Væntanlegt er lokasvar frá fangelsismálastofnun í fyrramálið.
Þá kemur í ljós hvort leyfi fæst til að Ragnar fái að afplána dóminn í meðferð hjá götusmiðjunni. Ég er bjartsýn og trúi ekki öðru en að það fáist. Get ekki séð að það sé þjóðfélaginu í hag að setja unga menn sem eru að vinna í sínum málum í fangelsi til forherðingar!
Veit svo sem að allt snýst um peninga en sé ekki hvernig hægt er að meta peninga ofar mannslífi.
Þannig að á morgun er stór dagur framundan..... Við ætlum eins og kom fram í síðustu færslu að eiga saman samverustund fjölskyldan og gera eitthvað skemmtilegt, fá okkur svo gott í gogginn.
Mín búin að sitja við og skrifa eins og berserkur, hamra lyklaborðið þannig að á því sér. Vænlegur skammtur af stressi og vonleysi segir til sín reglulega.... merkilegt hvernig síðustu vikurnar fyrir skil verða alltaf hálf klikkaðar!
Lifið heil og sæl...
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hugsa til ykkar og bið Guð um að hann Ragnar fái að afplána hjá götusmiðjunni, sendi ykkur ljós Kristín mín
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.4.2008 kl. 19:01
Elsku Stína mín, krosslegg fingur fyrir ykkur, knús
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:04
Sendi ykkur fallega strauma. Good luck !!
"Mamma"
"Mamma" (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:07
Hugur minn er hjá ykkur, sendi ykkur góða strauma og krosslegg fingur.
Bkv.Dísaskvísan
Dísaskvísa, 29.4.2008 kl. 20:26
Sæl og blessuð Kristín.
Við "afi og amma" vorum að koma af grúbbufundi í Foreldrahúsi, mjög góður fundur, og aðstaðan er nú heldur betur orðin flott.
Okkur finnst mikið gott að mæta á þessa fundi og höfum fengið mikla hjálp við að koma okkur í jafnvægi, unga konan okkar kom í heimsókn á sunnudaginn, og leit mjög vel út, edrú og glöð, er að vinna mikið í sínum málum. Þau vita hvert á að leita að hjálp, kunna orðið á allt kerfið, það er bara að vilja fá hjálp.
Mér líður mjög vel í dag, og ég þakka yndislegu fólki í Foreldrahúsi, þeirra stóra þátt í því hve við lítum björtum augum á tilveruna.
Ég sendi Ragnari mínar bestu kveðjur og óskir um að allt fari vel á morgunn.
Kveðjur frá Gyðu.
Gyða (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:00
Nei Stína mín það er ekki von að ég og þú skiljum neitt í því hvernig er hægt að meta mannslíf til fjár, sem betur fer! Ætla aldrei að skilja það!
Þetta verður allt í lagi :)
ofurskutlukveðjur
ps. Láttu mig vita ef ég á að henda inn eins og einum kafla ha ha .... munar ekkert um það!
ps2. hvernig fór með prjónaskapinn...?
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:43
Þetta gengur allt upp hjá stráksa ég trúi ekki öðru.Góða samveru á stóra deginum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:01
Hugur minn er hjá ykkur !
kærleikskveðjur,
Sesselja
Sesselja H. Jensdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:01
Fangelsismálastofun hlýtur að vinna í báðar áttir...leyfa þeim sem eru í meðferð þarna að ljúka afplánun á staðnum alveg eins og þeir eru að gera með því að senda fanga sem þurfa á meðferð að halda og fá að ljúka afplánun hjá Götusmiðjunni. Trúi ekki öðru
Inga María, 29.4.2008 kl. 23:52
Krosslegg allt sem hægt er, það getur ekki verið annað en að þetta gangi upp. Annars er eitthvað að hjá þeim.
Gott að ritgerðin gengur vel en spyr eins og Guðbjörg, hvernig gengur með prjónaskapinn?
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:59
Vona innilega ad Raggi fai ad afplana i medferd! Sendi jakvaedar hugsanir!
Kvedja og knus!
Binnan, 30.4.2008 kl. 00:05
Elsku Kristín vona að allt fari að óskum í dag. Sé ekki tilgang í að senda ungan mann sem er að byggja sig upp í fangelsi til þess eins að brjóta hann niður aftur, ef svo er þá er þetta sorglegt kerfi sem við búum í.
Sendi ykkur hlýja og jákvæða strauma héða úr eyjunni fögru.
Kærleikskveðjur Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:19
Vona að þetta hafi komið jákvætt út í gær :)
Knús og kveðja.
Guðrún Hauksdóttir, 1.5.2008 kl. 09:34
Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.5.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.