383 dagar liðnir : )

Í dag eru 383 dagar síðan hann sonur minn fór fárveikur í meðferð hjá Götusmiðjunni og í dag er útskriftin hans Wink Hann stóð við sinn hluta af samningnum sem gerður var við hann í upphafi, 365 daga meðferð !

Þessi tími hefur verið góður fyrir alla í fjölskyldunni, vissulega hafa komið tímabil þar sem hann hefur barist um í meðferðinni en með góðri hjálp hefur hann náð að vinna með það og er nú komin á góðan stað.

Við hér heima höfum notið friðsins og áhyggjuleysis, þannig að þessi tími hefur verið tími uppbyggingar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Hér heima eru allir fullir tilhlökkunar um að fá hann heim aftur og við mætum öll til þess að vera viðstödd útskriftina... sistkyni hans geta varla beðið eftir að fá stóra bróður heim.

Þetta er góður dagur til útskriftar.... Því hún Ásta Kristín systurdóttir mín á afmæli í dag..til hamingju elsku frænka með daginn þinn, megirðu eiga yndislegan dag fullan af skemmtilegum ævintýrum.

Í dag hefst svo sannarlega nýr kafli.... við horfum jákvæð fram á vegin og tökum einn dag í einu til þess að njóta til hins ýtrasta.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn elskulega fjölskylda megi hann vera ykkur sem ánægjulegastur

Kolla (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:16

2 identicon

Til hamingju með daginn........  frábært að heyra þetta.  Ég get ekki neitað því að það trilla nokkur tár niður kinnar, ekki átti ég alveg von á þessu fyrir ári síðan þegar þau voru saman fyrir austan skottan og stráksi ....en þau eru bæði komin á réttan kjöl sem er bara frábært.......  Knúsaðu verðandi pabbann  frá mér. 

Kærleikskveðja að austan

Sirrý (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:24

3 identicon

Innilega til hamingju öll sömul. Þetta eru gleðitíðindi og mikil.

Knús á ykkur öll

og sérstaklega til Ragnars fyrir að koma út í lífið aftur heill

Kidda (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Innilegar hamingjuóskir.Æðisleg að byrja árið svona. Knús á línuna

Sædís Hafsteinsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með þennan stóra áfanga

Dísa Dóra, 14.1.2009 kl. 23:31

6 identicon

Innilega til hamingju með daginn!  Við í Amsturdam samgleðjumst ykkur öll og sendum okkar bestu kveðjur.

Ásdís Viggósdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:06

7 identicon

Langar að segja til hamingju, hef verið að fylgjast með ykkur í heilt ár.

Gangi ykkur ofboðslega vel, Kristín þú og fjölskylda þín eruð fyrirmynda margra sem eru þarna úti og eru í þessari baráttu.

Kær kveðja

Nína

nína (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:45

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með þetta allt saman

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.1.2009 kl. 08:44

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já, vá, það er liðið rúmt ár, innilega til hamingju þið öll og gangi ykkur vel í næsta áfanga.

Ef ég skil Sirrý rétt þá er líka að koma barn, það er æðislegt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.1.2009 kl. 13:52

10 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Innilegar hamingjuóskir með þenna merka dag elsku fjölskylda.
Megi Guð og hamingja fylgja ykkur öllum í framtíðinni

Linda Lea Bogadóttir, 19.1.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Til hamingju elsku Kristín.  Hlakka til að fylgjast með stráksa :-)

KN'US OG KRAM

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:38

12 identicon

takk fyrir afmæliskveðjuna og til hamingju öll með útskriftina

Ásta frænka (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:32

13 identicon

Elsku fjölskylda og Ragnar. Innilega til hamingju með þennan STÓRA sigur Stolt af þér Kristín fyrir eldmóð þinn og vilja til að berjast.. þú ert svo sannarlega til fyrirmyndar

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:25

14 identicon

Innilegar hamingjuóskir til ykkar fjölskyldunnar með þennan stóra áfanga og sérstakar kveðjur til Ragnars sem hefur svo sannarlega staðið sig vel og unnið stóran sigur.

Halldóra skólasystir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:32

15 identicon

Til hamingju öll.Það er svo gaman að lesa um svona góðan bata þegar sjúkdómurinn vondi og ljóti á í hlut.Ég hitti svo margt ungt fólk sem er svo langt gengið í fíkninni,en af ótrúlegum styrk lifa þau dag frá degi.Hver einn sem nær sér er kraftaverk.Kveðja austur til þeirra sem ég þekki og eru hugsanlega þar ennþá.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband