Foreldrar Fíkla...

Hvað ætli þeim finnist að þurfi að gerast í samfélaginu?

Einhverjar breytingar?

Eitthvað sem vantar?

Ef ég fengi ykkur til að botna þessa setningu fyrir mig: Foreldrar Fíkla telja að.............................

Spáum aðeins í þessu.

Kærleikskveðja,Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....til þess að meðferð dugi þurfi meðal annars að veita sálfræðimeðferð á sama tíma og meðferðin er, ekki eftir hentugleikum.

....það þurfi fjölga meðferðarplássum.

Kem örugglega með meira.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Sæl skvís

Ég er sem betur fer ekki foreldri, en það sem kemur fyrst upp í huga minn er þetta:

- að hafa aðgang að virku teymi/þjónustu sem eru með upplýsingar um þau réttindi og þjónustu sem eru í boði fyrir fíkla og þeirra aðstandendur

- að bjóða uppá fjölbreyttar leiðir í meðferð, eins og Kidda segir hér að ofan, ekki spara í sálfræðiþjónustu fyrir þau eða aðra sálræna hjálp, það er svo mikilvægt

- að mæta "fíklum" með skilning ekki fordómum og/eða niðurlægjandi viðhorfi

- fjölga meðferðarplássum/úrræðum svo biðtíminn sé ekki svona langur

- stuðla að "fjölskyldumeðferð" þar sem fjölskyldan öll tekur þátt og fær einnig aðstoð

gæti talið upp endalaust haha en er kannski orðin pínu þreytt hérna núna í vinnunni :-) bæti kannski við seinna!

Er mín komin í rannsóknavinnu?

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.5.2008 kl. 04:22

3 Smámynd: Huldabeib

Úff... ég hef sem betur fer ekki verið þeim megin við borðið. Annars bara kvitt og knús.

Huldabeib, 9.5.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Ragnheiður

Núna er verið að breyta um aðferð við ungu krakkana. Í staðinn fyrir að setja þau á meðferðarheimili á að hjálpa þeim heima og hjálpa allri fjölskyldunni. Það líst mér vel á.

Ég er ekki eins og er nóg inní þessu til að geta bent á brotalamir. Guði sé lof.

Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl bloggvinkona.Foreldrar telja að það þurfi fleiri og hnitmiðaðri meðferðarúrræði fyrir fíkla,þeir þurfa lengri og sérhæfðari meðferð en alkahóllistameðferð.Ég tel að það þurfi að koma þar að fleiri sérfræðingar eins og t.d. Sálfræðingar,Félagsfræðingar,Geðlæknar og síðast en ekki síst fólk sem á við sama vandamál,þeir sem eiga við eiturlyfjaneyslu og alkahóllistar.

Guðjón H Finnbogason, 9.5.2008 kl. 20:11

6 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Félagþjónustan verði að fara að standa sig betur í því að gera eitthvað fyrir unga fíkla og fjölskyldur þeirra. Amen

Svo fíklarnir haldi ekki fjölskyldum sínum í herkví.

Guðrún Hauksdóttir, 9.5.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þetta eru allt góðir punktar og ég tel að foreldrar fíkla vilji sjá þá alla í framkvæmd..... einnig tel ég að foreldrar fíkla vilji sjá niðurfellingu á ákveðnum lögum.

Lögin kveða á um að ef barn er orðið 15 ára er ekki hægt að koma því í meðferð án dómsútskurðar ef það neitar að skrifa undir sjálft!

Kristín Snorradóttir, 10.5.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband