Gleðileg jól.

Mér líður eins og spenntu barni sem bíður eftir að jólinn koma svo það megi opna alla pakkana sína.

Pakkinn minn er að þetta eru fyrstu jólin í mörg ár þar sem ég veit að öll mín börn eru hamingjusöm og verða heima á jólunum.... þvílík gleði sem fylgir þessari fullvissu.

Ég nýt þess að sjá tilhlökkunina í augum yngri barnanna vegna þess að stóri bróðirinn er í góðum málum og væntanlegur heim yfir hátíðina...ég nýt þess líka að finna tilhlökkun Ragnars vegna jólanna, eins og hann sagði síðast við mig í morgun ; Vá mamma mig hlakkar svo til að koma heim og halda jól, fyrstu jólin mín í mörg ár. 

Við erum svo sannarlega vel blessuð fjölskylda. Þetta ár hefur verið okkur ótrúlega gott og hamingjuríkt en erfiðu árin eru líka dýrmæt því í þeim er fólgin reynsla og þroski sem færa mann nær þakklætinu.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, njótið samverunnar við ykkar nánustu.

Kærleikskveðja. Kristín

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól Stína mín, knúsaðu nú ykkur öll frá mér og mínum. Sjáumst fljótlega.

 Kveðja frá Akureyri

Íris Björk (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:55

2 identicon

Gleðileg jól mín kæra, vona að þið eigið frábær jól saman öll.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:58

3 identicon

Bib að heilsa ykkur öllum, hafið það æðislega gott!

leitt að komast ekki í kaff áðan .

Ég vona að bróðir þinn hafi ekki krumpað pakkana í drasl

Gleðileg jólajól!

Agnes (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:50

4 identicon

Kæra Kristín, Ragnar og fjölskylda

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt, bjart nýtt ár.

Samgleðst ykkur svo ynnilega og ég get líka sagt ykkur að þetta eru bestu  jólin í okkar fjölskyldu í mörg ár, allt gengur eins og best verður á kosið, okkar unga kona blómstraði í gærkvöldi með kærastanum, svo flott og fín, er að gleðja fjölskylduna alla og vinna vel í sínum málum. Sendum ykkur bestu kveðjur og vonum að gleði og gæfa fylgi ykkur á nýju ári.

Með kærleikskveðjum Amma Gyða.

Gyða (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband