Frelsi.

Eins og tíðinn hefur verið hér á fróni þá hefur maður ekki getað sest niður við tölvu eitt andartak. Úti úti í sól og sumaryl. Moldvarpast í garðinum sem er allur að taka stakkaskiptum...vá hvað ég er stolt af mér þarSmile og ótrúlega glöð að uppgvötva að ég hef áhuga á þessu.... heheheh... bara í fyrra var ég hörð á að garðar væru bestir malbikaðir með góðum stólum og borði, þannig að sitja mætti við kaffidrykkju þar...hahahaha

Ragnar minn er í góðum gír, fjölskyldan er öll eitthvað svo slök og fín, enginn með áhyggjur af að von sé á skelfilegum fréttum bara allir að njóta. Yndislegt. Yngri börnin svo frjáls, ég sé hvernig tíminn gefur þeim frelsi frá áhyggjum vegna fíknar bróður síns og hvernig þau eru að slaka á og verða eðlilegri í samskiptum við hann, hætt að reyna að vera í réttu hlutverki gagnvart honum, heldur bara orðin þau sjálf.

Ég stefni á að heimsækja hann á sunnudaginn, það verður gaman að sjá hvernig jarðaberjaplönturnar dafna hjá honum, ég gaf honum jarðaberjaplöntur þegar hann átti sex mánaða afmæli fyrir austan. LoL

Farinn út að moldvarpast.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

njóttu þín í garðverkunum vinan og megi sunnudagurinn verða ykkur yndislegur.

Ég sendi ykkur alltaf hlýjar kveðjur með kvöldbæninni minni, þið eruð ein af þeim sem eruð komin með fastan sess

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.7.2008 kl. 10:58

2 identicon

Eigðu yndislega helgi og ég er alveg viss um að jarðaberin dafni jafn vel og börnin þín.. sem eru frjáls

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 11:31

3 identicon

Ég verð að kíkja í þennan garð þegar ég á leið suður í sumar......kannski að maður fái kaffi í garðinum líka ???

Frábært að heyra þetta allt kossar og knús austur á sunnudag.

Sirrý (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:53

4 identicon

Gott að heyra að allt er á góðum gir hjá ykkur. Ég er að fara til Finnlands á morgun og kannski kem ég með eitthvað til að planta í garðinu þínu ;)

Krista (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:34

5 identicon

Það liggur við að ég þurfi að koma í vettvangsferð og taka út garðinn þinn, er amk. orðin mjög forvitin :)

Ég hlakka líka ógurlega til að koma austur og sjá hvernig jarðaberin og sonur vor blómstra !

knús á þig og ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:05

6 identicon

Það er engin smá harka í þér kona góð..  Ég kem í kaffi tiþín við gott tækifæri og kíki á garðinn.

Eigðu yndislega helgi

Kiss og knús

´Hildur (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hér er alltaf kaffi á könnunni og í sumar hefur nú flestum bara verið boðið út í garð í sopan.... svo stelpur mínar velkomnar

Kristín Snorradóttir, 5.7.2008 kl. 11:20

8 identicon

Það er svo frábært að sjá hversu vel gengur hjá ykkur öllum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband