Smit eða hvað?

Kraftur í minni þessa dagana.... veit ekki alveg hvað er í gangi nema hvað mín er bara í því að uppgvötva nýjar hliðar á sjálfri sér! Þið munið prjóneríið aha það var algerlega ný hlið sem kom mörgum á óvart...hehehe.... nú tók annað við og trúið mér þeir sem mig þekkja eru eiginlega bara í sjokki. Mín bara alveg gjörsamlega upp úr þurru fékk áhuga á garðinum sínum og er bara að leika moldvörpu þarna úti og reita arfa, planta blómum og kantskera. Ég sem hef alla tíð verið glerhörð á því að garðar ættu að vera hellulegðir með góðum útihúsgögnum svo hægt væri að nota þá til að liggja í leti með kaffibollan að vopni.

Það flaug í gegnum huga minn hvort þetta væri merki um að ég væri að eldast, en nei var nú fljót að finna út að mun líklegra væri að um smit væri að ræða. Ha það er nú þekkt að sprautufíklar beri smit, kannski að minn hafi borðið garðyrkju smit í mömmu sínaGrin 

Heyrði í mínum á fimmtudag og hann sagði mér að undanfarnir dagar hefðu reynt á en það stæði allt til bóta. Ætlaði að heyra aftur í mér í dag þar sem ég kemst ekki á morgun í heimsókn en bóndinn minn fer svo hann fær gest drengurinn.

Í dag dvel ég í þakklæti. Það er svo ótrúlega mikið sem ég hef að þakka fyrir, ég hef verið að líta um öxl og leyfa mér að sjá hversu mikið líf mitt hefur breyst. Trúið mér ég hef eignast nýtt líf og finnst stundum að ég þekki ekki þessa konu í fortíðinni.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já trúi þér vel.Ég á líka nýtt líf.Það er svo yndislegt að losna úr óttanum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:10

2 identicon

Moldvarpa..hihihi En mig hlakkar til að koma og sjá afraksturinn hjá þér

Ég get ekki ímyndað mér hvernig þú varst áður, en í dag ertu stórkostleg kona.. Eigðu rosalega góða helgi

Hildur (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 13:26

3 identicon

Sæl Kristín mín.

Heimsóttum vin okkar í Grímsnesinu í dag, keyptum ekta súkkulaðitertu í Guðnabakaríi á Selfossi, og keyrðum síðan sem leið lá í átt að Ingólfsfjalli, en þá kemur allt í einu sjúkrabíll með sírenur og ljós á eftir okkur, við keyrðum upp á eyju til að rýma veginn fyrir bílnum, þetta væri ekki í frásögur færandi nema að ekki vissum við þá að þessi bíll var að ná í góðan vin okkar sem varð skyndilega alvarlega veikur í sumarbústaðnum sínum, og hann dó í dag. En þetta kennir okkur að þakka hvern dag sem Guð gefur okkur.

Það var mikið gott að koma austur, Ragnar kom gangandi á móti okkur með pabba sínum, og það var svo fallegt í sveitinni glampandi sól og logn.

Ragnar bauð okkur í húsið sitt og okkur fannst það alveg frábært, hann er svo stoltur, og má það.

Síðan var hellt upp á gott kaffi fyrir okkur og við borðuðum súkkulaðikökuna með. Ragnar leit svo vel út var nýkominn úr klippingu og var mjög flottur. Hann sagðist vera mjög ánægður og líða vel, sýndi okkur blómin sín og að sjálfsögðu kartöflugarðinn.

En eins og fyrr segir fengum við slæmar fréttir þegar við komum heim, svo það skiftast á skin og skúrir í lífinu, en við samgleðjums ykkur fjölskyldunni hve það gengur vel hjá Ragnari. Bestu kveðjur Gyða.

Gyða (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband