Feluleikur er besti vinur fíknarinnar.

Eftirfarandi er inngangur að frétt í Fréttablaðinu. Forsíðutitillinn er: Gríðarleg fjölgun virkra sprautufíkla og undir henni er stiklað á stóru og á bls 16 er stór grein um málefnið.

untitled

Faraldur sem ekki er rætt um
Talið er að um 700 virkir sprautufíklar séu hér á landi. Á hverju ári fjölgar mjög í þeim hópi og með hverju árinu eykst álagið á lögreglu og heilbrigðisstarfsmenn mjög vegna meðhöndlunar langt leiddra fíkla. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við fjölda heilbrigðisstarfsmanna um málið. Allir sögðu þeir sömu söguna hvort sem þeir störfuðu á gjörgæslu, geðdeild, mæðravernd eða annars staðar í kerfinu. Álag vegna langt leiddra fíkla eykst, dauðsföllum fjölgar og kostnaður samfélagsins eykst samhliða.
Það er nefnilega þannig að þetta málefni hefur verið þaggað í hel hér á landi og kostnaður samfélagsins alveg gríðarlegur þar af leiðandi.
Mér finnst það ekki flókið reiknisdæmi að sjá að það er mun ódýrara fyrir samfélagið að bregðast við vandanum með bættum úrræðum og sýnileika vandans, heldur en að ala upp enn fleirri fíkla með því að leggja blessun sína yfir vandan með þögninni.
Eitt af því sem ég hef lært á minni göngu er að feluleikur er besti vinur fíknarinnar, með feluleiknum viðhöldum við ástandinu og leggjum blessun okkar yfir ástandið.
Hættum að fela vandan stöndum upp og látum í okkur heyra.
Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að opna þessa umræðu og vona svo sannarlega að framhald verði á því.
Kærleikskveðja.Kristín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ARG og GARG hópurinn þarf að láta í sér heyra!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:12

2 identicon

Ég stið alla sem tala opið um þessi mál. Við þurfum að vakna.

Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.

Svanur H. Hauksson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:37

3 identicon

Meðferðarúrræði við hæfi NÚNA TAKK FYRIR..Knús á þig og stuðningskveðjur austur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:46

4 identicon

Þetta er bara sorgleg staðreynd........

Sirrý (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 16:34

5 identicon

Ég las þessa grein og þetta er ekki gott ástand bara alls ekki.  Nú held ég að það verði eitthvað að gera það þýðir ekki að loka á þetta lengur... Ég bara trúði þessu ekki þegar ég las þetta, en þetta er staðreynd sem er greynilega vel falin í þjóðfélaginu.

Hildur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 08:40

6 identicon

Gaman að sjá ykkur hjá "Bóndanum" Ragnari í gær. Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:50

7 identicon

7OO VIRKIR ´SPRAUTUFÍKLAR !

800 VIRKIR SPRAUTUFÍKLAR  ! (EFTIR 1 ÁR )

HVAÐ BÚA  MARGIR Á SEYÐISFIRÐI ?

7-800 MANNS !

OG NÚ ERUM VIÐ BARA AÐ TALA UM SPRAUTUFÍKLA.

ÞAÐ ERU SEM BETUR FÉR EKKI ALLIR FÍKLAR SEM AÐ SPRAUTA SIG !

HVAÐ ÆTLI SÉU MÖRG ÞÚSUND FÍKLAR Á ÍSLANDI ?

EF EKKERT VERÐUR AÐ GERT,Á ÞESSI FARALDUR BARA EFTIR AÐ AUKAST.

                             ÞJÓÐARRÁÐSTEFNU TAKK !

EÐA EIGUM VIÐ KANNSKI BARA AÐ BÍÐA ÞAR TIL AРVIRKIR SPRAUTUFÍKLAR VERÐA ORÐNIR 900-1000 ?????

ÉG SPYR ?

KÆRLEIKSKVEÐJUR

GUÐRÚN

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband