Á föstudaginn eru sex mánuðir síðan ég keyrði hann son minn upp í Götusmiðju, á þeim tímapunkti var ég að vona að ég fengi eins og viku frí frá geðveikinni, ég hafði enga trú á að hann mynndi endast í meðferðinni lengur en það. Hann hafði þá verið viku inná geðdeild og jólinn fóru að hluta til í ótta um að hann gengi út af geðdeildinni.
Þetta hafa verið yndislegir sex mánuðir þar sem við höfum öll eignast ný og betri samskipti. Ég sat ein með sjálfri mér og hugsaði um það hvernig blikið í augunum hans hefur breyst. Áður enn hann fór´inn á geðdeildina þá voru augun hans líflaus og það mátti lesa úr þeim þreytu og vonleysi enda var langt síðan dópið veitti honum gleði, það veitti honum einungis kvöl. En í dag er glampi sem ljómar og maður sér von. Það er svo óendanlega gott... ég hef reyndar ekki séð hann í hálfan mánuð þar sem ég hef ekki komist austur að heimsækja hann en ég fer á sunnudaginn og ætla þá að njóta þess að horfa í fallegu augun hans.
Við spjölluðum saman í síma á miðvikudaginn og talið barst að garðyrkjunni, þar sem við erum nú bæði orðin garðyrkjufræðingar og hann tók loforð af mömmu sinni um að koma með afleggjara af jarðaberjaplöntum. heheheh.... Það er eitthvað annað en var uppá teningnum fyrir rúmu hálfu ári síðan.
Það var oft sem augun mín voru dauf og vonlaus hér áður en ég átti nokkrar hetjur sem höfðu komist úr heimi fíknar og náð langt í lífinu. Þessar hetjur sögðu gjarnan við mig á mínum dimmustu dögum: Stína mundu á meðan það er líf þá er von.
Ég var hvött áfram við að halda voninni lifandi oft var hún svo lítil að það þurfti að blása lífi í glæðurnar. En hér erum við í dag svo ég segi við alla þá sem heyja þessa barráttu.
Á meðan það er líf þá er von.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að heyra,,, gangi ykkur áfram vel.....
Helga Dóra, 23.6.2008 kl. 10:13
Yndislegt!!!
Huldabeib, 23.6.2008 kl. 14:07
Gaman að heyra
Bryndís, 23.6.2008 kl. 14:38
yndislegt
Helga skjol, 23.6.2008 kl. 16:09
Já Kristín á meðan það er líf þá er von.....það er svo klárlega að sanna sig þessi orð.......æðislegt að heyra hvað GARÐYRKJUMAÐURINN er að gera góða hluti......ég ætla að´kíkja í garðinn og fá gott kaffi eins og foreldrar mínir gerðu fyrir stuttu.......þegar ég kem suður næst.....
Kærleikskveðja, Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 19:44
elskan, en hve gaman er að lesa þessa færslu, ljós og kærleikur til ykkar mæðginanna
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.6.2008 kl. 20:29
Yndislegt alveg, njótið lífsins :-)
Knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:52
hæhæ, Viktoría hér sem var uppí götusmiðju;) gaman að fá að fylgjast með ragnari:) en ég bið ynnilega að heilsa honum mátt kyssa hann og knúsa frá mérL:)
hann hefur líka mikið breist síðan ég hitti hann í feb... sem er æðislegt æðislegur strákur og traustur vinur;)
KV.Viktoria
Viktoría (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:56
Til hamingju með 6 mánuðina Stína mín Falleg færsla hjá þér. Ragnar þinn er gullmoli og einn sá mesti húmoristi sem ég hef hitt Hjá okkur mæðgum gengur bara mjög vel, (sé að hún kvittaði hér fyrir ofan) hún er að standa sig vel sem er bara frábært Knúsaðu Ragnar frá okkur, kær kveðja, Beta.
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:16
sit hérna og tárin bókstaflega streyma fram.. takk fyrir að snerta hjarta mitt enn og aftur ..
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:15
Það eru orð að sönnu...meðan það er líf þá er von...megi lífið brosa við ykkur áfram..
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 16:02
Hæhæ Kristín.. Sunneva hér sem var upp á götusmiðju :)
Frábært að heyra hvað Ragga gengur vel, þó ég hafi nú alveg vitað það fyrir hehe :)
og vonin! úff, hvar væri maður án hennar :)
En ég hugsa mikið til ykkar mæðgina.. og bið innilega að heilsa honum Ragnari Má á sunnudaginn. alveg með knúsi og kossum.. og hafð þú það æðislegt góða kona!!
hlakka til að fara á kaffihús með skvísunni ;)
koss og knús, Sunneva
Sunneva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 12:47
Sunneva takk fyrir yndislegt komment, skila kveðjunni frá þér með kossi og knúsum Hlakka líka til að fara á kaffihús og drekka þar góða sopa með fallegri ungri dömu sem hefur gert kraftaverk í eigin lífi. Mundu hversu sterk þú ert mín kæra. Stórt knús og kærleikskossar.
Kristín Snorradóttir, 27.6.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.