Móðir jörð og faðir himinn.

Í dag eru sextán ár síðan ég og bóndinn minn byrjuðum saman. Við höfum brallað margt á þessum árum. Skotið í tvo krakka og leikið okkur á margan hátt Smile tekist á við ýmsar hindranir og erfiðleika okkur til þroska. En saman höfum við farið í gegnum þetta allt saman. Í dag er líf okkar fullt af gleði og skemmtun. Við njótum þess Smile

Fórum í gær í alveg hreint magnaðan hjólatúr. Hjóluðum á Þingvöll fengum smá kaffi þar og tókum svo Nesjavallaleiðina til baka. Úff hvað það var falleg leið. Ég hef marg sinnis keyrt Nesjavallaleiðina en að fara hana á hjóli það er allt annað. Maður er svo fullkomlega nálægt náttúrunni, finnur lyktina af jörðinni, skynjar vindinn og ert nálægt himmninum. Ég var ein í heiminum með æðri máttarvöldum um stund aftan á hjólinu og naut þess.

Við erum enn að bardúsa í garðinum, bóndinn helluleggur eins og hann eigi lífið að leysa og alheimurinn sendir okkur alltaf fleirri og fleirri hellur Wink Nágranni okkar átti nefnilega 200 hellur sem hann þurfti að losna við og svo í gær kom hann aftur og þurfti að gefa okkur enn fleirri. Svo það er spurning hvar þetta endar. Bóndinn er nú aðeins farinn að krossa sig og sér frammá að með þessu áframhaldi verði hann að helluleggja út sumarfríið sitt...heheheh.

Jæja ætla að fara að njóta lífsins, hvet ykkur til þess líka.

Kærleikskveðja Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með lífið og tilveruna, njóttu þess að lifa í gleði og bestu kveðjur til vinar míns fyrir austan

Gyða (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:23

2 identicon

Til hamingju með daginn

Heppin að eiga svona góðann nágranna. Dáist að þér að þora á svona faratæki, myndi aldrei þora því.

Tek þig á orðinu með að njóta lífins í dag, það ætla ég að gera í garðinum

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:25

3 identicon

Til hamingju með daginn bæði tvö :)

Við hjónin erum einmitt alveg búin að tapa okkur í nýju áhugamáli þ.e. að ganga um fjöll og fyrnindi og Stína við erum búin að ganga um allt á Nesjavallaleiðinni og já það er sko fallegt!

Jebb ég ætlaað njóta lífsins í dag :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: M

Til hamingju með daginn ykkar og bjartara líf

M, 9.8.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús inn í helgina 

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.8.2008 kl. 15:02

6 identicon

Ertu þá búin að borga honum fyrir flutninginn ?

Litli Bróðir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:41

7 identicon

Til hamingju með daginn.Við hjónin vorum einmitt að koma úr hjólatúr austur á Selfoss.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 18:19

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til lukku með hvort annað. 

Anna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 23:29

9 identicon

Heil og Sæl kæra Kristín, glöð að heyra að allt gengur vel hjá ykkur, líst vel á þetta með Mótorhjólið styð það heilshugar og mig sjálfri hefur alltaf langað í svona Farskjóta, hver veit nema sá draumur eigi eftir að rætast seinna. Sendi ykkur ljós og styrk og njótið þess að vera til. Kærleikskveðja Guðný Guðmundsdóttir.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 00:52

10 identicon

Til lukku með daginn og öll árin. Það verður sögulegt að koma og sjá þennan garð þegar ég á leið í borgina en ég hef það svo gott í sælunni í eyjunni grænu að ég nenni ekki í borgina. En það kemur nú að því að ég kíki við. Ég ætla að njóta dagsins eins og í gær en hann var góður og skemmtilegur.

Bið að heilsa austur til flotta gæjans þar. Annars er allt gott hérna megin og gengur vel. Einn dagur í einu það er málið ....ekki satt.

Kærleikskveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 09:49

11 Smámynd: Dísa Dóra

Til lukku með gærdaginn

Dísa Dóra, 10.8.2008 kl. 09:49

12 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Litli Bróðir... ég hélt þú vissir að stóra systir er hot og þarf því ekki að borga fyrir flutninga, enda var verið að flytja stóru systur okkar, svo hún er í skuld

Kristín Snorradóttir, 10.8.2008 kl. 10:19

13 Smámynd: Huldabeib

Til hamingju með árin ykkar 16.... Kvitt og knús úr þokunni

Huldabeib, 10.8.2008 kl. 13:46

14 identicon

til hamingju með daginn ykkar :) sendi góða strauma í fallega garðinn

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:55

15 identicon

Innilega til hamingju með þetta elsku Kristín mín og maður

Hlakka til að sjá þig næst er eiginlega farin að sakna þín finnst svo langt síðan ég hitti þig...hihihi

Hafðu það rosa gott

Kiss og knús Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband