiðasta en gjöfugasta ár lífs míns.

þetta ár hefur bæði verið eitt erfiðasta ár í lífi mínu en jafnframt það gjöfugasta!

Við fjölskyldan höfðum átt 8.mánuði saman þar sem hann var edrú og var bara flottastir, allir nutu þess og samveran var yndisleg. Hann hafði öðlast allt okkar traust og stóð vel undir því, en fíknisjúkdómurinn er sterkur og 22. desember fékk ég símtal þess efnis að hann væri útúr dópaður á vinnustað sínum.

Í upphafi þessa árs var sonur minn sem sagt nýlega fallinn og ég dvaldi í lengstu lög í afneitun, vildi ekki sjá hvernig staðan var í raun og veru. Reyndi eftir bestu getu að sannfæra mig um að hann væri bara eitthvað illa stemdur og það liði hjá. Ég vildi á engan hátt trúa því að hann væri kolfallinn, ég vissi að hann féll 2.dögum fyrir jól en vildi svo innilega trúa því að það væri ekki meira.

Einn morgun gat ég alls ekki vakið hann, hann var grár og haggaðist ekki sama hvað ég hristi hann um kl.15 kom maðurinn minn úr vinnu og ég var þá sannfærð um að Ragnar minn væri með svona skelfilega flensu en þegar maðurinn minn hafði farið inn til hans og leitað og kom fram með plastpoka þar sem þrjár notaðar sprautunálar voru og efni þá varð mín að stíga út úr afneituninni og horfast í augu við að barráttan var hafinn að nýju. Þetta var í janúar og við vísuðum honum út, því ekki er hægt að vera með virkan fíkil á heimili og það er óendanlega sárt að vísa barninu sínu út.

Í byrjun febrúar leitar hann til okkar og vill komast í meðferð, hann fékk að vera hér heima á meðan beðið var eftir plássi á Vogi. Það voru ellefu erfiðustu dagarnir sem hafa verið hér heima á þessu ári. Daginn sem hann fór inná Vog kom ég mér í samband við Foreldrahús sem er stærsta gjöfinn mín á þessu ári.

Á þessum sjö árum sem Ragnar minn hefur verið í neyslu hef ég unnið með sjálfa mig og notið þar góðs með aðstoð fagfólks, en þegar hann féll þarna þá féll mín uppbygging líka. Með góðri leiðsögn ráðgjafa og annara í Foreldrahúsum var ég fljót að ná tökum á mér, en það kom eingöngu vegna þess að ég vissi sem aðstandandi að ég varð að gefast upp og þiggja leiðsögn.

Margir erfiðir og hræðilegir hlutir hafa gerst í lífi sonar míns, hann lenti á gjörgæslu og var vart hugað líf í þrjá sólahringa vegna of stórs skammts. Ég komst í gegnum það með æðruleysi og þeirri fullvissu að það væri ekki í mínum höndum hvernig færi, ég bað fyrir honum, það gerðu það reyndar mjög margir í kringum mig. Smátt og smátt komst hann á lappir en var nú ekki búin að vera fótafær nema rétt um tvo daga þegar hann útskrifaði sig og fór beint á götuna og hélt áfram. Þá lærði ég það að þó fíkill snerti hlið dauðans er það ekki endilega það sem verður til þess að hann hættir neyslu.

Skömmu seinna fékk ég símtal þess efnis að hann væri að fara á Litla Hraun og ég upplifði léttir já mörgum kann að finnast það undarlegt en fyrir mig var það léttir að vita af honum þar frekar en útá götu.

Það var leitast eftir því við mig hvort ég vildi koma fram sem móðir og segja sögu mína, ég þáði það ekki til að öðlast frægð og frama heldur vegna þess að ég tel mikilvægt að svipta þennan sjúkdóm hulunni. Feluleikur er besti vinur fíknarinnar og með feluleiknum nær fíknin að þrífast, ég vildi líka að þeir sem eiga fíkla vissu um þá frábæru aðstoð sem Foreldrahús hefur fyrir okkur.

Ég fékk góð viðbrögð eftir að ég kom fram opinberlega, margir þökkuðu mér fyrir að segja sögu mína, margir hringdu og vildu vita meira um Foreldrahús svo ég svo sannarlega uppskar. Mér er þó minnistætt ein ummæli sem ég fékk þau voru þannig að mér hefði nú ekki gengið svo vel að bjarga syni mínum svo til hvers að leita aðstoðar. Málið er að það er ekki í mínum höndum að bjarga syni mínum, ég get bara bjargað mér og sýnt honum syni mínum kærleika og stutt hann þegar hann er tilbúin til að byggja upp nýtt líf án fíkniefna.

Líf hans hefur verið stormasamt, ég hef fengið hann til baka núna á seinni hluta ársins, þegar hann var í meðferð inn á Hlaðgerðarkoti þá áttum við yndislegar vikur saman og það er ómetanlegt að halda í þær minningar en hann hefur líka dansað línudans við dauðan og er nú kominn á síðasta snúning ef hann ætlar að halda áfram í neyslu. Sem stendur er hann hjá Götusmiðjunni og von mín er sú að hann taki leiðsögn og að við fáum að njóta þess að hann komi til baka.

Mitt líf hefur verið fullt af gjöfum, ég hef eignast ómetanlegan kærleika frá starfsfólki Foreldrahúsa og fengið hvatningu þar til að halda áfram á minni braut í lífi og námi, ég hef fengið að kynnast frábærum foreldrum sem eiga börn í neyslu það er ómetanlegt að fá að deila lífi með þeim, ég hef verið leidd í hendurnar á einstakri trúnaðarkonu í alanon og fengið að njóta þeirrar yndislegu ferðar sem sporin 12 eru. Við fjölskyldan hér heima höfum aldrei verið samhentari og börnin mín tvö hér heima eru sterkari, stúlkan mín blómstrar eftir sjálfstyrkingarnámskeiðið sem hún naut hjá Foreldrahúsum og sonurinn fer strax eftir áramót.

Ég hef eignast yndislegt líf og mig sjálfa.

Ég hef ákveðið að strengja eitt áramótaheit og það er að halda áfram að bjarga sjálfri mér og treysta æðri mætti fyrir honum Ragnari.

Ég ætla að trúa því að hann nýti sér leiðsögn þeirra í götusmiðjunni.

Njótið síðustu daga ársins og munið að nýtt ár er eins og bók með auðum síðum sem við fáum að skrifa okkar líf á.

Kv.Kristín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband