Smá frá hjartanu.

Nú þegar ég er búin að sitja og skrifa endalaust fræðilegt efni í marga daga, þá er gott að taka smá pásu og skrifa bara frá hjartanu hér Smile

Dagurinn í dag er búin að vera afbragðsgóður og ég hef verið svo lánsöm að fá að láta gott af mér leiða í dag. Það besta sem ég veit er þegar ég fæ tækifæri til að gera eitthvað sem er gott, hvort sem það er gott fyrir eina manneskju eða fleirri.

Vinkona mín kom færandi hendi til mín núna í vikunni. bankaði hjá mér og rétti mér dvd mynd, kyssti mig eldsnöggt og sagði love you, ég er farinn í bíó. Hún færði mér mynd sem mig er lengi búið að langa að sjá Wink My name is Bill W.

Frábær mynd fyrir alla sem þekkja til alkahólisma eða fíknar, þá meina ég alla ekki bara alka og fíkla, heldur aðstandendur horfið á þessa mynd. Myndin fjallar um Bill sem er upphafsmaður AA samtakana.

Það er jú sama lausnin fyrir okkur aðstandendur og alkana/fíklana, sporinn 12.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri alveg til í að sjá þessa mynd, hefði ekkert nema gott af því held ég. Frábært hvað allt gengur vel hjá ykkur :-) Vildi sko alveg að mín væri í Götusmiðjunni hjá Mumma og fél, kemur kannski að því aftur seinna :-)

"Mamma"

"Mamma" (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:27

2 identicon

My name is Bill W er mynd sem að ég ætla að sjá

Love you 7

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Guðrún Harðardóttir

Hvar fæ ég annars myndina ?

Kærleikskveðjur

Guðrún

Guðrún Harðardóttir, 3.5.2008 kl. 23:46

4 identicon

Hæ Stína mín! Hvar er hægt að fá þessa mynd?? Sjáumst vonandi á Götusmiðjunni í dag Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Stelpur mínar, myndina er hægt að panta á amazon á veraldarvefnum, hún er náttúrulega ekki textuð en spurning hvort hægt er að fá hana hér heima. Tékka hjá Skífuni eða eitthvað!

 Njótið ykkar.

Kristín Snorradóttir, 4.5.2008 kl. 11:43

6 identicon

Ég verð að sjá þessa mynd það er alveg á hreinu

Hafðu það rosa gott.

Hildur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:20

7 identicon

Bókasaföfnin ættu að eiga myndina.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband