Umvafinn kærleika og góðu fólki, það er ég. Ég átti yndislegan dag í vinnunni í dag, það vantar aldrei kærleikan á þeim bænum. Ég sem er heilbrigð hef margt lært af þeim sem ég vinn fyrir á Skáltúnsheimilinu. Þeir sem þar búa kunna að gleðjast yfir hversdagshlutum og gefa af sér kærleika og þakklæti.
Mín reynsla er sú að þegar við leggjum okkur fram við að sína kærleika, styðja aðra og vera þakklát fyrir það sem við eigum, þá fáum við það margfalt til baka.
í dag var ég að vinna og fór því ekki austur í Grímsnesið að heimsækja hann son minn, ég hef heimsótt hann alla sunnudaga undanfarna mánuði og notið þess. Þannig er að ég hef farið af því mig langar til þess og vegna þess að samvera okkar er mér mjög dýrmæt. Mér finnst sem ég sé að finna barnið mitt eftir margra ára útlegð og að ég sé orðin sú móðir sem getur gefið af sér ást án skilyrða.
Ég var sátt við að vera að vinna og af þeim sökum ekki fara austur, bóndin fór og áttu þeir góða stund en mér þótti vænt um það að lesa í kommenti við síðustu færslu að Gyða og hennar maður heimsóttu hann líka og það með tertu í farteskinu. Ég veit að Ragnari hefur þótt ákaflega vænt um þá heimsókn, hann hefur oft talað um hversu einstök þau hjón eru og hve mikla hlýju þau hafa sýnt honum frá fyrstu tíð. Við sem missum börninn okkar í neyslu lærum að sjá mennsku fíkilsins og sýna honum hlýju. Því fíkillinn er jú manneskja rétt eins og við hin. Ég er þakklát fyrir þá hlýju og þann stuðning sem þau hjón hafa sýnt mínum syni og þar er svo sannarlega manngæska á ferð. Gyða mín takk fyrir heiðarleika þinn varðandi andlát vinar þíns, það er alltaf gott að muna að stutt er á milli hláturs og gráturs og því skyldi maður meta lífið og njóta þess á meðan það er.
Að loknum vinnudegi fékk ég óvænta heimsókn frá einni af mínum andlegu systrum. Hún kom með fallegt bros og rauðar rósir,þar mætti ég kærleikanum rétt einu sinni.
Það má segja að þessi dagur hafi verið stútfullur af kærleika og af þeim sökum er ég svo lánsöm að vera stútfull af þakklæti. Móðir Teresa sagði eftirfarandi:
Við þurfum engar sprengjur, engin vopn.
Kærleikurinn er vopn okkar:
kærleikurinn til hinna holdsveiku,
hinna öldruðu, hinna deyjandi, hinna lömuðu;
til allra þeirra sem eiga engan að og engir elska.
Kærleikur er eitthvað sem við búum öll yfir, tökum orð Teresu okkur til fyrirmyndar og leyfum kærleikanum að vera okkar vopn.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
falleg færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:15
Takk svo kærlega fyrir mig Kristín mín þú ert alger engill, ég sofnaði svo glöð og full af þakklæti eftir daginn í gær, ég hugsaði mikið um það sem við töluðum um og vá mér líður svo vel... Takk takk fyrir mig
Kiss og knús
Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:52
Yndisleg færsla hjá þér eins og svo oft áður. Að sjá mennskuna í fíklinum er hægt fyrir okkur sem höfum þurft að fara þessa erfiðu leið með börnum okkar.
Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 15:51
Hæ Stína mín, það var gaman að sjá Ragnar þinn í gær, hann ljómaði Hann kom inn í hús að sækja mjólk í kaffið, sagði mér að hann hefði fengið frábæra heimsókn og að hann yrði að gefa gestunum kaffi, svo var hann rokinn...... Það var reglulega gaman að sjá hann svona kátan (ekki að það sé óvanalegt) hann var bara svo ánægður með gestina........ knús, Beta
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 00:47
Gott að lesa bloggið þitt elsku vina, hef verið í svolítilli blogglægð svo ég hef ekki lesið lengi. Gangi ykkur vel og innilega til hamingju með prófeinkunnirnar :-)
Kv Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.6.2008 kl. 02:31
Hæ kristín, gott að heyra að það gengur vel með Ragnar og að hann sé glaður og sáttur, enda er hann á góðum stað núna. Prinsinn minn er ennþá að ráfa um í EYÐIMÖRKINNI þar sem ekkert er að hafa nema eymd og kvalir, en vonandi sér hann Sólina og finnur áttavitann sinn þá ratar hann vonandi til baka aftur í Ljósið. Fylgist áfram með blogginu þínu og eigðu góðan dag í dag. Kærleikskveðja Guðný.
Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:00
Góðan dag Kristín, vona að það gangi vel hjá Ragnari og ykkur fjöldskyldunni einnig. Langar að senda Ragnari þínum lítið ljóð sem hljóðar svona........Óska ég að Guð þig geymi, gæti þín og veiti styrk, oft er erfitt hér í heimi, á til Sál að verða myrk.....En ætíð aftur upp hún lítur, öllu lyftir kringum sig, augum fram á veginn gýtur, ekkert virðist buga þig. Með von um áframhaldi bata og gleðilegt sumar. Kærleikskveðja til ykkar. Guðný Guðmundsdóttir.
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:48
Hæ Stína mín, ég hitti Ragnar þinn í dag, hann fór á kostum með spaugi og glensi, bara flottastur Viktoría mín er útskrifuð Knús
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 21:45
Tu ert langflottust SONN:) gman ad lesa um sigrana tina.
Til hamingju Elisabet med Viktoriu:)
Sol og sumarkvedja, Diana
Diana (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.