Verslunarmannahelgi í Mosanum.

Pottþétt verslunarmannahelgi hjá mér....hehehe... heima að helluleggja í garðinum, reyndar sér nú bóndinn um það ég meira bara hjálpa til með því að dást að honum og garðinum. Ég er svo yfir mig ánægð með útkomuna...... flottasti garður sunnan heiða LoL 

Ragnar minn er í góðum gír, er búin að heyra í honum tvisvar í vikunni og ætla að heimsækja hann á eftir. Það er mikill þroski í gangi núna hjá honum, já og mér. Ég er að standa með mér þegar við spjöllum og hann að læra að taka því. Það reynist honum þyngra en mér en ég hjálpa honum ekkert með því að tipla á tánum. Öll þurfum við að læra hvernig lífið virkar og læra að takast á við það.

Við hjóninn erum að spá í að brenna austur á mótorfáknum.....Ragnar verður nú að fá að sjá hvað mamma er reffileg þar.

Njótið lífsins það er of stutt til að eyða því í éymd.

Kærleikur. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér ekki róandi og slakandi að vinna í garðinum þó svo að það sé kannski erfitt líkamlega

Farið varlega í umferðinn.

Knús í Mosó

Kidda (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða ferð í austrið á mótorfák :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.8.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Huldabeib

Efast ekki um að garðurinn sé að verða fallegasti garðurinn fyrir sunnan kvitt og knús austan af fjörðum

Huldabeib, 4.8.2008 kl. 02:25

4 identicon

Vona að þú hafir átt yndislega helgi frú mín góð! Veit nú ekki með þetta mótorhjólaþeys á þér um allar sveitir, en hei þú ferð bara varlega !

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband