Án átaka engin þroski.

Hér sit ég ein og hlusta á hrotur hinna í fjölskyldunni, veit ekki hvort það er bættur lífstíll eða sumarhúsaaldurinn sem veldur því en ég hef alveg tapað þeirri lista að sofa til hádegis! Búin að fara út í garð og klappa blómunum og matjurtargarðinum, það verður fín uppskera hjá minni í haust það dafnar allt svo vel þarna úti.

Af Mínum fíkli er allt gott að frétta og síðasta heimsókn var mjög góð en símtalið á miðvikudaginn enn betra Smile ráðgjafinn hans kominn úr sumarfríi og greinilegt að minn maður var feginn því. Ekki það að hinir ráðgjafarnir séu ekki fínir en þatta er bara svo lýsandi fyrir hann smá breyting og það er erfitt að höndla það. Ég fer ekki austur í dag en sendi honum góða strauma og bið guð að vera með honum í dag sem aðra daga. Ég er svo innilega þakklát fyrir þann stað sem hann er á og þann tíma sem hann hefur náð rúmlega sex mánuðir fyrir okkur hér heima er það kraftaverk. Já það er líka vonarneisti fyrir þá sem enn eru þarna úti fastir í feni fíknar og foreldra þeirra.

Ég man hvað mér fannst gott að heyra af sigrum annarra þegar hann var úti á götu og voninn mín var alveg að fjara út, það gaf mér von að heyra að einhver sem allir töldu að ætti enga von um að losna úr fíkninni fór í meðferð og náði bata.

Ég veit um svo marga þarna úti sem eru á vondum stað og þekki sorgir foreldra þeirra. Ég þekki líka marga sem eru í bata og þekki þakklæti foreldra þeirra. Ég er lánsöm að hafa öðlast þennan þroska Smile 

Njótið.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Stína við erum víst vaxnar upp úr þessu "sofa út" hef setið hér með kaffi og tölvuna um nokkra hríð og hlustað á hrotur.

Vildi að ég ætti matjurtagarð -eða bara garð yfir höfuð, hef verið að skoða fasteignaauglýsingarnar og láta mig dreyma. Það er nú bara þannig að hjá mér verða oft draumar að veruleika ef ég geri eitthvað í því, svo hver veit nema ég eignist garð og alles :)

Það er alltaf von og breytingar eru góðar!

Á eftir að bruna á mínar æskuslóðir og kíkja á þig og garðinn þinn!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vertu bara velkominn. Hvort sem þú vilt koma til að róta í moldinni eða bara þiggja kaffi. Hver veit nema ég bjóði í grænmetissúpu með haustinu...hehehe

Kristín Snorradóttir, 13.7.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gott að heyra, gangi þér vel í garðinum skvís :-)  æiii ég fékk nóg að eiga HUGES garð hér fyrir nokkrum árum svo ég er mjög fegin því að þurfa BARA að slá gras EINU SINNI á sumri hehehe

 Ég sem hef alltaf haldið að ég sé með græna fingur, þegar ég var barn dreymdi mig um að eiga "skrúðgarð" í garðinum hjá mér með alls konar hringbeðum, boltatrjám, rósum, gosbrunnum og tjönnum híhí

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:01

4 identicon

Ummm... grænmetissúpa:) Uppáhaldið mitt.... Hér heima hjá mér heitir hún (ennþá) Latabæjarsúpa:)

Gott að allt leikur í lyndi.

Sendi kærleiksknús á línuna:)
Díana

Diana (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 12:16

5 identicon

Það er alltaf gott að heyra að einhverjum gengur vel. Það er smábakslag hjá mínum en á meðan það er von þá getur allt gott gerst.

Sumarið er besti tíminn til þess að fá frábæra hugarró með vinnu í garðinum, ég sjálf gæti ekki lifað án þess að hafa garð til að hugsa um. Hef núna reyndar 3 garða eða lóðir til að hugsa um og hef því nægar ástæður til að öðlast hugarró.

Gafst hins vegar upp á því fyrir löngu að rækta grænmeti, sniglar og aðrar lífverur héldu að ég væri að rækta það fyrir þær en ekki til manneldis Jarðaberin standa hins vegar alltaf fyrir sínu.

Knús á þig mín kæra

Kidda (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Kærleikskvitt

Þóra Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 14:47

7 identicon

Þakklæti, þekking, þroski, sorg, gleði, auðmýkt, kærleikur - ómetanlegt.

Strumpurinn okkar er á góðum stað, í góðum gír - ómetanlegt.

Sólarkveðja

MogM 

MogM (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 15:02

8 identicon

Knús á ykkur

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 19:55

9 identicon

mikið finnst mér gott að heyra að Ragga gangi vel og líði vel, mér er oft hugsað til hans.

annars vildi ég bara kvitta fyrir mig og láta þig þannig vita að ég er að læðupúkast hér á blogginu þínu :P

sé þig vonandi á miðvikudaginn Stína mín.. þar til - haf það sem allra bezt :)

Helga Rós (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:46

10 identicon

Hæ sæta.

Æðislegt hvað allt gengur vel :)

Minn er á  góðum stað, í góðum gír.´:)

Ég var að koma að norðan,bara gaman :)

Sjáumst hressar á þriðjudag-miðvikudag,

kærleikskv.

Guðrún

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:08

11 Smámynd: Inga María

Já það er vonin sem heldur manni uppi....von um að það komi betri tímar.  Minn fíkill í mikilli neyslu núna og bara frétttir um slæmar hliðarverkanir af þeirri neyslu

Hafði það sem best áfram. 

Inga María, 14.7.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband