Vá þessi helgi hefur verið alveg hreint mögnuð vægt til orða tekið!
Við hjónin fórum í foreldraferð sem Foreldrahús bauð upp á og var sú ferð alveg mögnuð. Farið var í tilfinningavinnu með listmeðferðarfræðingi og leikara og mér fannst frábært, alveg til í meira af þessu. Saman var kominn magnaður hópur og innan hópsins var heiðarleiki og traust. Þið úr hópnum sem rambið hér inn. Takk fyrir samveruna og heiðurinn að fá að vera hluti af svo magnaðri heild.
Í dag renndum við austur fyrir fjallið góða og hittum fyrir garðyrkjumanninn okkar okkur til mikillar gleði var garðyrkjumaðurinn orðin leikstjóri og var mjög svo alvarlegur í því hlutverki þegar okkur bar að. Þannig var að þegar við mættum á svæðið var hvergi Ragnar að finna að lokinni leit sagði ungur maður mér að hann væri að gera bíómynd í herbergi þrjú, ég bað hann að sýna mér herbergi þrjú sem og hann gerði en varaði mig jafnframt við að ekki væri sniðugt að trufla leikstjórann þar sem hann tæki hlutverk sitt mjög alvarlega ég fullvissaði unga herrann um að mömmur mættu trufla og bankaði á hurðina og gékk svo galvösk inn, þar átti sér stað taka á mjög svo dramatísku atriði og átti nú mamma verulega bágt með að hlægja ekki hrossahlátri á meðan á tökunni stóð.
Yndislegt að sjá ungt fólk skapa og hvernig sköpunarkrafturinn lyftir upp sálinni hjá þeim. Það voru allir með í kvikmyndinni ýmist sem leikarar eða leikstjórar og kvikmyndatökumenn. Auðvitað fékk mamman forsýningu og ég grét af hlátri allan tíma, þó myndin ætti að flokkast undir dramatíska spennumynd. Þau voru bara svo yndislega einbeitt í leik sínum. Allir leikarar fá óskarinn frá mér fyrir hlutverk sitt og leikstjórar og handritshöfundar líka. Myndin fær tíu stjörnur af fimm mögulegum.
Kanski er ég heldur hlutdræg í dómi mínum á kvikmyndinni en mér er alveg sama
Nú Ragnar minn hristist eitthvað í skjálftanum um daginn en ekki varð neitt tjón hjá þeim og allir heilir að húfi. Ein falleg dama sem ég þekki útskrifaðist þennan dag, það má segja að hún hafi gert það með stæl..... enda gullmoli sem er kominn úr klóm fíknar í frelsi lífsins og ég ætla að trúa því að þessi skjálfti á útskriftardaginn hennar hafi verið merki um kraftinn sem í henni býr til edrúmennsku.
Á morgun ætla ég að afla mér fræðslu um þetta nýja meðferðardæmi MST, ég verð að játa að ég er vantrúuð á að þetta form virki en einmitt þess vegna verð ég að fræðast svo ég sé ekki að dæma án vitneskju
Lifið heil...
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Kristín
Takk fyrir samveruna sömuleiðis.
Kærleikskveðja frá okkur til ykkar - sjáumst hress seinna í sumar
MogM (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 00:11
Yndisleg færsla sem fékk mann til að glotta út í annað og fyllast kjánahroll :)
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:07
Frábært að allt gengur vel.... Knús Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:33
Já ... það skalf allt on nötraði þegar hún kvaddi til að stíga fyrstu skrefin án girðingar:) Jörðin fagnaði með okkur.
Takk svo mikið fyrir fallega og góða helgi, fyrir setuna yfir MST og fyrir fallegu orðin í garð dóttur minnar:) Þú ert bara YNDI.
Ég bið að heilsa í bili.. er samt bara símtal í burtu;) og svo sjáumst við hressar í sumar.
Knús á þinn skapandi dreng sem virðist geta allt sem snýr að list:)
Díana (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.