Heilbrigðismál Einn af hverjum tíu sem lagðir eru inn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi kemur þangað vegna afleiðinga vímuástands. Þóroddur Ingvarsson læknir, sem rannsakað hefur þessi mál, segir hlutdeild sprautufíkla hafa aukist mjög mikið meðal þessa hóps frá árinu 2003 og 2007.
Hann segir að á síðasta ári hafi 38 prósent þeirra sem voru lagðir inn vegna sprautufíknar látið lífið, eða alls sex manns, en enginn þeirra sprautufíkla sem lágu á gjörgæslu árið 2003 lést. "Þetta var allt ungt fólk og sárt að horfa á það fara svona," segir Þóroddur og ítrekar að tölurnar eigi aðeins við um þá sem létust á gjörgæsludeild.
Þá bendir hann á að dánartíðni þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu sé 5,8 prósent en meðal sprautufíkla sé hlutfallið þrettán prósent á þessu fimm ára tímabili, jafnvel þótt meðalaldur fíklanna sé töluvert lægri en annarra sem þar eru lagðir inn.
Álag vegna meðhöndlunar sprautufíkla hefur aukist mjög á starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar, hafa alvarlegar en sjaldgæfar blóðsýkingar meðal sjúklinga mjög færst í vöxt. Fíkniefnaneysla eykur mjög hættu á slíkum sýkingum.
"Þetta eru lífshættulegar sýkingar og dánartíðnin fimmtán til þrjátíu prósent. Samt sjáum við í rauninni bara toppinn á ísjakanum. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þetta fólk sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér láta lífið eða glíma við króníska sjúkdóma af völdum fíkniefnaneyslu," segir Magnús. - kdk
Sonur minn er einn af þessum sprautufíklum, hann er einn af þessum sex sem ekki deyja við komu á gjörgæslu vegna neyslu. Hann hefur sloppið fram að þessu við dauðan en ef hann fellur og fer aftur í neyslu er ekki víst að hann sleppi.
Málið er að ég held að samfélagið sé ekki nógu meðvitað um hversu alvarlegur vandi þetta er, fíkniefnavandinn og hversu dýrt það er fyrir samfélagið að hafa virka fíkla á götunni. Ég tel af hinu góða að þessi frrétt sé birt en er líka á sama máli og læknirinn þetta er eingöngu smá brot sem þeir fá inn. Hvað ætli mörg dauðsföll af neyslu séu skráð og hvar eru þessar tölur. Er ekki tímabært að krefja þá sem stýra þessu til að horfast í augu við þennan vanda og leggja til fjármuni í meðferðarstarf sem nýtist til að byggja upp þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra!
Samkvæmt frétt á ruv í síðustu viku er verið að loka meðferðarheimilum fyrir unglinga vegna þess að ekki er ásókn í þau.....afsakið en af hverju þekki ég fullt af ungum fíklum á götunni og hvers vegna verð ég vör við fjölgun ungra barna í neyslu......ég hef ekki séð hópin minnka, aðeins harðari neysla og yngri einstaklingar. Jú vissulega eru afföll því fíklarnir okkar deyja ungir og deyja hratt.
Móðir fíkils frekar gröm út í þetta svokallaða velferðakerfi okkar...arg og garg...
Kærleikskveðja. Kristín
Athugasemdir
Þá erum við saman í arg og garg hópnum!
Veit ekki alveg hvað á að gera til að vekja velferðarkerfið af blundinum eilífa en er að hugsa það og þegar ég veit það þá bíð ég þér með!
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:21
Þetta er ótrúlegt.... koss og knús allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 16:54
ÞJÓÐARÁTAK TAKK
Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:01
Þetta er ótrúlegt og svo vilja þeir ekki opna augun fyrir þessum vanda. Sem betur fer hef ég ekki enn fengið hringingu frá spítalanum um að sonur minni liggi þar eftir of mikla neyslu fíkniefna og vona að ég þurfi þess aldrei en það situr í mér fast að sú hringing eigi eftir að koma .
Vonandi fer þetta þjóðfélag að vakna og ráðamenn þjóðarinnar að sjá að sér og fari að gera eitthvað í þessum málum sem og öðrum. Það þýðir ekki endalaust að sópa óhreinu börnunum hennar Evu undir teppið. Nú er mál til komið að við vippum teppinu upp og gerum okkur sýnilegri svo fólk heyri um þennan vanda.
Stína fína lokkalína, 16.5.2008 kl. 18:10
Einmitt, en við verðum að standa upp og vekja athygli á vandanum. Hætta að fela okkur.....opna umræðu og sjást.
þannig er ekki hægt að láta sem ekkert sé...hana nú!
Kristín Snorradóttir, 16.5.2008 kl. 18:29
Óásættanlegt ástand
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:38
Já ég vil líka sjá þessar tölur!
Ég vil líka að það verði settur peningur í faglega vímuefnameðferð fyrir sprautufíkla.
Ég upplifi líka meiri neyslu meðal unglinga, þar sé ég ekki samasem merki við það að loka meðferðarheimilum fyrir unglinga. Ég tel að okkur vanti góð og faglega unnin meðferðar heimili fyrir unglinga á misjöfnu neyslustigi.
Það er undarleg tilfinning að fara erlendis á fagráðstefnu þar sem reynsluboltar úr "fíknigeiranum" tala mjög ákveðið um að það þurfi sterkt inngrip um leið og fyrstu "viðvörunareinkenni" gera vart við sig. Það var góð tilfinning að upplifa aðra fagaðila með sömu sýn og ég hef... það er að segja "af hverju að bíða með sterkt inngrip?"
Ég hef því miður heyrt allt of marga foreldra segja frá því að fagfólk hérlendis geri lítið úr áhættu hegðun, og geri lítið úr neyslu ólöglegra eiturlyfja (já.. eru þetta ekki bara smá hassreykingar? það prufa þetta allir unglingar í dag.) og ég hef því miður heyrt allt of marga foreldra segja frá því að fagaðilar dragi úr þeim þegar þeir vilja sækja um meðferð fyrir unglingana sína. Oft á þeim forsendum að þessir nýju neyslukrakkar eigi eftir að hitta langt gengna fíkla sem eru forhertir og geti því haft neikvæð áhrif á unglinginn sem er á byrjunarstigi neyslunnar. Ég myndi frekar vilja sjá þessa hópa aðskilda heldur en að draga úr og gera lítið úr því að unglingur sé að feta þessa leið.
En ég ætla að hætta núna áður en ég verð farin að skifa hér heila ritgerð;)
Baráttukveðja
Díana
Diana (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:15
Það er nefnilega það... ég þekki þetta! Ég hef einmitt sitið fyrir framan fagaðila sem benti mér á að normið í dag væri að reykja hass, þetta var þegar Ragnar minn var að feta sín fyrstu skref í neyslu! Ég er svo sammála þér að skipta meðferðum upp eftir því hvert fíkillinn er kominn í neyslu. Sonur minn þarf langtímameðferð...þá meina ég langtíma, hann er lánsamur að fá hana hjá götusmiðjunni.
Hann er sprautufíkill sem er langt gengin í neyslu og þarf þar af leiðandi annað en einhver sem er á fyrri stigum.
Stöndum upp og hrópum opinberlega upp þá staðreynd að fíkniefnavandinn á Íslandi er að stækka
Kristín Snorradóttir, 16.5.2008 kl. 23:03
Sammála ykkur öllum, stöndum saman og látum í okkur heyra. Það er furðulegt hvað ráðamenn eru lokaðir fyrir fíkniefnavandanum og áhugalausir um þessi mál. Sammála ykkur um að það sé furðulegt að loka áfangaheimilum, þekki mikið af börnum sem þurfa hjálp en fá hana ekki og einnig foreldra sem eru ráðalausir og fá svörin "þetta lagast". Langtíma meðferð er eitthvað sem ætti að vera sjálfsagt í þessu "velferðarþjóðfélagi " okkar. Áfram svo.........
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 17:26
Ég er svo sammála ........það er eitthvað mikið .....ég meina eins og það sem Krístín segir að normið er að allir prófi.........og það að loka meðferðarheimili vegna minnkandi ásóknar HALLÓ.....hvað er að gerast............NEI þetta gengur ekki ....það þarf eitthvað að gerast í þessu ........
KOMA SVO.........
Sirrý (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:06
Sælinú. Mig langar að drepa lítillega á annari hlið málsins, þeas, stöðu lækna sem skaffa fíklum dóp svosem morfín, amfetamín osfrv, af hverju er ekki sett pressa á þá af hálfu ákæruvaldsins? Fíklar virðast komast í endalausar birgðir af dópi, og njóta við það nafnleyndar sem var ekki ætluð í þetta. Ég minnist atviks fyrir nokkrum árum þar sem geðlæknir ávísaði margra mánaða birgðum af morfíni á nokkrum vikum á sama manninn! Geðlæknir að ávísa á morfín!? Af hverju ætti geðlæknir að gera það? Hann var svo gripinn og settur í frí. Af hverju var hann ekki dæmdur fyrir fíkniefnasölu (því hann tekur gjald fyrir" greiðann ") er einhver munur á því hvort fíkill fær dópið sitt ólöglega hér eða þar ? Já það er munur, því læknir er bundinn af fleiri lögum en hegningarlögum, og er þar að auki í verri siðferðislegri stöðu en fíkill sem selur fyrir neyslunni sinni. Ég hlusta ekki á það bull að læknarnir séu hræddir, þá hringja þeir barasta í lögregluna og gera þar fíklinum líklegast stórgreiða.
Þögnin er versti óvinurinn, ekki síst ef það er þagað með skipulögðum og markvissum hætti líkt og landlæknir og co hafa gert árum saman. Það eru endalausar fréttir af fíklum með læknadóp, fréttir af því hvað þeir gera, en ekkert talað um hvar fíklar ná í t.d. morfín. Margir hafa í gegnum tíðina hrósað happi yfir heróínleysinu á Íslandi, en gleyma því að ein ástæðan er sú að markaðurinn flýtur í morfíni og skyldum lyfjum. Það er sem sagt ekki það að hér sé ekki markaður fyrir heróín, heldur er hér sterk mafía með einokun á markaðnum, læknarnir. Ég vil fara að sjá dópsölu læknanna verða að lögreglumálum. FRIÐUR.
Haraldur Davíðsson, 18.5.2008 kl. 11:45
Er svo innilega sammála ! Er búin að standa í stríði við 10. bekkjar unglinginn á heimilinu núna í að verða ár. Hann er s.s. í kannabisneyslu og þegar ég vildi koma honum í meðferð þar sem er margra vikna bið var mér tjáð af "fagaðila" að hann væri ekki búin að vera í neinum afbrotum og væri því ekki eins gjaldgengur inn í meðferð. Eigum við s.s. að bíða eftir að vandamálið verði enn stærra og erfiðara viðfangs? Ég mæli með að leitað verði líka til okkar foreldrana sem höfum gengið í gegnum þessar hörmungar og við spurð hvað uppá vanti til að hægt sé að bæta þennan málaflokk.
Og að loka meðferðaheimilum.............í hvaða sápukúlu lifir þetta fólk sem tekur þessar ákvarðanir ? Hef heyrt því fleygt að meira sé verið að vinna með fjölskyldunum heima við. Ekki hafa þessir fagaðilar verið mikið að þvælast fyrir inn á mínu heimili. Ætli það sé vegna þess að fíkillinn á heimilu hefur aldrei brotist inn? Ég bara spyr....... ? Látum í okkur heyra og björgum mannslífum, það er of mikið í húfi !!!!!!!!!!!!!!
Hildur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.