Vaxandi nánd.

Undanfarnir dagar hafa einkennst af þokkalegum skammti af stressi, of mikilli frestunaráráttu sem á nú sök á þessu stessi Blush en með barráttu og þrautseigju hefur mér tekist að snúa blaðinu við og framkvæma........sitja við tölvuna og skrifa,skrifa og skrifa. Mín þarf að skrifa heil ósköp fyrir 8.maí í tengslum við vettvangsnámið, svo nú segi ég frestunaráráttunni stríð á hendur Wink það er að segja eftir að ég hef klárað þetta blog LoL 

Brenndi austur í fallegu veðri og heimsótti soninn. Hann tók vel á móti mér blessaður og við áttum góðar stundir saman yfir allt of mörgum kaffibollum. Ég fæ gleðihroll þegar ég hugsa um hversu náin samtöl okkar eru orðin. Í dag sagði ég honum frá því hvernig mér leið og hvað við fórum í gegnum þegar hann lenti á gjörgæslu síðasta sumar. Það var greinilegt að hann hafði ekki gert sér grein fyrir því að sá atburður hafði áhrif á alla en það var líka greinilegt að honum þótti mikilvægt að fá að heyra það. Þannig að heimsóknin í dag einkenndist að því að deila einu og öðru með hvort öðru. Mjög dýrmætt fyrir mig InLove 

Við ætlum svo öll fjölskyldan að eiga saman dag á miðvikudaginn, þá förum við austur sækjum hann og gerum öll eitthvað skemmtilegt saman..... Þigg góðar hugmyndir að einhverju spennandi og skemmtilegu sem má finna sér til dundurs á suðurlandinu.

Æðislegt þótti mér þegar hann talaði um að nú vildi hann bjóða stórfjölskyldunni í grill... gott að mínu mati að hann vilji fara að rækta þau tengsl sem hann hefur slitið í neyslunni. Svo ég lofaði að hóa í liðið og bjóða heim fyrir hans hönd. Svo þið af fjölskyldunni sem lesið þetta taka næsta sunnudag frá Wink 

Fór svo í góða göngu í fjörunni á kjaló eftir að ég kom heim að austan....ekki til að mótmæla bara með hundana mína og jú karlinn Grin

Njótið birtunnar.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Kristín mín þetta er æðislegt að heyra af þessari heimsókn.......og að Ragnar sé í góðu jafnvægi og sé að standa sig vel í "húsinu" sínu.  Væri óskandi að fleiri væru á þessum stað  En ég er allavega á góðum stað er komin á fullt í það sem við töluðum um og er bara gaman að því. 

Eigðu gott kvöld og vertu dugleg að skrifa haha

Kærleikskveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Sirrý mín gott að heyra, haltu áfram þú sérð ekki eftir því. Verum í bandi. Hlakka til að koma yfir hafið til þín í sumar.

Knús

Kristín Snorradóttir, 27.4.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegt að heyra þetta. Drífðu þig að klára það sem þarf að skrifa svo við getum setið að þér hérna megin hehehe.

Ragnheiður , 27.4.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábært og bara frábært! yndisegt að þetta skuli vera svona gott. Held áfram með ykkur í bænum mínum Kristín mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

yndislegt að heyra, ég skal senda þér alla mína skýrslustrauma EFTIR kl: 15.00 á þriðjudaginn   gangi þér vel skvís

 kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 27.4.2008 kl. 21:42

6 identicon

Hæ Stína mín, frábært að hitta ykkur Ragnar í dag upplifði ykkur svo glöð saman knús......

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:51

7 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Mikið er gott að þið getið talað saman um liðnar stundir þrátt fyrir hve erfiðar þær voru. 

Má ég spurja hve gamall hann er?  (þarft ekkert að svara því frekar en þú vilt)

Emma Vilhjálmsdóttir, 28.4.2008 kl. 00:41

8 identicon

Það er frábært að fá krakkana aftur úr heimi neyslunnar. Öll fjölskyldan kynnist nýjum frábærum meðlimi sem enginn þekkti orðið.

Vona að miðvikudagurinn verði góður og ekki síst grillið um helgina.

Knús

Ps það þarf auðvitað ekki að minnast á að vonandi verður ritgerðinni lokið á skömmum tíma með stæl.

Kidda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:03

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:10

10 identicon

Yndislegt að heyra Kristín mín :-) Góða skemmtun á miðvikudaginn og að sjálfsögðu líka í fjölskyldugrillinu ;-)

Góð kveðja

"Mamma"

"Mamma" (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband