Dagurinn í dag er bjartur og fallegur en fyrir mig er hann gott betur en það, sonurinn er í dag búin að vera 6 mánuði í öruggu skjóli og unnið marga sigra. Sú breyting sem hefur orðið á honum er í raun kraftaverk, hvert lítið skref sem hann hefur tekið hefur hjálpað honum að komast á þann stað sem hann er í dag.
Við brenndum austur fyrir fjall og áttum með honum stund í tilefni dagsins, færðum honum jarðaberjaplöntur og strigaskó og bol. Hann leit vel út og var bjartur yndislegt að fá að njóta þess.
Ég átti samtal við ráðgjafa í dag sem hefur unnið töluvert með Ragnari og vorum við aðeins að ræða það að Ragnar þyrfti að taka ábyrgð, það er jú mikilvægur þáttur í lífi hverrar manneskju. Í samtali þessu nefnir ráðgjafinn það að það sé í raun kraftaverk á hvaða stað Ragnar er kominn í batanum því staðreyndinn sé sú að hann er langt genginn fíkill. Það kom mér á óvart hvað mér fannst vont að heyra hann segja þetta, samt er þetta staðreynd sem ég er full meðvituð um. Sonur minn er langt leiddur sprautufíkill og áður en hann fór inná geðdeild rétt fyrir jól var ég undir það búin að hann ætti ekki langt eftir vegna neyslu sinnar. En það var eitthvað svo sárt samt að heyra ráðgjafan segja þetta. Trúlega hefur mín verið kominn á einhverskonar afneitunarstað..... ætla alla vegana að skoða það..... því það er mikilvægt fyrir mig að vera ávallt meðvituð.....kanski er það óttinn við gamla félagan sársaukan ef hann fellur aftur, sem er náttúrulega eitthvað sem maður verður að gera ráð fyrir líka þó maður njóti þess tíma sem er góður. Einhvernveginn er ég samt laus við óttan um að hann sé að fara úr meðferðinni en auðvitað vill ég ekki hugsa til enda þá hugsun að hann fari aftur í sama farið.
Ég hef loksins fengið son minn aftur og er að kynnast honum upp á nýtt og hann mér, það er svo óendanlega dýrmætt.
En mitt takmark er að lifa í núinu og núið mitt er friðsælt og gott því ætla ég bara að njóta þess að vera í núinu.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegt að heyra hvað strák gengur vel Enda stendur stendur sterk og kærleiksrík manneskja við bakið á honum
Sæmundur Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 22:37
Hálft ár er LANGUR tími hjá fíkli, þið eruð bara yndislegust - gangi ykkur áfram svona súper vel :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:26
Smá kvitt. Langaði bara að óska ykkur áframhaldandi góðs gengis
Þóra Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 03:50
Yndisleg færsla.Til hamingju með hálfa árið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 15:57
Smá kvitt og pepp... hann er edrú og í góðum málum í dag.
Huldabeib, 28.6.2008 kl. 16:03
til hamingju Kristín mín með þennan tíma, sendi ykkur ljós og kærleik. Þið verðið nú sem fyrr í bænum mínum
Guðrún Jóhannesdóttir, 28.6.2008 kl. 16:58
Núið er ávallt best:)
Við fáum ekki styrk morgundagsins fyrr en hann rennur upp og styrkur gærdagsins er þrotinn.
Ég hef líka allt of oft fallið í þann leiðindar vana að kvíða einhverju sem ég tel að morgundagurinn beri en svo kemur í ljós að þetta var óþarfa eymd og kvíði:):)
Í dag, í dag og jafnvel bara þennan klukkutíma... og svo það besta BARA AKKÚRAT NÚNA!!!
Díana (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:37
Sæl Kristín.
Nú dveljum við að mestu í húsbílnum okkar, erum í sumarfríi, og höfum það mjög gott, allt í rétta átt hjá okkur og okkar fólki, það er svo gott að sjá hve vel gengur fyrir austan, hugsum oft þangað með miklu þakklæti. Bestu kveðjur til þín og þinnar fjölskyldu og sérstakar kveðjur til Ragnars.
Gyða (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:15
sæl kristín
mig langaði að óska þér og ragnari til hamingju með áfangann, eins og einhver sagði hér að ofan, hálft ár er mikill sigur.
bkv dóra
doddý, 30.6.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.