Gamli vinur minn óttinn kom í heimsókn.

Stutt í óttann! Ég fann fyrir gamla vini mínum óttanum í gærkveldi.

Þannig er það með okkur aðstandendur að við erum ótrúlega fljót að renna í gömul för. Í gær var miðvikudagur og á miðvikudögum á Ragnar símatíma sem hann hefur alltaf notað til að hringja í mömmuna sína....en kl rúmlega átta var kominn tími á mína að leggja af stað á sinn fasta fund og hann hafði ekkert hringt....mín fór á fundin og sagði bóndanum og börnunum að bera Ragnari kveðju mína.

Þar sem ég keyri á fundinn finn ég hvernig óttinn skríður upp bakið á mér og tekur völdin um stund.....skyldi hann vera farinn úr meðferðinni, úff ég vissi að neyslufélagi hans kom inn á mánudag.

Svona hélt hausinn minn áfram á meðan ég keyrði. Alls konar hugsanir í gangi um það að nú væri barráttan að byrja aftur og að ég þyrfti að búa mig undir það.

Náði að stoppa hausinn á fundinum og vera bara á fundinum innann um mína andlegu fjölskyldu. En viti menn fundi slitið og mín í síman, hringdi í bóndann og sagði án þess að heilsa: hefur Ragnar hringt?????

Nei hann hafði ekkert hringt, illur grunur læddist að mér og hausin fór aftur á stað, gömul sorg gerði vart við sig og tárin heimtuðu að fá að koma í ljós.

Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á að ég vissi hvað ég ætti að gera og tók upp síman hringdi í trúnaðarkonuna mína og sagði ég er í óttakasti.... sagði henni söguna og fékk speglunina sem mig vantaði. Hringdu austur og vertu sönn, spurðu hvort ekki sé í lagi, fáðu svar áður en hausinn málar skrattan á vegginn.

Einfalt Smile    sporin eru bara snilld.

Ég fór róleg að sofa og mætti í vinnu í morgun, hringdi svo eftir vinnu og heyrði í starfsmanni. Sagði sannleikan, ég fann fyrir ótta þegar hann sonur minn hringdi ekki,  er í lagi?  Svarið var já það er bara svo mikið að gera hjá honum með aukinni ábyrgð, svo kallaði hún til Ragnars mundu að hringja í mömmu þína, hún er hrædd. Heheheheh

Hann ætlar að hringja í kvöld og ég ætla að vera sönn, segja honum að ég elska hann og að óttinn hafi tekið völdin.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

 líst vel á það plan!

Kv. Dísaskvísa

Dísaskvísa, 6.6.2008 kl. 00:19

2 identicon

Hæ Kristín, já þessi ótti er slæmur ég kannast svo svo vel við hann, og ég er ennþá að glíma við óttann og óvissuna með Prinsinn minn. Gott og gleðilegt að heyra hvað Prinsinum þínum gengur vel og sendi ég honum hlýhug og kærleik og ykkur fjöldskyldunni líka. Ég óska þér einnig til hamingju með prófin og eigðu gott og gleðiríkt sumar í faðmi fjöldskyldunnar. Held áfram að fylgjast með þér á blogginu. Að lokum gleðilegt sumar og megi guð og gæfan vera með ykkur áfram. Ps Sjöbba dóttir mín lét mig hafa símanúmerin þín sem ÁSTA lét hana hafa, takk fyrir það og ég læt heyra í mér við tækifæri. Kærleikskveðja til ykkar. Guðný Guðmundsdóttir mamma SJÖBBU.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 08:04

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Kristín... það er svo mikil gæfa fyrir okkur hin að fá að fylgjast með vægðarlausum heiðarleika þínum:)

Þú ert bara svo dásamleg mannvera... hlakka til næsta hittings... kemur þú á fjölskylduhátíðina á morgunn???

Birgitta Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 08:26

4 identicon

Þegar ég las þessa færslu þá fann ég fyrir sama óttanum og hugsaði NEI ég trúi því ekki að Ragnar sé farinn frá Brúarholti........og það trítluðu tár þegar ég las að svo var ekki......

Hérna megin er allt að síga á betri veg aftur og hefur verið að gerast hægt.....en það er alltaf von.....

Eigðu yndislega helgi og skilaðu koss á kinn frá mér á Ragnar um helgina og segðu honum að ég sé ÓGEÐSLEGA stolt af honum.

Kærleikskveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 10:34

5 identicon

Úff þekki þetta alltof vel.Sporin eru frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband