Get nú ekki sagt annað en að ég hafi aðeins verið stressuð og utangátta í gærmorgun. Hugsaði reglulega til þeirra sem sátu á fundi og tóku ákvörðun um framhaldið hjá Ragnari. Jú ég beið líka eftir að síminn hringdi og ég fengi fréttir.
Þegar við komum austur til að sækja hann í dagsleyfið voru engar fréttir komnar! klukkan þá 13.30 úff... en við vorum rétt farinn af stað á vit ævintýranna þegar síminn hringdi, það var ráðgjafinn hans Ragnars með þær fréttir að hann væri ekkert að fara frá götusmiðjunni Svo afplánun var samþykkt þar, mín var mjög glöð. Þannig að hann fær uppbyggilega betrun og tækifæri til að skapa sér gott líf. Nú er það hans að nýta sér þetta og virkilega nota tíman til að vinna í sínum málum.
Við göntuðumst aðeins með það að það væru ekki margar mömmur sem væru svona sælar þegar barnið þeirra hæfi afplánun. okkur fannst við vera vel blessuð og ekki spurning í okkar huga um að það er guð. Nú væri hann leiddur á rétta braut og náu væri bara að leggja allt sitt í það og ganga í átt að ljósinu.
áttum yndislegan dag saman, ákváðum að skella okkur saman til höfuðborgarinnar þar sem rokið var brjálað á suðurlandi. Brenndum í keiluhöllina það átti að taka á því þar, sjá hvort fjölskyldan væri nú ekki bara tilvonandi atvinnulið í keilu. Þegar þangað kom tók hjartað í mér kipp! Fyrsta sem mætti okkur fyrir utan keiluhöllina voru menntaskælingar í búningum með bjór í hönd að fagna lokum..... ekki akkúrat það sem ég hafði hugsað fyrir fíkillinn minn... En í ljós koma að það var allt upppantað fram á kvöld svo við snérum frá. Skruppum í Kringluna aðeins að viðra okkur innandyra. Þar sá ég hvað mínum manni þótti erfitt að slappa af, hann var á varðbergi og það reyndi greinilega á hann. Mömmuna líka því allt í einu áttaði ég mig á því að ég var stöðugt með augun á honum, örlítið mikil meðvirkni þar...hehe Deleruðum svo aðeins, fengum okkur ís og enduðum daginn á að borða góðan mat.
Yndislegur dagur. Austur var hann kominn aftur um kl.20.00 og þá var hann sjálfur dauðþreyttur eftir áreiti dagsins.
Mín fór skælbrosandi á fund að loknum góðum degi.
En nú er að súa sér að námsefnaskrifum, eigið góðan dag.
Kærleikskveðja.Kristín
Flokkur: Bloggar | 1.5.2008 | 10:39 (breytt kl. 10:40) | Facebook
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært, þetta eru frábærar fréttir og sýnir að bæði er til æðri máttur og að starfsmenn yfirvalda hafa heilbrigða hugsun.
Samgleðst ykkur innilega með þennan áfanga.
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:49
Til hamingju með þessar góðu fréttir
Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:19
Dagurinn gat ekki byrjað betur Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir kæra Kristín og fjölsk. Skil svo vel líðan þína í Kringlunni, hefði sennilega verið nákvæmlega eins Eigið góðan dag !
"Mamma"
"Mamma" (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:22
Æðislegt að heyra þetta er góð umbun fyrir hann, hann er búinn að standa sig vel og hefði ég ekki viljað sjá aðra lausn á hans málum.
KNÚS OG KRAM
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:45
Til hamingju með góða fréttir....og góðar kveðjur til Ragnars :)
Krista (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:48
Gott að heyra Kristín
Sorry lítið kvitt undanfarið fer að bæta mig í því, hehe
Kveðja úr mínu hverfi í Mosó, Bryndís
Bryndís, 1.5.2008 kl. 12:59
Frábært!! Bið að heilsa
Ásta frænka (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 14:23
Þetta er bara ÆÐISLEGAR fréttir .......Til hamingju með þetta ef hægt er að segja svoleiðis í svona málum
Kærleikskveðja Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 15:40
Algerlega FRÁBÆRAR fréttir, vá hvað ég er ánægð fyrir ykkar hönd Ég fékk gæsahúð við að lesa fréttirnar TIL HAMINGJU, knús.
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 15:46
Alveg æðislegar fréttir. Ég samgleðst ykkur alveg innilega.
Birgitta (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:44
Frábært, held að hann hefði annars getað farið á byrjunarreit.
Vonandi gengur honum allt í haginn þarna fyrir austan og að honum takist að nýta sér það tækifæri sem honum gefst núna.
Alkinn (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:20
Frábærar fréttir.Snilldin ein.Guð blessi ykkur kæra fjölskylda
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:09
Frábærar fréttir
Helga skjol, 2.5.2008 kl. 06:07
Frábærar fréttir Kristín mín, mikið er ég glöð
Guðrún Jóhannesdóttir, 2.5.2008 kl. 11:47
VÁ það er sko til Guð.. Ég brosi allan hringinn núna.. er búin að biðja almættið mitt um aðstoð svo að ég missi ekki íbuðina mína.. húsaleigubætur og annað fyrir neðan allar hellur. En bænum mínum var svarað í morgun og vá ég er svo hamingjusöm. húsnæðið sem að mér líður svo vel í , líf dóttur minnar hófst þar og þar er okkar hreiður, mitt öryggi.. og ég fékk hækkaðar húsaleigubætur framar mínum björtustu vonum.. Eigðu yndislega helgi og passaðu meðvirknina
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 12:16
Ég samgleðst þér bloggvina.
Guðjón H Finnbogason, 2.5.2008 kl. 19:17
Ég samgleðst þér kæra vinkona
Guðrún Harðardóttir, 2.5.2008 kl. 22:41
Hjartans knús, námskveðjur og hamingjuóskir ***
Díana (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 00:42
Yndislegar fréttir!!!!
Kv.
Dísaskvísan
Dísaskvísan (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.